Seinni bylgjan: Spurningin sem enginn hatar meira en Snorri Steinn Guðjónsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 10:00 Tómas Þór Þórðarson og strákarnir í Seinni bylgjunni tók fyrir stöðu Snorra Steins Guðjónssonar, annars þjálfara Valsliðsins í þættinum í gær. Valsliðið spilaði afar dapran sóknarleik í stórtap á móti FH í toppslag deildarinnar á sunnudaginn. „Endalausa spurningin er, spurning sem einn maður hatar meira en allt í heiminum og það er hann sjálfur, Snorri Steinn Guðjónsson,“ sagði Tómas Þór sem var þá að vísa í það að Snorri Steinn hefur ekki spilað með Valsliðinu í vetur. Það héldu flestir að hann ætlaði að vera spilandi þjálfari á þessu tímabili. Snorri Steinn ætlar sér að gera alvöru leikstjórnanda úr Ými Erni Gíslasyni sem hefur fengið að spila mikið á miðjunni í sókn Vals. Það hefur hinsvegar ekki gengið alltof vel. „Menn bíða eftir meiru frá Ými. Hann var meiddur í undirbúningnum og það mæðir mikið á honum í varnarleiknum. Ég veit bara ekki hvort hann sé í standi til þess að taka sóknina líka. Þá er það spurningin hvort Snorri eigi ekki að létta það af honum og spila sjálfur á móti Antoni á miðjunni í sókn. Taka kannski 50 prósent á móti honum. Ég veit það ekki en hann bara stýrir því sjálfur,“ sagði Dagur Sigurðsson sem var spekingur þáttarins í gær með Sigfúsi Sigurðssyni. „Fyrst og fremst þarf liðið í heild á ná meiri rytma og meiri hraða. Passa það að vera ekki svona útreiknalegir,“ bætti Dagur við. Snorri Steinn hefur ekki gefið mikið af sér í upphafi tímabils hvað varðandi viðtöl og annað en Dagur býst við meiru frá honum. „Ég held að það eigi eftir að koma meira. Ég held að hann eigi eftir að koma inn á völlinn. Við megum ekki gleyma því að þetta eru fyrstu sjö, átta leikir hans á þjálfaraferlinum og hann er að koma inn í samstarf með Gulla. Þeir eru kannski ennþá að finna fjalirnar og Gulli er mjög reynslumikill þjálfari úr deildinni. Það er ekkert skrýtið að hann sé leiðandi í þessu enda þekkir hann þetta landslag vel,“ sagði Dagur. Það má finna alla umræðuna um Snorra Stein í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Tómas Þór Þórðarson og strákarnir í Seinni bylgjunni tók fyrir stöðu Snorra Steins Guðjónssonar, annars þjálfara Valsliðsins í þættinum í gær. Valsliðið spilaði afar dapran sóknarleik í stórtap á móti FH í toppslag deildarinnar á sunnudaginn. „Endalausa spurningin er, spurning sem einn maður hatar meira en allt í heiminum og það er hann sjálfur, Snorri Steinn Guðjónsson,“ sagði Tómas Þór sem var þá að vísa í það að Snorri Steinn hefur ekki spilað með Valsliðinu í vetur. Það héldu flestir að hann ætlaði að vera spilandi þjálfari á þessu tímabili. Snorri Steinn ætlar sér að gera alvöru leikstjórnanda úr Ými Erni Gíslasyni sem hefur fengið að spila mikið á miðjunni í sókn Vals. Það hefur hinsvegar ekki gengið alltof vel. „Menn bíða eftir meiru frá Ými. Hann var meiddur í undirbúningnum og það mæðir mikið á honum í varnarleiknum. Ég veit bara ekki hvort hann sé í standi til þess að taka sóknina líka. Þá er það spurningin hvort Snorri eigi ekki að létta það af honum og spila sjálfur á móti Antoni á miðjunni í sókn. Taka kannski 50 prósent á móti honum. Ég veit það ekki en hann bara stýrir því sjálfur,“ sagði Dagur Sigurðsson sem var spekingur þáttarins í gær með Sigfúsi Sigurðssyni. „Fyrst og fremst þarf liðið í heild á ná meiri rytma og meiri hraða. Passa það að vera ekki svona útreiknalegir,“ bætti Dagur við. Snorri Steinn hefur ekki gefið mikið af sér í upphafi tímabils hvað varðandi viðtöl og annað en Dagur býst við meiru frá honum. „Ég held að það eigi eftir að koma meira. Ég held að hann eigi eftir að koma inn á völlinn. Við megum ekki gleyma því að þetta eru fyrstu sjö, átta leikir hans á þjálfaraferlinum og hann er að koma inn í samstarf með Gulla. Þeir eru kannski ennþá að finna fjalirnar og Gulli er mjög reynslumikill þjálfari úr deildinni. Það er ekkert skrýtið að hann sé leiðandi í þessu enda þekkir hann þetta landslag vel,“ sagði Dagur. Það má finna alla umræðuna um Snorra Stein í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira