Tía Hreiðars Levý dugði ekki til sigurs: „Hann á svo mörg líf í boltanum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2017 12:00 Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik liðsins á móti Stjörnunni í fimmtu umferð deildarinnar. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi hélt Gróttu á floti í leiknum með 23 vörðum skotum og 49 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann fékk tíu í heildareinkunn fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz. Því miður dugði frammistaða hans ekki til sigurs því Stjarnan vann með einu marki. Grótta er enn í leit að fyrsta sigrinum en liðið er á botni deildarinnar. „Hann er væntanlega með næst bestu tölfræðina af öllum sem eru að spila hérna heima. Mér finnst hann eiga svo mörg líf. Hann var einhvernveginn að deyja í þessu en nú er hann kominn aftur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í þættinum á þriðjudagskvöldið. Það er svo sannarlega rétt hjá Gunnari því Hreiðar er í öðru sæti á styrkleikalista HB Statz með einkunn upp á 8,52 en efstur er Björgvin Páll Gústavsson með 9,36. Nú styttist í Evrópumótið og hlýtur Hreiðar að gera tilkall til endurkomu í landsliðið miðað við hvernig hann er að spila, eða hvað? Jóhann Gunnar Einarsson er allvega ánægður með metnaðinn í markverðinum. „Hann er byrjaður að að vinna sem fasteignasali og maður hélt að metnaðurinn væri ekki alveg í handboltanum en svo heyrði maður eitthvað viðtal og hann er alveg klár,“ sagði Jóhann Gunnar. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hörkutólið og Hætt´essu: Kári jarðaður í Dalhúsum og Patrekur reiðist Selfyssingar misstu aðeins athyglina í leikhléi Patreks Jóhannessonar við litla kátínu þjálfarans. 12. október 2017 10:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik liðsins á móti Stjörnunni í fimmtu umferð deildarinnar. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi hélt Gróttu á floti í leiknum með 23 vörðum skotum og 49 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann fékk tíu í heildareinkunn fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz. Því miður dugði frammistaða hans ekki til sigurs því Stjarnan vann með einu marki. Grótta er enn í leit að fyrsta sigrinum en liðið er á botni deildarinnar. „Hann er væntanlega með næst bestu tölfræðina af öllum sem eru að spila hérna heima. Mér finnst hann eiga svo mörg líf. Hann var einhvernveginn að deyja í þessu en nú er hann kominn aftur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í þættinum á þriðjudagskvöldið. Það er svo sannarlega rétt hjá Gunnari því Hreiðar er í öðru sæti á styrkleikalista HB Statz með einkunn upp á 8,52 en efstur er Björgvin Páll Gústavsson með 9,36. Nú styttist í Evrópumótið og hlýtur Hreiðar að gera tilkall til endurkomu í landsliðið miðað við hvernig hann er að spila, eða hvað? Jóhann Gunnar Einarsson er allvega ánægður með metnaðinn í markverðinum. „Hann er byrjaður að að vinna sem fasteignasali og maður hélt að metnaðurinn væri ekki alveg í handboltanum en svo heyrði maður eitthvað viðtal og hann er alveg klár,“ sagði Jóhann Gunnar. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hörkutólið og Hætt´essu: Kári jarðaður í Dalhúsum og Patrekur reiðist Selfyssingar misstu aðeins athyglina í leikhléi Patreks Jóhannessonar við litla kátínu þjálfarans. 12. október 2017 10:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Hörkutólið og Hætt´essu: Kári jarðaður í Dalhúsum og Patrekur reiðist Selfyssingar misstu aðeins athyglina í leikhléi Patreks Jóhannessonar við litla kátínu þjálfarans. 12. október 2017 10:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni