Odinga fer ekki aftur í forsetaframboð í Keníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2017 06:00 Raila Odinga vill að hætt sé við forsetakosningarnar. vísir/afp Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga verður ekki á kjörseðlinum þegar Keníumenn ganga til kosninga síðar í mánuðinum. Odinga laut í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í ágúst. Fékk Kenyatta 54 prósent atkvæða en Odinga 45 prósent. Þar sem þær kosningar voru dæmdar ólöglegar stóð til að kjósa aftur þann 26. október næstkomandi. Í tilkynningu frá flokki Odinga kemur fram að vegna ákvörðunar hans kveði reglur á um að það þurfi að hætta við kosningarnar. Það muni gefa óháðum aðilum nægan tíma til þess að leggjast í umbætur á kosningakerfinu svo hægt sé að halda sanngjarnar og löglegar kosningar. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar frá því í ágúst voru ógildu kosningarnar ógagnsæjar og niðurstöðurnar ósannreynanlegar. „Eftir að hafa skoðað stöðu okkar vandlega með tilliti til væntanlegra kosninga teljum við að það þjóni hagsmunum Keníumanna best að flokkurinn dragi forsetaframboð sitt til baka,“ sagði Odinga á blaðamannafundi. Sitjandi ríkisstjórn Keníu heldur því hins vegar fram að kosningar geti farið fram þann 26. október og sigurvegari þeirra verði svo svarinn inn í embætti. Odinga heldur því fram að enginn raunverulegur vilji sé til úrbóta á meðal stjórnarliða. Odinga kallaði eftir mótmælum í gær. Studdist hann við slagorðið „Engar umbætur = engar kosningar“. Hann, sem og flokkabandalagið sem hann er í forsvari fyrir, hafði áður sagt að ekkert yrði af framboði Odinga nema í umbætur yrði ráðist. Strax í kjölfar kosninga ágústmánaðar krafðist Odinga þess að niðurstöður kosninganna yrðu ógiltar. Hann sagðist jafnframt hafa grun um að brögð væru í tafli strax á kjördag. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar mátu kosningarnar hins vegar löglegar áður en hæstiréttur ógilti niðurstöðu þeirra. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu þær til að mynda rétt framkvæmdar þótt fjöldi ógildra kjörseðla væri áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38 Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga verður ekki á kjörseðlinum þegar Keníumenn ganga til kosninga síðar í mánuðinum. Odinga laut í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í ágúst. Fékk Kenyatta 54 prósent atkvæða en Odinga 45 prósent. Þar sem þær kosningar voru dæmdar ólöglegar stóð til að kjósa aftur þann 26. október næstkomandi. Í tilkynningu frá flokki Odinga kemur fram að vegna ákvörðunar hans kveði reglur á um að það þurfi að hætta við kosningarnar. Það muni gefa óháðum aðilum nægan tíma til þess að leggjast í umbætur á kosningakerfinu svo hægt sé að halda sanngjarnar og löglegar kosningar. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar frá því í ágúst voru ógildu kosningarnar ógagnsæjar og niðurstöðurnar ósannreynanlegar. „Eftir að hafa skoðað stöðu okkar vandlega með tilliti til væntanlegra kosninga teljum við að það þjóni hagsmunum Keníumanna best að flokkurinn dragi forsetaframboð sitt til baka,“ sagði Odinga á blaðamannafundi. Sitjandi ríkisstjórn Keníu heldur því hins vegar fram að kosningar geti farið fram þann 26. október og sigurvegari þeirra verði svo svarinn inn í embætti. Odinga heldur því fram að enginn raunverulegur vilji sé til úrbóta á meðal stjórnarliða. Odinga kallaði eftir mótmælum í gær. Studdist hann við slagorðið „Engar umbætur = engar kosningar“. Hann, sem og flokkabandalagið sem hann er í forsvari fyrir, hafði áður sagt að ekkert yrði af framboði Odinga nema í umbætur yrði ráðist. Strax í kjölfar kosninga ágústmánaðar krafðist Odinga þess að niðurstöður kosninganna yrðu ógiltar. Hann sagðist jafnframt hafa grun um að brögð væru í tafli strax á kjördag. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar mátu kosningarnar hins vegar löglegar áður en hæstiréttur ógilti niðurstöðu þeirra. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu þær til að mynda rétt framkvæmdar þótt fjöldi ógildra kjörseðla væri áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38 Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38
Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46