Erlent

Pútín og Trump funda á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín og Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundi þeirra í Þýskalandi síðasta sumar í tengslum við fund G20-ríkjanna.
Vladimír Pútín og Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundi þeirra í Þýskalandi síðasta sumar í tengslum við fund G20-ríkjanna. Vísir/AFP
Rússneskir fjölmiðlar greina frá því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti muni eiga fund í Víetnam á morgun. Þetta er haft eftir heimildarmanni innan Rússlandsstjórnar. Reuters greinir frá.

Leiðtogarnir munu báðir mæta á fund APEC, samstarfsstofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, í Danang.

Trump er nú í tólf daga heimsókn í Asíu en í gær heimsótti forsetinn kínversku höfuðborgina Peking þar sem viðskipti og málefni Norður-Kóreu voru til umræðu þegar hann fundaði með Xi Jinping Kínaforseta.

Bandaríkjaforseti hefur í heimsókn sinni einnig heimsótt Japan og Suður-Kóreu en næst liggur leiðin til Víetnam og loks Filippseyja.


Tengdar fréttir

Senda Trump skýr skilaboð

Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×