Stríðsleikur í Tékklandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. október 2017 06:00 Dagný skoraði sigurmark Íslands með skalla á 44. mínútu vísir/anna Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur við niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum eftir leik í gær „Ég er sáttur við stigið en okkur langaði í þrjú stig og reyndum að teygja okkur eftir því. Heildarniðurstaðan, fjögur stig á útivelli á móti þessum liðum, er bara góð,“ sagði Freyr. Leikurinn var mjög jafn og stóðu tékknesku stelpurnar vel á móti sterkum Íslendingum. „Þetta var stríðsleikur, við getum orðað það þannig. Það var örugglega sett Evrópumet í návígjum um allan völl. Bæði lið, allir leikmenn, gáfu allt sitt í verkefnið og börðust grimmilega um hvern einasta bolta, ég held að það lýsi leiknum best.“ Freyr er þekktur fyrir að vinna undirbúningsvinnu sína vel fyrir leiki og var engin breyting þar á í þetta skipti, þrátt fyrir að hann hafi tapað einhverjum gögnum úr tölvunni hjá sér fyrir leik. „Þeir komu okkur ekki á óvart. Ég viðurkenni það samt að það var flott fyrir þær að sjá hversu öflugar þær voru í slagsmálunum. Við vissum alveg hversu gott liðið var, en þær náðu að mæta okkur á köflum í allri baráttu út um allan völl.“ Hvað var það sem landsliðsþjálfarinn tók helst út úr frammistöðu íslenska liðsins í gær? „Ég tek fyrst og síðast hugarfarið og viljann í verkefnið að teygja sig eftir þremur stigum. Svo tökum við að sjálfsögðu stigið. Við erum eina liðið af þessum þremur í toppbaráttunni sem er taplaust og við förum inn í nýtt ár með örlögin í okkar eigin höndum og það er staða sem ég hefði alltaf tekið fyrirfram.“ Elín Metta Jensen fór á kostum í leiknum í gær og kórónaði frammistöðu sína með því að leggja upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þær tvær virðast ná einstaklega vel saman, en Elín lagði upp bæði mörk Dagnýjar í leiknum gegn Þýskalandi á föstudaginn. Ísland er með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnt að stigum og Tékkar en tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Íslendingar eiga þó leik til góða á bæði lið, og standa vel að vígi eftir að hafa tekið fjögur af sex mögulegum stigum gegn þessum þjóðum á útivelli. Aðspurður hvort það væri ekki ásættanleg niðurstaða og eitthvað sem hann hefði tekið fyrirfram sagði Freyr: „Algjörlega. Annað er bara frekja. Þetta er bara mjög jákvætt og gott, frammistaðan í heildina góð.“ „Eins og ég sagði fyrir þetta verkefni, við erum að spila seint í október á móti tveimur mjög sterkum liðum á útivelli. Fjögur stig er frábær árangur. Ef við hefðum náð í sex hefði það verið stórkostlegt og við vorum í dauðafæri til þess, reyndum, en við förum sátt heim með fjögur,“ sagði Freyr Alexandersson. Næstu leikir Íslendinga í undankeppninni eru ekki fyrr en apríl, en þá mæta stelpurnar Slóvenum og Færeyingum úti. Þrír síðustu leikirnir fara svo fram á Laugardalsvelli, í júní og september 2018. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04 Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur við niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum eftir leik í gær „Ég er sáttur við stigið en okkur langaði í þrjú stig og reyndum að teygja okkur eftir því. Heildarniðurstaðan, fjögur stig á útivelli á móti þessum liðum, er bara góð,“ sagði Freyr. Leikurinn var mjög jafn og stóðu tékknesku stelpurnar vel á móti sterkum Íslendingum. „Þetta var stríðsleikur, við getum orðað það þannig. Það var örugglega sett Evrópumet í návígjum um allan völl. Bæði lið, allir leikmenn, gáfu allt sitt í verkefnið og börðust grimmilega um hvern einasta bolta, ég held að það lýsi leiknum best.“ Freyr er þekktur fyrir að vinna undirbúningsvinnu sína vel fyrir leiki og var engin breyting þar á í þetta skipti, þrátt fyrir að hann hafi tapað einhverjum gögnum úr tölvunni hjá sér fyrir leik. „Þeir komu okkur ekki á óvart. Ég viðurkenni það samt að það var flott fyrir þær að sjá hversu öflugar þær voru í slagsmálunum. Við vissum alveg hversu gott liðið var, en þær náðu að mæta okkur á köflum í allri baráttu út um allan völl.“ Hvað var það sem landsliðsþjálfarinn tók helst út úr frammistöðu íslenska liðsins í gær? „Ég tek fyrst og síðast hugarfarið og viljann í verkefnið að teygja sig eftir þremur stigum. Svo tökum við að sjálfsögðu stigið. Við erum eina liðið af þessum þremur í toppbaráttunni sem er taplaust og við förum inn í nýtt ár með örlögin í okkar eigin höndum og það er staða sem ég hefði alltaf tekið fyrirfram.“ Elín Metta Jensen fór á kostum í leiknum í gær og kórónaði frammistöðu sína með því að leggja upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þær tvær virðast ná einstaklega vel saman, en Elín lagði upp bæði mörk Dagnýjar í leiknum gegn Þýskalandi á föstudaginn. Ísland er með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnt að stigum og Tékkar en tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Íslendingar eiga þó leik til góða á bæði lið, og standa vel að vígi eftir að hafa tekið fjögur af sex mögulegum stigum gegn þessum þjóðum á útivelli. Aðspurður hvort það væri ekki ásættanleg niðurstaða og eitthvað sem hann hefði tekið fyrirfram sagði Freyr: „Algjörlega. Annað er bara frekja. Þetta er bara mjög jákvætt og gott, frammistaðan í heildina góð.“ „Eins og ég sagði fyrir þetta verkefni, við erum að spila seint í október á móti tveimur mjög sterkum liðum á útivelli. Fjögur stig er frábær árangur. Ef við hefðum náð í sex hefði það verið stórkostlegt og við vorum í dauðafæri til þess, reyndum, en við förum sátt heim með fjögur,“ sagði Freyr Alexandersson. Næstu leikir Íslendinga í undankeppninni eru ekki fyrr en apríl, en þá mæta stelpurnar Slóvenum og Færeyingum úti. Þrír síðustu leikirnir fara svo fram á Laugardalsvelli, í júní og september 2018.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04 Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti