Henry Cejudo slapp með brunasár á fæti þegar húsið hans brann en missti eina verðmætustu eignina sína.
Cejudo vann Ólympíugull í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 en þá var hann aðeins 21 árs gamall og varð um leið yngsti Ólympíumeistari Bandaríkjamanna í glímu.
Cejudo vakti mikla athygli í heimalandi sinu ekki síst fyrir þá staðreynd að hann er sonur ólöglega innflytjenda frá Mexikó og saga hans varð sögð í bókinni „American Victory.“
Cejudo náði ekki að fylgja þessu eftir því hann náði ekki að vinna sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á ÓL í London 2012 og ári seinni var hann búinn að skipta yfir í blandaðar bardagsíþróttir.
Henry Cejudo átti hinsvegar alltaf minningarnar og verðlaunin síns frá því Peking 2008 þegar hann vann Japanann Tomohiro Matsunaga í úrslitaglímunni. Eða þar til nú.
MMAFighting.com segir frá því að Cejudo hafi tapað Ólympíugullinu sínu í brunanum.
Cejudo hefur barist í blönduðum bardagaíþróttum frá árinu 2013 og hefur unnið 11 af 13 bardögum sínum til þessa. Næsti bardagi hans átti að vera 2. desember næstkomandi.
Olympic champion loses gold medal escaping California fire, report says https://t.co/1SmWTu3Iylpic.twitter.com/CUQmI3saLe
— NBC Sports (@NBCSports) October 10, 2017
