Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 15:44 Harvey Weinstein var þar til fyrir skömmu einn valdamesti maður Hollywood. Hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu eftir að fjöldi kvenna hafði greint opinberlega frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu Weinstein. Vísir/Getty Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. Rannsakar nú lögreglan meint kynferðisbrot Weinstein gegn sjö konum sem eiga að hafa átt sér stað frá því seint á níunda áratugnum og allt til ársins 2015. Rannsóknin gengur undir nafninu Kaguyak-aðgerðin og voru brot Weinstein öll tilkynnt lögreglu á tímabilinu 12. til 28. október. Ein kvennanna kveðst hafa verið áreitt af Weinstein í London seint á níunda áratugnum. Önnur segir að hann hafi brotið gegn henni í Westminster-hverfinu í London árið 1992, þriðja konan segir frá broti sem á að hafa átt sér stað 1994 og sú fjórða segir að kvikmyndamógúllinn hafi brotið gegn sér um miðjan tíunda áratuginn. Einnig til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum Þá segja tvær kvennanna að Weinstein hafi brotið á þeim þrisvar sinnum. Önnur þeirra segir hann hafa brotið á sér árið 2010, 2011og 2015 og hin segir að fyrsta brotið hafi átt sér stað utan Bretlands árið 2012 og síðan í London árin 2013 og 2014. Sjöunda tilkynningin kemur síðan frá konu sem segir að Weinstein hafi brotið á henni utan Bretlands á níunda áratugnum. Þeirri tilkynningu verður komið áleiðis til þartilbærra yfirvalda og sem og önnur meint brot sem eiga að hafa átt sér stað annars staðar en í Bretlandi. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina að því er fram kemur á vef Guardian en Weinstein hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um kynferðislega áreitni og kynferðisbrot gegn konum. Tugir kvenna hafa síðustu vikur stigið fram og sagt frá áreitni og brotum Weinstein en auk bresku lögreglunnar eru lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum með kvikmyndaframleiðandann til rannsóknar. Bretland Mál Harvey Weinstein Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17 Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47 Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. Rannsakar nú lögreglan meint kynferðisbrot Weinstein gegn sjö konum sem eiga að hafa átt sér stað frá því seint á níunda áratugnum og allt til ársins 2015. Rannsóknin gengur undir nafninu Kaguyak-aðgerðin og voru brot Weinstein öll tilkynnt lögreglu á tímabilinu 12. til 28. október. Ein kvennanna kveðst hafa verið áreitt af Weinstein í London seint á níunda áratugnum. Önnur segir að hann hafi brotið gegn henni í Westminster-hverfinu í London árið 1992, þriðja konan segir frá broti sem á að hafa átt sér stað 1994 og sú fjórða segir að kvikmyndamógúllinn hafi brotið gegn sér um miðjan tíunda áratuginn. Einnig til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum Þá segja tvær kvennanna að Weinstein hafi brotið á þeim þrisvar sinnum. Önnur þeirra segir hann hafa brotið á sér árið 2010, 2011og 2015 og hin segir að fyrsta brotið hafi átt sér stað utan Bretlands árið 2012 og síðan í London árin 2013 og 2014. Sjöunda tilkynningin kemur síðan frá konu sem segir að Weinstein hafi brotið á henni utan Bretlands á níunda áratugnum. Þeirri tilkynningu verður komið áleiðis til þartilbærra yfirvalda og sem og önnur meint brot sem eiga að hafa átt sér stað annars staðar en í Bretlandi. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina að því er fram kemur á vef Guardian en Weinstein hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um kynferðislega áreitni og kynferðisbrot gegn konum. Tugir kvenna hafa síðustu vikur stigið fram og sagt frá áreitni og brotum Weinstein en auk bresku lögreglunnar eru lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum með kvikmyndaframleiðandann til rannsóknar.
Bretland Mál Harvey Weinstein Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17 Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47 Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17
Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47
Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12