Opna stjörnuturninn á Nesinu fyrir almenningi Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2017 09:45 Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var stofnað til að sjá um sjónaukann í stjörnuturninum ofan á Valhúsaskóla. Þórir Már Jónsson Eftir viðamiklar endurbætur á aðgengi að stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í sumar fá gestir og gangandi að kíkja á hann á Menningarhátíð bæjarins í kvöld. Fram að þessu hafa skólahópar vílað fyrir sér að skoða stjörnuturninn vegna aðgengisins. Seltjarnarnesbær kostaði endurbætur á aðgenginu að turninum í sumar sem nú er lokið. Þórir Már Jónsson, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem á sjónaukann, segir að til komast í stjörnuturninn hafi þurft að klífa bratta og leiðinlega heimasmíðaða tréstiga. Nú sé hins vegar búið að saga úr gólfinu og smíða almennilegan hringstiga að sjónaukanum. Stjörnuskoðunarfélagið hefur alltaf verið opið fyrir almenningi af landinu öllu og fólki og hópum hefur staðið til boða að koma og skoða kíkinn. Aðgengið hefur hins vegar hamlað því undanfarin ár. „Við vitum hins vegar að margir hafa vílað fyrir sér að fara þarna upp, sérstaklega skólahópar. Ég veit að skólar hafa ekki viljað bera ábyrgð á því að fara með hóp af yngri krökkum í svona príl,‟ segir Þórir Már.Ólíklegt er að hægt verði að skoða stjörnur annað kvöld vegna veðurs en gestir geta kynnt sér starfsemi Stjörnuskoðunarfélagsins og skoðað útsýnið úr turninum.Stjörnuskoðunarfélag SeltjarnarnessOpnað formlega með opnu húsi á MenningarhátíðEndurbæturnar sem nú hafa verið gerðar eiga því að gera þægilegra fyrir skólahópa og aðra að koma í heimsókn og fá að kíkja á stjörnurnar.Opið hús verður í Valhúsaskóla kl. 20 í kvöld í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar þar sem stjörnuturninn verður formlega opnaður eftir endurbæturnar. Veðurspáin lofar ekki góðu fyrir stjörnuskoðun en Þórir Már segir að félagar Stjörnuskoðunarfélagsins verði engu að síður til taks til að kynna félagið og sýna aðstöðuna. „Það er allavegana hægt að skoða útsýnið yfir borgina. Það er ekkert leiðinlegt að kíkja út þarna úr turninum þó að sjónaukinn verði að bíða til betri tíma,‟ segir hann. Seltjarnarnes Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Eftir viðamiklar endurbætur á aðgengi að stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í sumar fá gestir og gangandi að kíkja á hann á Menningarhátíð bæjarins í kvöld. Fram að þessu hafa skólahópar vílað fyrir sér að skoða stjörnuturninn vegna aðgengisins. Seltjarnarnesbær kostaði endurbætur á aðgenginu að turninum í sumar sem nú er lokið. Þórir Már Jónsson, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem á sjónaukann, segir að til komast í stjörnuturninn hafi þurft að klífa bratta og leiðinlega heimasmíðaða tréstiga. Nú sé hins vegar búið að saga úr gólfinu og smíða almennilegan hringstiga að sjónaukanum. Stjörnuskoðunarfélagið hefur alltaf verið opið fyrir almenningi af landinu öllu og fólki og hópum hefur staðið til boða að koma og skoða kíkinn. Aðgengið hefur hins vegar hamlað því undanfarin ár. „Við vitum hins vegar að margir hafa vílað fyrir sér að fara þarna upp, sérstaklega skólahópar. Ég veit að skólar hafa ekki viljað bera ábyrgð á því að fara með hóp af yngri krökkum í svona príl,‟ segir Þórir Már.Ólíklegt er að hægt verði að skoða stjörnur annað kvöld vegna veðurs en gestir geta kynnt sér starfsemi Stjörnuskoðunarfélagsins og skoðað útsýnið úr turninum.Stjörnuskoðunarfélag SeltjarnarnessOpnað formlega með opnu húsi á MenningarhátíðEndurbæturnar sem nú hafa verið gerðar eiga því að gera þægilegra fyrir skólahópa og aðra að koma í heimsókn og fá að kíkja á stjörnurnar.Opið hús verður í Valhúsaskóla kl. 20 í kvöld í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar þar sem stjörnuturninn verður formlega opnaður eftir endurbæturnar. Veðurspáin lofar ekki góðu fyrir stjörnuskoðun en Þórir Már segir að félagar Stjörnuskoðunarfélagsins verði engu að síður til taks til að kynna félagið og sýna aðstöðuna. „Það er allavegana hægt að skoða útsýnið yfir borgina. Það er ekkert leiðinlegt að kíkja út þarna úr turninum þó að sjónaukinn verði að bíða til betri tíma,‟ segir hann.
Seltjarnarnes Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira