Buffon: Aðeins sigur í Meistaradeildinni kemur í veg fyrir að hann hætti í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 08:00 Gianluigi Buffon var flottur á verðlaunahátíð FIFA. Vísir/Getty Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, ætlar að leggja skóna á hilluna næsta sumar og það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri ákvörðun hans. Buffon var valinn besti markvörður heims á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið en hann er orðinn 39 ára gamall. Buffon stefnir á það að spila með Ítölum á HM í Rússlandi næsta sumar en ítalska landsliðið, ólíkt því íslenska, á enn eftir að tryggja sér farseðilinn þangað. Buffon hefur spilað 633 leiki fyrir Juventus og 173 leiki fyrir ítalska landsliðið. Juventus hefur tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum en sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili myndi breyta plönum Buffon. „Þetta er mitt síðasta tímabil og ég hef hingað til verið nokkuð öruggur að halda mig við mínar ákvarðanir,“ sagði Gianluigi Buffon við Sky Italia en BBC segir frá. „Eitt eða tvö ár í viðbót myndu hvorki bæta við eða taka frá því sem ég hef þegar afrekað á ferlinum,“ sagði Buffon. „Það eina sem gæti breytt þessu væri ef við næðum að vinna Meistaradeildina. Þá myndi ég vilja fá tækifæri til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. (Wojciech) Szczesny gæti þá spilað einn leik og ég svo þann næsta,“ sagði Buffon. „Með markvörð eins og hann í liðinu þá er eðlilegt að ég stígi til hliðar á næsta ári,“ sagði Buffon. Gianluigi Buffon hóf feril sinn hjá Parma en Juventus keypti hann fyrir metupphæð fyrir markvörð árið 2001. Hann varð heimsmeistari með Ítölum 2006 og hefur tíu sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari en hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina.Gianluigi Buffon.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, ætlar að leggja skóna á hilluna næsta sumar og það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri ákvörðun hans. Buffon var valinn besti markvörður heims á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið en hann er orðinn 39 ára gamall. Buffon stefnir á það að spila með Ítölum á HM í Rússlandi næsta sumar en ítalska landsliðið, ólíkt því íslenska, á enn eftir að tryggja sér farseðilinn þangað. Buffon hefur spilað 633 leiki fyrir Juventus og 173 leiki fyrir ítalska landsliðið. Juventus hefur tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum en sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili myndi breyta plönum Buffon. „Þetta er mitt síðasta tímabil og ég hef hingað til verið nokkuð öruggur að halda mig við mínar ákvarðanir,“ sagði Gianluigi Buffon við Sky Italia en BBC segir frá. „Eitt eða tvö ár í viðbót myndu hvorki bæta við eða taka frá því sem ég hef þegar afrekað á ferlinum,“ sagði Buffon. „Það eina sem gæti breytt þessu væri ef við næðum að vinna Meistaradeildina. Þá myndi ég vilja fá tækifæri til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. (Wojciech) Szczesny gæti þá spilað einn leik og ég svo þann næsta,“ sagði Buffon. „Með markvörð eins og hann í liðinu þá er eðlilegt að ég stígi til hliðar á næsta ári,“ sagði Buffon. Gianluigi Buffon hóf feril sinn hjá Parma en Juventus keypti hann fyrir metupphæð fyrir markvörð árið 2001. Hann varð heimsmeistari með Ítölum 2006 og hefur tíu sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari en hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina.Gianluigi Buffon.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Sjá meira