Uppruni gulls fannst með þyngdarbylgjum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2017 14:00 Teikning af glæðunum eftir samruna tveggja nifteindastjarna sem olli þyngdarbylgjum sem gáruðu tímarúmið. ESO/L. Calçada/M. Kornmesser Uppgötvun vísindamanna á þyngdarbylgjum hefur getið af sér fyrstu meiriháttar uppgötvunina. Með hjálp þyngdarbylgna hafa stjarneðlisfræðingar geta fylgst með árekstri tveggja nifteindastjarna í annarri vetrarbraut. Mælingar þeirra staðfesta að þung frumefni eins og gull og platína verða til við slíkar stjarnfræðilegar hamfarir. Tveir Íslendingar tóku þátt í tímamótauppgötvuninni. Vísindasamfélagið taldi sig hafa himin höndum tekið þegar staðfest var að tekist hefði að greina svonefndar þyngdarbylgjur í byrjun árs í fyrra. Þyngdarbylgjur eru nokkurs konar gárur í tímarúminu sem myndast við samruna gríðarlega massamikilla fyrirbæra eins og svarthola eða nifteindastjarna. Albert Einstein spáði fyrir um tilvist þeirra fyrir hundrað árum. Mælingarnar á samruna tveggja nifteindastjarna sem vísindamenn tilkynntu um í dag eru þær fyrstu þar sem mönnum hefur tekist að beina hefðbundnum sjónaukum að uppsprettu þyngdarbylgna og mæla ljós frá henni.Fundu upptökin í 130 milljón ljósára fjarlægð Kenningar hafa verið um að samruni nifteindastjarna væru orsök stuttra blossa orkumikillar gammageislunar sem sést hafa með sjónaukum frá jörðinni. Nifteindastjörnur eru gríðarlega þéttir en smáir kjarnar sólstjarna sem eru margfalt massameiri en sólin. Vísindamenn höfðu leitt líkur að því að árekstur þeirra gætu myndað öflugar sprengingar gammageislunar sem nefnast kílónóvur. Það var í ágúst sem þyngdarbylgjumælarnir LIGO í Bandaríkinum og Virgo á Ítalíu námu þyngdarbylgjur sem bárust í gegnum jörðina. Aðeins tveimur sekúndum síðar sáu geimsjónaukar stuttan gammablossa úr sömu átt á himninum, að því er segir í frétt á Stjörnufræðivefnum. Næstu tvær vikur tjölduðu vísindamenn öllu til og beindu öflugust sjónaukum jarðar að upptökum bylgnanna og blossans, þar á meðal Hubble-geimsjónaukanum. Þau fundust í NGC 4993, linsulaga vetrarbraut, í um 130 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Atburðurinn sem myndaði þyngdarbylgjurnar reyndist vera samruni tveggja nifteindastjarna. Mælingarnar staðfesta að kenningar um að gammablossar myndist við samruna af þessu tagi eigi við rök að styðjast. Guðlaugur Jóhannesson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir þyngdarbylgjurnar hafa leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk í að staðfesta að um samruna nifteindastjarna hafi verið að ræða. Hann átti þátt í rannsókninni ásamt Páli Jakobssyni, stjarneðlisfræðingi við HÍ. „Við gátum ekki staðfest þetta bara með gammageislunum og sýnilegu ljósi. Við höfðum vísbendingar frá þessu mælingum um að þetta gætu mögulega verið nifteindastjörnur. Nú höfum við fengið staðfestingu á því með þyngdarbylgjunum“ segir Guðlaugur við Vísi.NGC 4993-vetrarbrautin á mynd VLT-sjónauka ESO. Kílónóvan sést rétt fyrir ofan og til vinstri við miðju vetrarbrautarinnar.ESO/A.J. Levan, N.R. TanvirStaðfestir að gull myndast við samruna nifteindastjarnaLitrófsmælingar sjónaukanna á samrunaum varpaði einnig ljósi á ráðgátu um myndun þungra frumefna eins og gulls og platínu. Kenningar hafa verið um að frumefni þyngri en járn myndist við samruna nifteindastjarna. Mælingarnar á árekstrinum nú sýna fram á það svart á hvítu. Við kílónóvuna þeytast þessir þungmálmar út í geim á allt að því fimmtungi af hraða ljóssins þar sem það verður svo að efnivið í myndun reikistjarna. Gull og fleiri málmar á jörðinni virðast því hafa orðið til við árekstur nifteindastjarna fyrir milljörðum ára. Þrír stofnenda LIGO-verkefnisins hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrr í þessum mánuði vegna uppgötvunar þyngdarbylgnanna í september árið 2015. Athuganirnar nú eru aðeins fjórða eða fimmta skiptið sem þyngdarbylgjur greinast. Guðlaugur segir að þær séu að opna nýjan glugga á alheiminn sem geti vonandi breytt sýn manna á orkumikla atburði eins og árekstra svarthola og nifteindastjarna. „Hingað til höfum við nær eingöngu notast við rafsegulgeislun sem er allt frá útvarpsbylgjum og upp í háorkugammageisla en þyngdarbylgjurnar hegða sér öðruvísi og koma með algerlega nýjan glugga,“ segir hann. Vísindi Tengdar fréttir Fá Nóbelsverðlaunin fyrir að finna þyngdarbylgjur Einstein Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim. 3. október 2017 10:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Uppgötvun vísindamanna á þyngdarbylgjum hefur getið af sér fyrstu meiriháttar uppgötvunina. Með hjálp þyngdarbylgna hafa stjarneðlisfræðingar geta fylgst með árekstri tveggja nifteindastjarna í annarri vetrarbraut. Mælingar þeirra staðfesta að þung frumefni eins og gull og platína verða til við slíkar stjarnfræðilegar hamfarir. Tveir Íslendingar tóku þátt í tímamótauppgötvuninni. Vísindasamfélagið taldi sig hafa himin höndum tekið þegar staðfest var að tekist hefði að greina svonefndar þyngdarbylgjur í byrjun árs í fyrra. Þyngdarbylgjur eru nokkurs konar gárur í tímarúminu sem myndast við samruna gríðarlega massamikilla fyrirbæra eins og svarthola eða nifteindastjarna. Albert Einstein spáði fyrir um tilvist þeirra fyrir hundrað árum. Mælingarnar á samruna tveggja nifteindastjarna sem vísindamenn tilkynntu um í dag eru þær fyrstu þar sem mönnum hefur tekist að beina hefðbundnum sjónaukum að uppsprettu þyngdarbylgna og mæla ljós frá henni.Fundu upptökin í 130 milljón ljósára fjarlægð Kenningar hafa verið um að samruni nifteindastjarna væru orsök stuttra blossa orkumikillar gammageislunar sem sést hafa með sjónaukum frá jörðinni. Nifteindastjörnur eru gríðarlega þéttir en smáir kjarnar sólstjarna sem eru margfalt massameiri en sólin. Vísindamenn höfðu leitt líkur að því að árekstur þeirra gætu myndað öflugar sprengingar gammageislunar sem nefnast kílónóvur. Það var í ágúst sem þyngdarbylgjumælarnir LIGO í Bandaríkinum og Virgo á Ítalíu námu þyngdarbylgjur sem bárust í gegnum jörðina. Aðeins tveimur sekúndum síðar sáu geimsjónaukar stuttan gammablossa úr sömu átt á himninum, að því er segir í frétt á Stjörnufræðivefnum. Næstu tvær vikur tjölduðu vísindamenn öllu til og beindu öflugust sjónaukum jarðar að upptökum bylgnanna og blossans, þar á meðal Hubble-geimsjónaukanum. Þau fundust í NGC 4993, linsulaga vetrarbraut, í um 130 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Atburðurinn sem myndaði þyngdarbylgjurnar reyndist vera samruni tveggja nifteindastjarna. Mælingarnar staðfesta að kenningar um að gammablossar myndist við samruna af þessu tagi eigi við rök að styðjast. Guðlaugur Jóhannesson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir þyngdarbylgjurnar hafa leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk í að staðfesta að um samruna nifteindastjarna hafi verið að ræða. Hann átti þátt í rannsókninni ásamt Páli Jakobssyni, stjarneðlisfræðingi við HÍ. „Við gátum ekki staðfest þetta bara með gammageislunum og sýnilegu ljósi. Við höfðum vísbendingar frá þessu mælingum um að þetta gætu mögulega verið nifteindastjörnur. Nú höfum við fengið staðfestingu á því með þyngdarbylgjunum“ segir Guðlaugur við Vísi.NGC 4993-vetrarbrautin á mynd VLT-sjónauka ESO. Kílónóvan sést rétt fyrir ofan og til vinstri við miðju vetrarbrautarinnar.ESO/A.J. Levan, N.R. TanvirStaðfestir að gull myndast við samruna nifteindastjarnaLitrófsmælingar sjónaukanna á samrunaum varpaði einnig ljósi á ráðgátu um myndun þungra frumefna eins og gulls og platínu. Kenningar hafa verið um að frumefni þyngri en járn myndist við samruna nifteindastjarna. Mælingarnar á árekstrinum nú sýna fram á það svart á hvítu. Við kílónóvuna þeytast þessir þungmálmar út í geim á allt að því fimmtungi af hraða ljóssins þar sem það verður svo að efnivið í myndun reikistjarna. Gull og fleiri málmar á jörðinni virðast því hafa orðið til við árekstur nifteindastjarna fyrir milljörðum ára. Þrír stofnenda LIGO-verkefnisins hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrr í þessum mánuði vegna uppgötvunar þyngdarbylgnanna í september árið 2015. Athuganirnar nú eru aðeins fjórða eða fimmta skiptið sem þyngdarbylgjur greinast. Guðlaugur segir að þær séu að opna nýjan glugga á alheiminn sem geti vonandi breytt sýn manna á orkumikla atburði eins og árekstra svarthola og nifteindastjarna. „Hingað til höfum við nær eingöngu notast við rafsegulgeislun sem er allt frá útvarpsbylgjum og upp í háorkugammageisla en þyngdarbylgjurnar hegða sér öðruvísi og koma með algerlega nýjan glugga,“ segir hann.
Vísindi Tengdar fréttir Fá Nóbelsverðlaunin fyrir að finna þyngdarbylgjur Einstein Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim. 3. október 2017 10:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Fá Nóbelsverðlaunin fyrir að finna þyngdarbylgjur Einstein Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim. 3. október 2017 10:45