Erlent

Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás á mosku þar sem 32 létust

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fyrir utan Shiite moskuna eftir skot- og sprengjuárásina í gær.
Fyrir utan Shiite moskuna eftir skot- og sprengjuárásina í gær. Vísir/EPA
Tugir féllu eftir tvær sjálfsmorðsárásir á moskur í Afganistan í gær. Vopnaður maður hóf skothríð í Shiite moskuna í Kabúl höfuðborg Afganistan og sprengdi sig svo í loft upp. Ríki Íslam hefur nú tekið ábyrgð á þeirri árás en að minnsta kosti 32 létu lífið og 41 særðist. Sendi Ríki Íslam út tilkynningu um að vígamaður á þeirra vegum hafi farið í moskuna klæddur sprengjuvesti. Samkvæmt frétt NY Times sáu sjónarvottar óttaslegið fólk flýja berfætt út úr moskunni.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á annarri árás sem fór fram í mosku í Ghor héraði. Minnst tíu féllu í árásinni en hugsanlegt er að hún hafi beinst að mikilsmetnum stjórnmálamanni. Óttast er að tala látinna vegna þessara árása muni hækka. Mikill fjöldi var í moskunum þegar sprengjuárásirnar voru gerðar þar sem bænastundir stóðu yfir.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×