Fótbolti

Stuðningsmannalag Noregs nú sungið um Ísland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Allt fyrir Ísland syngja Norðmenn í dag.
Allt fyrir Ísland syngja Norðmenn í dag.
Norðmenn virðast endanlega vera búnir að gefast upp á knattspyrnulandsliðinu sínu og hafa stokkið um borð í stuðningsmannalið Íslands.

Í kvöld var lagið „Allt fyrir Ísland“ frumflutt í sjónvarpsþættinum Mandagsklubben. Lagið er gjöf Norðmanna til Íslands og íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Þetta lag var áður stuðningsmannalag norska landsliðsins en nú er búið að gefa Íslandi lagið. Það ætti að pirra einhverja Norðmenn.

Lagið er flutt af grínistanum Calle Hellevang-Larsen sem varð frægur fyrir vinnu sína í Ylvis-grínþáttunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×