Þrír Mosfellsbæir á leið í framkvæmd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2017 13:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á fundi um uppbyggingu í Reykjavík í morgun. Alls eru 3.100 íbúðir á byggingarsvæðum í Reykjavík á framkvæmdastigi og samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um 4.300 íbúðir til viðbótar. Þetta kom fram á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Í uppfærði áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík fyrir haustið 2017 eru taldar til 19.252 íbúðir sem eru allt frá því að vera á framkvæmdastigi og niður í að vera í skoðun á þróunarsvæðum. Flestar íbúðirnar eru litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vonast til þess að íbúðirnar komist sem fyrst á markað. „Hvað byggingariðnaðurinn ræður við á hverju ári mun á endanum ráða hraðanum en ég leyni því ekkert að ég er mjög áfram um að þetta komist sem flest og sem hraðast til framkvæmda," segir Dagur. Hann segir stóru tíðindin vera að hluti íbúða á framkvæmdastigi hefur aukist. „Núna eru þegar 3.100 íbúðir komnar á framkvæmdastig, það eru 4.000 íbúðir sem liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Aðrar 3.000 eru í skipulagsferli. Til þess að skilja þessar tölur að þá eru í heildina 1.711 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi og undir 4.000 í Mosfellsbæ. Það eru í raun þrír Mosfellsbæir sem eru á leið í framkvæmd á næstu árum," segir Dagur. Hann segir áform félaga sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni vera á mjög stórum skala. „Við stefndum að því að 2.500 til 3.000 slíkar íbúðir kæmust í gang á þremur til fimm árum en núna eru staðfest áform um yfir 4.000 og við erum að stefna að því að þessi áform verði að veruleika eins hratt og nokkur er kostur," segir Dagur. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, sagði í kosningaspjalli Vísis í vikunni, að Sjálfstæðismenn hefðu tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæða í Reykjavík þar sem þeir vildu ekki tala við Dag, sem er borgarstjóri Samfylkingar. Aðspurður um þetta segist Dagur hafa reynt að ræða við ríkið um tilteknar lóðir frá árinu 2013. Samningar hafi þó ekki tekist fyrr en 2017. „Af einhverjum ástæðum var ekkert sem gerðist frá 2013 til 2017. Þá koma nýir ráðherrar og þá náum við samkomulagi fljótt og vel," segir Dagur. Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Alls eru 3.100 íbúðir á byggingarsvæðum í Reykjavík á framkvæmdastigi og samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um 4.300 íbúðir til viðbótar. Þetta kom fram á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Í uppfærði áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík fyrir haustið 2017 eru taldar til 19.252 íbúðir sem eru allt frá því að vera á framkvæmdastigi og niður í að vera í skoðun á þróunarsvæðum. Flestar íbúðirnar eru litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vonast til þess að íbúðirnar komist sem fyrst á markað. „Hvað byggingariðnaðurinn ræður við á hverju ári mun á endanum ráða hraðanum en ég leyni því ekkert að ég er mjög áfram um að þetta komist sem flest og sem hraðast til framkvæmda," segir Dagur. Hann segir stóru tíðindin vera að hluti íbúða á framkvæmdastigi hefur aukist. „Núna eru þegar 3.100 íbúðir komnar á framkvæmdastig, það eru 4.000 íbúðir sem liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Aðrar 3.000 eru í skipulagsferli. Til þess að skilja þessar tölur að þá eru í heildina 1.711 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi og undir 4.000 í Mosfellsbæ. Það eru í raun þrír Mosfellsbæir sem eru á leið í framkvæmd á næstu árum," segir Dagur. Hann segir áform félaga sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni vera á mjög stórum skala. „Við stefndum að því að 2.500 til 3.000 slíkar íbúðir kæmust í gang á þremur til fimm árum en núna eru staðfest áform um yfir 4.000 og við erum að stefna að því að þessi áform verði að veruleika eins hratt og nokkur er kostur," segir Dagur. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, sagði í kosningaspjalli Vísis í vikunni, að Sjálfstæðismenn hefðu tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæða í Reykjavík þar sem þeir vildu ekki tala við Dag, sem er borgarstjóri Samfylkingar. Aðspurður um þetta segist Dagur hafa reynt að ræða við ríkið um tilteknar lóðir frá árinu 2013. Samningar hafi þó ekki tekist fyrr en 2017. „Af einhverjum ástæðum var ekkert sem gerðist frá 2013 til 2017. Þá koma nýir ráðherrar og þá náum við samkomulagi fljótt og vel," segir Dagur.
Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent