Ályktanir um Evrópumál Jón Sigurðsson skrifar 16. október 2017 10:00 Fyrir nokkru birtist grein eftir mig um stöðu Evrópumála (Fréttabl. 27. sept.). Nú hefur Þröstur Ólafsson hagfræðingur andmælt ályktunum mínum (Fréttabl. 10. okt.). Reyndar held ég að við Þröstur séum sammála um margt í þessum efnum, en ég dreg aðrar ályktanir en hann um sumt, og að einhverju leyti hef ég gefið honum tilefni til andmæla. Ég álykta að miklar tafir verði á hugsanlegri aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu (ESB), og að fyrri umsókn sé í raun úr sögunni. Ég álykta að ESB hafi að mörgu öðru að huga en nýjum aðildarumsóknum og hafi ýtt þeim til hliðar. Og ég held því fram að flestir áhugamenn hérlendis um ESB-aðild vilji bíða og sjá hvað verður um Brexit áður en lengra verður haldið. En auðvitað er hér aðeins um ályktanir að ræða. Ef til vill álykta ég of sterkt og geri of mikið úr vandamálum og andstreymi. En slík álitamál þarf að ræða af raunsæi. Um margt erum við Þröstur á einu máli. Báðir gerum við okkur grein fyrir veikleikum og viðkvæmni íslensku krónunnar og fyrir áhrifum hennar á þá almennu kjaraskerðingu sem varð við gengisfall og hrun lánakerfisins þegar fjármálakerfið kolféll. Báðir teljum við aðild að ESB áhugaverðan kost. Og báðum er ljóst að um valkosti er að ræða en ekki nauðung. Þresti mislíkar að ég geri nokkuð úr þjóðrækni, fullveldi þjóðríkja og forræði þeirra í málum ESB. En ESB er samband fullvalda þjóðríkja, og ég nefni nokkur atriði því til staðfestu í þessari grein minni. Reyndar má fullyrða að ESB sé virkasta vörn evrópskra þjóðríkja í veröld ofurstórvelda, alþjóðaþróunar og samþættingar. Í grein minni nefni ég beinlínis svonefndan „lýðræðishalla“ þessu til áréttingar. Áður hefur verið bent á að þjóðernishyggja er af mörgu tagi, og til er frjálshuga hófsöm þjóðernishyggja (stundum kölluð „þjóðhyggja“ til aðgreiningar). Í regluverki ESB er að finna mjög víðtækar aðgerðir til varnar þjóðtungum, þjóðmenningu og fjölbreytni samfélaga. Þjóðrækni, þjóðhyggja og aðild að ESB eru alls ekki andstæður. Í grein minni nefni ég málflutning stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi. Svo getur farið að áróðurstækni verði áfram beitt í þessum löndum til að auka þar andúð og sundrungarvilja. Og ESB stendur líka frammi fyrir miklum vanda í Skotlandi og Katalóníu, – einmitt vegna þess að það er samband fullvalda þjóðríkja. Því verður ESB að koma fram fyrir þeirra hönd andspænis skoskum og katalónskum almenningi. Slíkt getur litið illa út í íslenskum augum. Þröstur virðist óánægður með að ég tel „gild rök með og móti aðild“ Íslendinga að ESB. En þetta tel ég kjarna málsins: Ekki er unnt með ábyrgu móti að taka endanlega afstöðu til aðildar Íslendinga að ESB fyrr en frumvarp að aðildarsamningi liggur fyrir. Í þessu eru fjölmörg hagsmuna- og réttindamál sem leysa þarf úr fyrst, og í því sambandi minnti ég á merka ályktun flokksþings Framsóknarmanna 2009 sem enn er í fullu gildi.Höfundur er fv. skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Jón Sigurðsson Tengdar fréttir Að segja rangt frá Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. 10. október 2017 07:00 Aðildarumsókn í læstri skúffu Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist grein eftir mig um stöðu Evrópumála (Fréttabl. 27. sept.). Nú hefur Þröstur Ólafsson hagfræðingur andmælt ályktunum mínum (Fréttabl. 10. okt.). Reyndar held ég að við Þröstur séum sammála um margt í þessum efnum, en ég dreg aðrar ályktanir en hann um sumt, og að einhverju leyti hef ég gefið honum tilefni til andmæla. Ég álykta að miklar tafir verði á hugsanlegri aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu (ESB), og að fyrri umsókn sé í raun úr sögunni. Ég álykta að ESB hafi að mörgu öðru að huga en nýjum aðildarumsóknum og hafi ýtt þeim til hliðar. Og ég held því fram að flestir áhugamenn hérlendis um ESB-aðild vilji bíða og sjá hvað verður um Brexit áður en lengra verður haldið. En auðvitað er hér aðeins um ályktanir að ræða. Ef til vill álykta ég of sterkt og geri of mikið úr vandamálum og andstreymi. En slík álitamál þarf að ræða af raunsæi. Um margt erum við Þröstur á einu máli. Báðir gerum við okkur grein fyrir veikleikum og viðkvæmni íslensku krónunnar og fyrir áhrifum hennar á þá almennu kjaraskerðingu sem varð við gengisfall og hrun lánakerfisins þegar fjármálakerfið kolféll. Báðir teljum við aðild að ESB áhugaverðan kost. Og báðum er ljóst að um valkosti er að ræða en ekki nauðung. Þresti mislíkar að ég geri nokkuð úr þjóðrækni, fullveldi þjóðríkja og forræði þeirra í málum ESB. En ESB er samband fullvalda þjóðríkja, og ég nefni nokkur atriði því til staðfestu í þessari grein minni. Reyndar má fullyrða að ESB sé virkasta vörn evrópskra þjóðríkja í veröld ofurstórvelda, alþjóðaþróunar og samþættingar. Í grein minni nefni ég beinlínis svonefndan „lýðræðishalla“ þessu til áréttingar. Áður hefur verið bent á að þjóðernishyggja er af mörgu tagi, og til er frjálshuga hófsöm þjóðernishyggja (stundum kölluð „þjóðhyggja“ til aðgreiningar). Í regluverki ESB er að finna mjög víðtækar aðgerðir til varnar þjóðtungum, þjóðmenningu og fjölbreytni samfélaga. Þjóðrækni, þjóðhyggja og aðild að ESB eru alls ekki andstæður. Í grein minni nefni ég málflutning stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi. Svo getur farið að áróðurstækni verði áfram beitt í þessum löndum til að auka þar andúð og sundrungarvilja. Og ESB stendur líka frammi fyrir miklum vanda í Skotlandi og Katalóníu, – einmitt vegna þess að það er samband fullvalda þjóðríkja. Því verður ESB að koma fram fyrir þeirra hönd andspænis skoskum og katalónskum almenningi. Slíkt getur litið illa út í íslenskum augum. Þröstur virðist óánægður með að ég tel „gild rök með og móti aðild“ Íslendinga að ESB. En þetta tel ég kjarna málsins: Ekki er unnt með ábyrgu móti að taka endanlega afstöðu til aðildar Íslendinga að ESB fyrr en frumvarp að aðildarsamningi liggur fyrir. Í þessu eru fjölmörg hagsmuna- og réttindamál sem leysa þarf úr fyrst, og í því sambandi minnti ég á merka ályktun flokksþings Framsóknarmanna 2009 sem enn er í fullu gildi.Höfundur er fv. skólastjóri.
Að segja rangt frá Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. 10. október 2017 07:00
Aðildarumsókn í læstri skúffu Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. 27. september 2017 07:00
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar