Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2017 23:19 Björk og Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vísir/Getty Peter Aalbæk Jensen, framleiðandi dönsku myndarinnar Dancer in the Dark, segir hann og leikstjóra myndarinnar Lars von Trier hafa verið fórnarlömb tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur á tökustað myndarinnar. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Lars von Trier um kynferðislega áreitni á tökustað Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. Björk sagðist gera það eftir að hafa fengið innblástur frá öllum þeim konum sem hafa látið í sér heyra á netinu. „Hún gaf okkur Gullpálmann“ „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans,“ er haft eftir Jensen á vef danska dagblaðsins Jótlandspóstsins. Hann segir Björk hafa farið langt með að gera út af við gerð kvikmyndar sem kostaði 100 milljónir danskra króna. Hann segir framkomu Bjarkar hafa verið verið miðpunktinn á tökustað þar sem Björk hafi verið við stjórnvölinn. Björk var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið I´ve Seen it All sem var í myndinni, en tilnefningu hlaut hún ásamt Lars von Trier og Sjón sem sömdu texta lagsins. Myndin hlaut einnig Gullpálmann eftirsótta á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2000 en Peter Aalbæk Jensen vill meina að Björk hafi verið sú sem vann til þeirra verðlauna. „Hún gaf okkur Gullpálmann, hún vann sjálfan Gullpálmann,“ er haft eftir Jensen. Hann segir Björk og von Trier hafa stillt sér upp saman og brosað fyrir framan myndavélarnar en Jensen vill meina að Björk sé ekki manneskja sem bæli óvild í garð nokkurs fyrir myndatökur. Vísir/Getty Drakk flösku af viskí á dag Jensen greinir frá því að á meðan tökum myndarinnar stóð hefði hann drukkið eina viskíflösku á dag því hann hafi verið svo hræddur um að myndin yrði ekki að veruleika vegna hegðunar Bjarkar. Áður hefur verið greint frá því að Björk hefði heitið því að vinna aldrei aftur að gerð kvikmyndar eftir reynslu sína af Dancer in the Dark. Greint var til dæmis frá því að samband Bjarkar og von Trier hefði verið svo stormasamt við tökur myndarinnar að Björk hefði rifið blússu sem hún neitaði að klæðast fyrir myndina og hefði lagt sér tætlur af blússunni til munns í mótmælaskyni áður en hún fór af tökustað. Haft var eftir umboðsmanni Bjarkar árið 2000 að Björk og von Trier væru ekki bestu vinir en þau væru ánægð með útkomu myndarinnar. Jensen minnist á blússuatvikið við Jótlandspóstinn. Björk sagði í færslu sinni á Facebook í dag að von Trier hefði borið upp á hana lygar við starfslið sitt eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans og að henni hefði verið kennt um að vera sú erfiða í samstarfi. Peter Aalbæk Jensen.Vísir/EPA Hann segir 175 til 250 manns hafa unnið að gerð myndarinnar á tökustað og mikið hafi gengið á, ef Lars von Trier á að hafa gert henni eitthvað þá vill Jensen meina að afar lítið hafi farið fyrir því hjá von Trier fyrst það komst ekki upp. Jensen þakkar hins vegar Björk fyrir allt sem hún gerði. Hann segir það ávallt mikla raun að gera kvikmynd í svo nánu samstarfi við leikstjóra og í slíku sambandi sé ávallt einhverskonar stig af ást. Hann vill meina að nornaveiðar eigi sér stað í dag vegna Harvey Weinstein-málsins. Áreiti almennt viðurkennt Björk nafngreindi ekki Lars von Trier í færslu sinni en hann talaði um reynslu sína af dönskum leikstjóra, og von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með við gerð kvikmyndar. Á þeim tíma sem Björk tók að sér hlutverk í myndinni hafi hún verið í virkilega sterkri stöðu í tónlistarheiminum sem hún hafði unnið sér inn. Þegar hún hafi ítrekað hafnað kynferðislegum umleitunum von Trier hafi hann refsað henni. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu.“ Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. 15. október 2017 22:12 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Peter Aalbæk Jensen, framleiðandi dönsku myndarinnar Dancer in the Dark, segir hann og leikstjóra myndarinnar Lars von Trier hafa verið fórnarlömb tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur á tökustað myndarinnar. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Lars von Trier um kynferðislega áreitni á tökustað Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. Björk sagðist gera það eftir að hafa fengið innblástur frá öllum þeim konum sem hafa látið í sér heyra á netinu. „Hún gaf okkur Gullpálmann“ „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans,“ er haft eftir Jensen á vef danska dagblaðsins Jótlandspóstsins. Hann segir Björk hafa farið langt með að gera út af við gerð kvikmyndar sem kostaði 100 milljónir danskra króna. Hann segir framkomu Bjarkar hafa verið verið miðpunktinn á tökustað þar sem Björk hafi verið við stjórnvölinn. Björk var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið I´ve Seen it All sem var í myndinni, en tilnefningu hlaut hún ásamt Lars von Trier og Sjón sem sömdu texta lagsins. Myndin hlaut einnig Gullpálmann eftirsótta á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2000 en Peter Aalbæk Jensen vill meina að Björk hafi verið sú sem vann til þeirra verðlauna. „Hún gaf okkur Gullpálmann, hún vann sjálfan Gullpálmann,“ er haft eftir Jensen. Hann segir Björk og von Trier hafa stillt sér upp saman og brosað fyrir framan myndavélarnar en Jensen vill meina að Björk sé ekki manneskja sem bæli óvild í garð nokkurs fyrir myndatökur. Vísir/Getty Drakk flösku af viskí á dag Jensen greinir frá því að á meðan tökum myndarinnar stóð hefði hann drukkið eina viskíflösku á dag því hann hafi verið svo hræddur um að myndin yrði ekki að veruleika vegna hegðunar Bjarkar. Áður hefur verið greint frá því að Björk hefði heitið því að vinna aldrei aftur að gerð kvikmyndar eftir reynslu sína af Dancer in the Dark. Greint var til dæmis frá því að samband Bjarkar og von Trier hefði verið svo stormasamt við tökur myndarinnar að Björk hefði rifið blússu sem hún neitaði að klæðast fyrir myndina og hefði lagt sér tætlur af blússunni til munns í mótmælaskyni áður en hún fór af tökustað. Haft var eftir umboðsmanni Bjarkar árið 2000 að Björk og von Trier væru ekki bestu vinir en þau væru ánægð með útkomu myndarinnar. Jensen minnist á blússuatvikið við Jótlandspóstinn. Björk sagði í færslu sinni á Facebook í dag að von Trier hefði borið upp á hana lygar við starfslið sitt eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans og að henni hefði verið kennt um að vera sú erfiða í samstarfi. Peter Aalbæk Jensen.Vísir/EPA Hann segir 175 til 250 manns hafa unnið að gerð myndarinnar á tökustað og mikið hafi gengið á, ef Lars von Trier á að hafa gert henni eitthvað þá vill Jensen meina að afar lítið hafi farið fyrir því hjá von Trier fyrst það komst ekki upp. Jensen þakkar hins vegar Björk fyrir allt sem hún gerði. Hann segir það ávallt mikla raun að gera kvikmynd í svo nánu samstarfi við leikstjóra og í slíku sambandi sé ávallt einhverskonar stig af ást. Hann vill meina að nornaveiðar eigi sér stað í dag vegna Harvey Weinstein-málsins. Áreiti almennt viðurkennt Björk nafngreindi ekki Lars von Trier í færslu sinni en hann talaði um reynslu sína af dönskum leikstjóra, og von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með við gerð kvikmyndar. Á þeim tíma sem Björk tók að sér hlutverk í myndinni hafi hún verið í virkilega sterkri stöðu í tónlistarheiminum sem hún hafði unnið sér inn. Þegar hún hafi ítrekað hafnað kynferðislegum umleitunum von Trier hafi hann refsað henni. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu.“
Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. 15. október 2017 22:12 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. 15. október 2017 22:12
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent