Andy Dick rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2017 19:27 Leikarinn Andy Dick. Leikarinn Andy Dick hefur verið rekinn úr leikaraliði myndarinnar Raising Buchanan vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun við tökur myndarinnar. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en þar hafnar leikarinn ásökunum um að hafa káfað á einhverjum á tökustað en segir þó þetta: „Ég gæti hafa kysst einhverja á kinnina þegar ég var að kveðja þá og síðan sleikt á þeim kinnina. Það er eitt af því sem ég geri.“ Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að Dick hafi verið sakaður um að grípa í kynfæri þeirra sem störfuðu á tökustað, kysst einhverja gegn þeirra vilja og óskað eftir að fá að stunda kynlíf með nokkrum þeirra . Hollywood Reporter segir óvitað hvort þetta athæfi leikarans hafi beinst gegn öðrum leikurum myndarinnar eða þeim sem voru hluti af tökuteymi hennar. Dick staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að hann hefði verið með lítið hlutverk í myndinni en að ákveðið hefði verið að láta hann fara. Leikarinn hefur áður komist í kast við lögin. Hann er þekktur fyrir sérkennilega kímnigáfu og fyrir að reyna hvað hann getur að ganga fram af fólki. Í samtali við Hollywood Reporter sagðist hann meðvitaður um orðið sem færi af honum og grínaðist með að „ósæmileg hegðun“ væri hans annað nafn. Hann gekkst við því að ástandið í Hollywood væri viðkvæmt vegna Harvey Weinstein-málsins en neitaði því staðfastlega að hafa káfað á einhverjum við tökur myndarinnar eða berað á sér kynfærin. Hann sagði ástandið á tökustað myndarinnar hafa orðið sérlega viðkvæmt, og hann hafi ekki bætt úr skák þegar hann fór að ræða mál Harvey Weinsteins, en hann hefur gert tvær kvikmyndir með honum. Hann sagði að kvikmyndagerðarmennirnir hafi mögulega orðið reiðir þegar þeir túlkuðu orð leikarans um Weinstein sem mögulega vörn. „Fólk er svo viðkvæmt,“ sagði Andy Dick við Hollywood Reporter. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Dellis. Rene Auberjonios, Amanda Melby, Shannon Whirry og M. Emmet Walsh fara með aðalhlutverk hennar. Myndin segir frá konu sem ákveður að stela líki fyrrum forseta Bandaríkjanna í von um lausnarfé. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Leikarinn Andy Dick hefur verið rekinn úr leikaraliði myndarinnar Raising Buchanan vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun við tökur myndarinnar. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en þar hafnar leikarinn ásökunum um að hafa káfað á einhverjum á tökustað en segir þó þetta: „Ég gæti hafa kysst einhverja á kinnina þegar ég var að kveðja þá og síðan sleikt á þeim kinnina. Það er eitt af því sem ég geri.“ Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að Dick hafi verið sakaður um að grípa í kynfæri þeirra sem störfuðu á tökustað, kysst einhverja gegn þeirra vilja og óskað eftir að fá að stunda kynlíf með nokkrum þeirra . Hollywood Reporter segir óvitað hvort þetta athæfi leikarans hafi beinst gegn öðrum leikurum myndarinnar eða þeim sem voru hluti af tökuteymi hennar. Dick staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að hann hefði verið með lítið hlutverk í myndinni en að ákveðið hefði verið að láta hann fara. Leikarinn hefur áður komist í kast við lögin. Hann er þekktur fyrir sérkennilega kímnigáfu og fyrir að reyna hvað hann getur að ganga fram af fólki. Í samtali við Hollywood Reporter sagðist hann meðvitaður um orðið sem færi af honum og grínaðist með að „ósæmileg hegðun“ væri hans annað nafn. Hann gekkst við því að ástandið í Hollywood væri viðkvæmt vegna Harvey Weinstein-málsins en neitaði því staðfastlega að hafa káfað á einhverjum við tökur myndarinnar eða berað á sér kynfærin. Hann sagði ástandið á tökustað myndarinnar hafa orðið sérlega viðkvæmt, og hann hafi ekki bætt úr skák þegar hann fór að ræða mál Harvey Weinsteins, en hann hefur gert tvær kvikmyndir með honum. Hann sagði að kvikmyndagerðarmennirnir hafi mögulega orðið reiðir þegar þeir túlkuðu orð leikarans um Weinstein sem mögulega vörn. „Fólk er svo viðkvæmt,“ sagði Andy Dick við Hollywood Reporter. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Dellis. Rene Auberjonios, Amanda Melby, Shannon Whirry og M. Emmet Walsh fara með aðalhlutverk hennar. Myndin segir frá konu sem ákveður að stela líki fyrrum forseta Bandaríkjanna í von um lausnarfé.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira