Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2017 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ekkju ekkju hermanns sem dó í launsátri í Níger á dögunum hefur reynst forsetanum erfitt en hann er sagður hafa grætt ekkjuna og móðir hermannsins, sem hét La David T. johnson, segir forsetann hafa vanvirt son sinn og fjölskylduna alla. Þá mun hann hafa grætt ekkjuna, sem heitir Myeshia Johnson og gengur nú með þeirra þriðja barn.Sjá einnig: Trump við ekkju fallins hermanns: „Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Frederica Wilson, þingmaður demókrata, hélt því fyrst fram að Trump hefði sagt að Johnson hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ við ekkjuna. „En ætli þetta sé ekki erfitt þrátt fyrir það,“ mun Trump hafa sagt einnig. Wilson segist hafa heyrt hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. Johnson hjónin bjuggu í umdæmi Wilson.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump brást í fyrstu reiður við þessum ummælum Wilson og sagði hana hafa búið þessa sögu til. Hann hefði ekki sagt þetta og hann gæti sannað það. Hann hefur þó ekki veitt neina sönnun og Hvíta húsið segir samtalið vera einkamál.Democrat Congresswoman totally fabricated what I said to the wife of a soldier who died in action (and I have proof). Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2017 Við blaðamenn seinna í dag sagði Trump að hann hefði átt „mjög gott samtal við konuna, við eiginkonuna sem var, sem hljómaði eins og yndislega kona,“ sagði Trump samkvæmt frétt Washington Post. Þegar hann var spurður út í sönnunina sem hann vísaði til í tísti sínu sagði hann að Wilson ætti að tjá sig aftur og þá myndi sönnunin koma í ljós.Wilson stendur þó við frásögn sína og sagði Myeshia Johnson hafa verið grátandi á meðan á símtalinu stóð. Eftir að símtalinu lauk mun Myeshia hafa sagt: „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ Móðir Johnson sagði Washington Post að lýsingar Wilson á símtalinu væru réttar.Wilson sagði einnig að hún stæði við frásögn sína í tísti og gagnrýndi Trump fyrir að segja kalla Myeshiu „konuna“ og „eiginkonuna“.I still stand by my account of the call b/t @realDonaldTrump and Myeshia Johnson. That is her name, Mr. Trump. Not "the woman" or "the wife"— Rep Frederica Wilson (@RepWilson) October 18, 2017 Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ekkju ekkju hermanns sem dó í launsátri í Níger á dögunum hefur reynst forsetanum erfitt en hann er sagður hafa grætt ekkjuna og móðir hermannsins, sem hét La David T. johnson, segir forsetann hafa vanvirt son sinn og fjölskylduna alla. Þá mun hann hafa grætt ekkjuna, sem heitir Myeshia Johnson og gengur nú með þeirra þriðja barn.Sjá einnig: Trump við ekkju fallins hermanns: „Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Frederica Wilson, þingmaður demókrata, hélt því fyrst fram að Trump hefði sagt að Johnson hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ við ekkjuna. „En ætli þetta sé ekki erfitt þrátt fyrir það,“ mun Trump hafa sagt einnig. Wilson segist hafa heyrt hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. Johnson hjónin bjuggu í umdæmi Wilson.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump brást í fyrstu reiður við þessum ummælum Wilson og sagði hana hafa búið þessa sögu til. Hann hefði ekki sagt þetta og hann gæti sannað það. Hann hefur þó ekki veitt neina sönnun og Hvíta húsið segir samtalið vera einkamál.Democrat Congresswoman totally fabricated what I said to the wife of a soldier who died in action (and I have proof). Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2017 Við blaðamenn seinna í dag sagði Trump að hann hefði átt „mjög gott samtal við konuna, við eiginkonuna sem var, sem hljómaði eins og yndislega kona,“ sagði Trump samkvæmt frétt Washington Post. Þegar hann var spurður út í sönnunina sem hann vísaði til í tísti sínu sagði hann að Wilson ætti að tjá sig aftur og þá myndi sönnunin koma í ljós.Wilson stendur þó við frásögn sína og sagði Myeshia Johnson hafa verið grátandi á meðan á símtalinu stóð. Eftir að símtalinu lauk mun Myeshia hafa sagt: „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ Móðir Johnson sagði Washington Post að lýsingar Wilson á símtalinu væru réttar.Wilson sagði einnig að hún stæði við frásögn sína í tísti og gagnrýndi Trump fyrir að segja kalla Myeshiu „konuna“ og „eiginkonuna“.I still stand by my account of the call b/t @realDonaldTrump and Myeshia Johnson. That is her name, Mr. Trump. Not "the woman" or "the wife"— Rep Frederica Wilson (@RepWilson) October 18, 2017
Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent