Fullkomin kaka fyrir sunnudagsbaksturinn Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2017 14:00 Eva kann þetta. Stjörnukokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir kann sitthvað fyrir sér í eldhúsinu og sýnir hún fylgjendum sínum hvernig eigi að matreiða ómótstæðilega döðluköku með karamellu á bloggsíðu sinni. Hér að neðan má kynna sér málið en kakan er algjörlega fullkomin á þessum haustsunnudegi. Döðlukaka með karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 salt 1/2 vanillu extract, eða dropar 1 1/2 tsk lyftiduft Aðferð: Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki far heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mistökum nokkrum sinnum) Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og einu eggi saman við og þeytið í mínútu á milli. Setjið þurrefninsaman við ásamt vanillu. Þeytið í smá stund og bætið síðan döðlumaukinu saman við í þremur skömmtum. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.Heimsins besta karamellusósa 120 g smjör 1 1/2 dl rjómi 120 g púðursykur Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Berið kökuna fram með rjóma eða ís Eftirréttir Eva Laufey Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Stjörnukokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir kann sitthvað fyrir sér í eldhúsinu og sýnir hún fylgjendum sínum hvernig eigi að matreiða ómótstæðilega döðluköku með karamellu á bloggsíðu sinni. Hér að neðan má kynna sér málið en kakan er algjörlega fullkomin á þessum haustsunnudegi. Döðlukaka með karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 salt 1/2 vanillu extract, eða dropar 1 1/2 tsk lyftiduft Aðferð: Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki far heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mistökum nokkrum sinnum) Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og einu eggi saman við og þeytið í mínútu á milli. Setjið þurrefninsaman við ásamt vanillu. Þeytið í smá stund og bætið síðan döðlumaukinu saman við í þremur skömmtum. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.Heimsins besta karamellusósa 120 g smjör 1 1/2 dl rjómi 120 g púðursykur Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Berið kökuna fram með rjóma eða ís
Eftirréttir Eva Laufey Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira