Lífið

Tví­fari Bono dregur Ís­lendinga á asna­eyrunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bono er ekki á landinu. Hörður Ágústsson, eigandi Macland, hitti til að mynda Pavel á Laugaveginum í dag. Þeir eru hér efst uppi í vinstra horninu.
Bono er ekki á landinu. Hörður Ágústsson, eigandi Macland, hitti til að mynda Pavel á Laugaveginum í dag. Þeir eru hér efst uppi í vinstra horninu.
Margir Íslendingar hafa velt því fyrir sér hvort írski tónlistarmaðurinn Paul David Hewson, betur þekktur sem Bono, hafi verið hér á landi undanfarna daga.

Vísir greindi frá því að Bono hafi sést í Frú Laugu við Laugalæk í Reykjavík á föstudaginn og síðan á Prikinu á laugardaginn.  Þá sagði mbl.is frá því að Bono hafi sést í gæludýraverslunni Fiskó á föstudeginum.

„Hann keypti sér steinselju og súrdeigsbagettu. Hann var reyndar með aðra bagettu með sér þegar hann mætti til okkar en vildi greinilega aðra,“ sagði Guðný Önnudóttir hjá Frú Laugu á föstudaginn.

Svo er ekki en sjálfur Bono hefur var á NRJ tónlistarhátíðinni í Cannes um helgina. Til að mynda birti tónlistarmaðurinn Kygo mynd af sér með Bono í Cannes á Facebook-síðu sinni. Þar sést til að mynda að alvöru Bono er vel skeggjaður, meira en sá sem sást á Íslandi.

Um er að ræða einn þekktasta tvífara Bono í heimi en maðurinn ber nafnið Pavel Sfera og kemur frá Serbíu. Hann er með sérstaka vefsíðu sem er tileinkuð þeirri staðreynd að hann lítur út eins og söngvari U2.

Pavel var á Laugaveginum í dag og tók til að mynda lagið og héldu margir að Bono sjálfur væri á svæðinu og ókeypis tónleikar í gangi. Hörður Ágústsson, eigandi Maclands, hitti Pavel á Laugaveginum í dag og fékk mynd af sér með kappanum. Þar má augljóslega sjá að maðurinn er ekki Paul David Hewson. Vísir hefur reynt að ná tali af Pavel án árangurs.


Tengdar fréttir

Bono fór á Prikið

Vera írska tónlistarmannsins Paul David Hewson, betur þekktur sem Bono, hér á landi hefur vakið nokkra athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×