Verstu, næstverstu og þriðju verstu úrslitin öll á vakt Bjarna Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 16:17 Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Vísir/Anton Brink Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum er það næstminnsta í sögu flokksins og hefur þingflokkurinn aldrei verið minni, þó flokkurinn sé vissulega áfram sá stærsti á þingi. Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Fyrir þingkosningarnar árið 2009, þær fyrstu eftir hrun, hafði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fengið minna en 27 prósenta fylgi. Flokkurinn hlaut 27,2 prósent í kosningunum árið 1987 undir stjórn Þorsteins Pálssonar þegar flokkurinn klofnaði og Borgaraflokkurinn bauð fram. Árið 2009 hlaut flokkurinn hinsvegar aðeins 23,7 prósenta fylgi og nýtt met var slegið. Árið 2013 hlaut flokkurinn 26,7 prósenta fylgi og nú 25,2 prósenta fylgi. Bestu úrslit flokksins í stjórnartíð Bjarna eru 29 prósenta fylgi í fyrra, en það eru jafnframt fimmtu verstu úrslit flokksins frá upphafi. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir þetta fylgistap flokksins, í sögulegu samhengi, stafa af mörgum ólíkum þáttum. Hrunið sé einn þeirra, innanborðsdeilur um Evrópusambandið annar.Fortíð Bjarna í atvinnulífinu ekki hjálpað „Kosningatapið árið 2009 endurspeglaði það að kjósendur töldu margir hverjir Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð á hruninu,“ segir Stefanía. „Síðan verður ákveðið uppbrot á hægri vængnum út af Evrópumálum. Við getum sagt að ýmsir kjósendur sem höfðu stutt Sjálfstæðisflokkinn í grunninn en voru Evrópusinnaðir hafi verið að kjósa annað en Sjálfstæðisflokkinn 2009 og 2013, jafnvel.“ Evrópudeilan sem Stefanía vísar til leiddi svo til klofnings fyrir kosningarnar í fyrra, þegar Viðreisn bauð fram í fyrsta sinn. Sá flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn fengu þá samanlagt um fjörutíu prósenta fylgi, sem Stefanía bendir á að hefði þótt gott fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér áður fyrr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Vísir/HörðurÍ nýafstaðinni kosningabaráttu var talsvert gert úr þátttöku Bjarna í atvinnulífinu fyrir hrun og telur Stefanía að það hafi ekki hjálpað flokknum. Þá stóð til að Sjálfstæðismenn héldu landsfund sinn um þetta leyti áður en til kosninga var boðað. „Varaformaður flokksins hafði þá fallið frá og það gafst ekki tækifæri til að endurnýja umboð forystunnar,“ bendir Stefanía á. „Það átti að vera landsfundur nú í nóvember en það verkefni bíður.“ Að lokum nefnir Stefanía það að í dag sé fólk ef til vill ólíklegra til þess að tengja sig við stjórnmálaflokka en áður fyrr. Stjórnmálaþátttaka geti í dag falist í svo mörgu öðru en að skrá sig í flokk.Öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill Athyglisvert verður að sjá hvort þessi úrslit muni hafa nokkur áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar sem formanns þegar loks kemur að landsfundi, þá sérstaklega ef svo fer að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki með í ríkisstjórn. Á annan bóginn hafa úrslit á hans vakt verið sögulega slæm en á hinn bóginn hefur flokkurinn lengst af verið í ríkisstjórn. Á annan bóginn er Bjarni ítrekað gagnrýndur fyrir mál sem snerta hann eða fjölskyldu hans en á hinn bóginn fær Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað mjög góða kosningu í kjördæmi Bjarna, Suðvesturkjördæmi. „Það hefur oft verið mikið að honum sótt en hann stendur þetta nú mest af sér,“ segir Stefanía. „Og hann er nú orðinn verulega reyndur stjórnmálamaður. Það er spurning hvernig þessi úrslit koma inn í samkeppni manna um völdin innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni virðist, utan frá séð, í sterkri stöðu þar sem fólk hefur ekki getað bent á aðra valkosti en hann. Eins og ég lít á það, er Bjarni öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill vera í því.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum er það næstminnsta í sögu flokksins og hefur þingflokkurinn aldrei verið minni, þó flokkurinn sé vissulega áfram sá stærsti á þingi. Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Fyrir þingkosningarnar árið 2009, þær fyrstu eftir hrun, hafði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fengið minna en 27 prósenta fylgi. Flokkurinn hlaut 27,2 prósent í kosningunum árið 1987 undir stjórn Þorsteins Pálssonar þegar flokkurinn klofnaði og Borgaraflokkurinn bauð fram. Árið 2009 hlaut flokkurinn hinsvegar aðeins 23,7 prósenta fylgi og nýtt met var slegið. Árið 2013 hlaut flokkurinn 26,7 prósenta fylgi og nú 25,2 prósenta fylgi. Bestu úrslit flokksins í stjórnartíð Bjarna eru 29 prósenta fylgi í fyrra, en það eru jafnframt fimmtu verstu úrslit flokksins frá upphafi. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir þetta fylgistap flokksins, í sögulegu samhengi, stafa af mörgum ólíkum þáttum. Hrunið sé einn þeirra, innanborðsdeilur um Evrópusambandið annar.Fortíð Bjarna í atvinnulífinu ekki hjálpað „Kosningatapið árið 2009 endurspeglaði það að kjósendur töldu margir hverjir Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð á hruninu,“ segir Stefanía. „Síðan verður ákveðið uppbrot á hægri vængnum út af Evrópumálum. Við getum sagt að ýmsir kjósendur sem höfðu stutt Sjálfstæðisflokkinn í grunninn en voru Evrópusinnaðir hafi verið að kjósa annað en Sjálfstæðisflokkinn 2009 og 2013, jafnvel.“ Evrópudeilan sem Stefanía vísar til leiddi svo til klofnings fyrir kosningarnar í fyrra, þegar Viðreisn bauð fram í fyrsta sinn. Sá flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn fengu þá samanlagt um fjörutíu prósenta fylgi, sem Stefanía bendir á að hefði þótt gott fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér áður fyrr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Vísir/HörðurÍ nýafstaðinni kosningabaráttu var talsvert gert úr þátttöku Bjarna í atvinnulífinu fyrir hrun og telur Stefanía að það hafi ekki hjálpað flokknum. Þá stóð til að Sjálfstæðismenn héldu landsfund sinn um þetta leyti áður en til kosninga var boðað. „Varaformaður flokksins hafði þá fallið frá og það gafst ekki tækifæri til að endurnýja umboð forystunnar,“ bendir Stefanía á. „Það átti að vera landsfundur nú í nóvember en það verkefni bíður.“ Að lokum nefnir Stefanía það að í dag sé fólk ef til vill ólíklegra til þess að tengja sig við stjórnmálaflokka en áður fyrr. Stjórnmálaþátttaka geti í dag falist í svo mörgu öðru en að skrá sig í flokk.Öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill Athyglisvert verður að sjá hvort þessi úrslit muni hafa nokkur áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar sem formanns þegar loks kemur að landsfundi, þá sérstaklega ef svo fer að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki með í ríkisstjórn. Á annan bóginn hafa úrslit á hans vakt verið sögulega slæm en á hinn bóginn hefur flokkurinn lengst af verið í ríkisstjórn. Á annan bóginn er Bjarni ítrekað gagnrýndur fyrir mál sem snerta hann eða fjölskyldu hans en á hinn bóginn fær Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað mjög góða kosningu í kjördæmi Bjarna, Suðvesturkjördæmi. „Það hefur oft verið mikið að honum sótt en hann stendur þetta nú mest af sér,“ segir Stefanía. „Og hann er nú orðinn verulega reyndur stjórnmálamaður. Það er spurning hvernig þessi úrslit koma inn í samkeppni manna um völdin innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni virðist, utan frá séð, í sterkri stöðu þar sem fólk hefur ekki getað bent á aðra valkosti en hann. Eins og ég lít á það, er Bjarni öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill vera í því.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira