Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2017 20:58 Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Áhrifanna gætir meira á norðurslóðum en annars staðar en eiga eftir að breiðast út að mati fyrrverandi ráðgjafa Obama Bandaríkjaforseta í vísinda- og tæknimálum sem nú er staddur á Íslandi. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, fer nú fram í fimmta skipti í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölmörg erindi og um 135 vinnustofur. En margt bendir til að hlýnun jarðar hafi mun meiri áhrif á norðurslóðum en áður var talið. John Holdren fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í vísindum og tækni og prófessor við Harvard háskóla segir áhrifin mun hraðari en menn töldu fyrir um fimmtán til tuttugu árum og þeirra sjáist þegar glögg merki víða um heim „Við sjáum mjög hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum, á norðurheimskautssvæðinu, þar sem hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Hafísinn á norðurslóðum skreppur hraðar saman en menn gerðu ráð fyrir. Íshellan mikla á Grænlandi missir ís hraðar en áður,“ segir Holdren. Það sama eigi við um sjávarhæð og þá gæti meiri öfga í veðurfari en áður hafi þekkst víðs vegar um heiminn; með tíðari og stærri fellibyljum, skógareldum og miklum og lengri þurrkum við miðbaug en áður hafi þekkst. Áhrifin séu nú þegar mjög mikil á lífríkið á landi, í lofti og í hafinu á norðurslóðum sem og á líf frumbyggja þar. Þá séu skógareldar nú þegar að brenna túndruna sjálfa sem opni fyrir mikið útstreymi af koltvísýringi, sem hafi áhrif á öll veðra- og hafstraumakerfi. „Það sem gerist á norðurslóðum heldur sig ekki bara þar. Áhrif hraðra loftslagsbreytinga á norðuslóðum breiðast út til miðlægra breiddargráða,“ segir Holdren. Holdren flytur erindi á Hringborði norðurslóða á morgun. En Halla Hrund Logadóttir stofnaði hóp með honum og fleirum við Harvard háskóla sem kallast Norðurslóða frumkvæði, þar sem nemdendur og fræðimenn á ýmsum sviðum vinna að lausnum í loftlagsmálum. „Sem miðar að því að efla rannsóknir, efla menntun á þessu sviði. Þannig að við getum séð til þess að við bætum þekkingu í ákvarðanatöku og vonandi taka betri ákvarðanir fyrir framtíð norðurslóða. Sem geta þá nýst hérna heima og í víðara samhengi fyrir svæðið,“ segir Halla Hrund Logadóttir. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Áhrifanna gætir meira á norðurslóðum en annars staðar en eiga eftir að breiðast út að mati fyrrverandi ráðgjafa Obama Bandaríkjaforseta í vísinda- og tæknimálum sem nú er staddur á Íslandi. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, fer nú fram í fimmta skipti í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölmörg erindi og um 135 vinnustofur. En margt bendir til að hlýnun jarðar hafi mun meiri áhrif á norðurslóðum en áður var talið. John Holdren fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í vísindum og tækni og prófessor við Harvard háskóla segir áhrifin mun hraðari en menn töldu fyrir um fimmtán til tuttugu árum og þeirra sjáist þegar glögg merki víða um heim „Við sjáum mjög hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum, á norðurheimskautssvæðinu, þar sem hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Hafísinn á norðurslóðum skreppur hraðar saman en menn gerðu ráð fyrir. Íshellan mikla á Grænlandi missir ís hraðar en áður,“ segir Holdren. Það sama eigi við um sjávarhæð og þá gæti meiri öfga í veðurfari en áður hafi þekkst víðs vegar um heiminn; með tíðari og stærri fellibyljum, skógareldum og miklum og lengri þurrkum við miðbaug en áður hafi þekkst. Áhrifin séu nú þegar mjög mikil á lífríkið á landi, í lofti og í hafinu á norðurslóðum sem og á líf frumbyggja þar. Þá séu skógareldar nú þegar að brenna túndruna sjálfa sem opni fyrir mikið útstreymi af koltvísýringi, sem hafi áhrif á öll veðra- og hafstraumakerfi. „Það sem gerist á norðurslóðum heldur sig ekki bara þar. Áhrif hraðra loftslagsbreytinga á norðuslóðum breiðast út til miðlægra breiddargráða,“ segir Holdren. Holdren flytur erindi á Hringborði norðurslóða á morgun. En Halla Hrund Logadóttir stofnaði hóp með honum og fleirum við Harvard háskóla sem kallast Norðurslóða frumkvæði, þar sem nemdendur og fræðimenn á ýmsum sviðum vinna að lausnum í loftlagsmálum. „Sem miðar að því að efla rannsóknir, efla menntun á þessu sviði. Þannig að við getum séð til þess að við bætum þekkingu í ákvarðanatöku og vonandi taka betri ákvarðanir fyrir framtíð norðurslóða. Sem geta þá nýst hérna heima og í víðara samhengi fyrir svæðið,“ segir Halla Hrund Logadóttir.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“