Viktor Gísli æfði með ofurstjörnum PSG: „Þetta var draumi líkast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2017 09:45 Viktor Gísli Hallgrímsson þurfti að glíma við skot frá Nikola Karabatic og Mikkel Hansen. vísir/getty/ernir Viktor Gísli Hallgrímsson, 17 ára gamall unglingalandsliðsmaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, æfði með Paris Saint-Germain í vikunni en Frakklandsmeistararnir eru með eitt allra besta lið heims. Parísarliðið bauð Viktori í heimsókn en hann fór út á þriðjudaginn og kom aftur heim í gær. Hann gekkst undir læknisskoðun ytra og æfði svo einu sinni með ofurstjörnum PSG sem var eðlilega mikil upplifun fyrir þennan gríðarlega efnilega markvörð. „Þetta var rosalegt, alveg draumi líkast,“ segir Viktor Gísli en hann þurfti þarna að glíma við skot frá heims- og Evrópumeisturum á borð við Uwe Gensheimer, Luc Abalo, Mikkel Hansen, Daniel Narcisse og Nikola Karabatic. „Þessir menn eru náttúrlega rosalegir. Maður hélt stundum að maður væri að fara að verja eitthvað en þá fór boltinn bara í skeytin.“ Viktor Gísli átti varla orð til að lýsa aðstæðum hjá Frakklandsmeisturunum sem eru nú komnir með íslenska markvörðinn á radarinn og hver veit nema hann verði í framtíðinni fenginn til að leysa af Thierry Omeyer í markinu hjá PSG. „Þetta kveikir auðvitað enn frekari neista í manni en nú fer maður bara aftur að hugsa um Fram og næsta deildarleik á sunnudaginn. Þetta var gaman en nú er það bara deildin hérna heima,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson. Fram mætir nýliðum Víkings í Víkinni klukkan 17.00 á sunnudaginn þegar að sjöunda umferðin verður spiluð í heild sinni. Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson, 17 ára gamall unglingalandsliðsmaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, æfði með Paris Saint-Germain í vikunni en Frakklandsmeistararnir eru með eitt allra besta lið heims. Parísarliðið bauð Viktori í heimsókn en hann fór út á þriðjudaginn og kom aftur heim í gær. Hann gekkst undir læknisskoðun ytra og æfði svo einu sinni með ofurstjörnum PSG sem var eðlilega mikil upplifun fyrir þennan gríðarlega efnilega markvörð. „Þetta var rosalegt, alveg draumi líkast,“ segir Viktor Gísli en hann þurfti þarna að glíma við skot frá heims- og Evrópumeisturum á borð við Uwe Gensheimer, Luc Abalo, Mikkel Hansen, Daniel Narcisse og Nikola Karabatic. „Þessir menn eru náttúrlega rosalegir. Maður hélt stundum að maður væri að fara að verja eitthvað en þá fór boltinn bara í skeytin.“ Viktor Gísli átti varla orð til að lýsa aðstæðum hjá Frakklandsmeisturunum sem eru nú komnir með íslenska markvörðinn á radarinn og hver veit nema hann verði í framtíðinni fenginn til að leysa af Thierry Omeyer í markinu hjá PSG. „Þetta kveikir auðvitað enn frekari neista í manni en nú fer maður bara aftur að hugsa um Fram og næsta deildarleik á sunnudaginn. Þetta var gaman en nú er það bara deildin hérna heima,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson. Fram mætir nýliðum Víkings í Víkinni klukkan 17.00 á sunnudaginn þegar að sjöunda umferðin verður spiluð í heild sinni.
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni