Hvað er það mikilvægasta fyrir vellíðan okkar? Edda Björk Þórðardóttir skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Edda Björk Þórðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, svarar spurningum lesenda. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning:Hvað er það mikilvægasta fyrir vellíðan okkar? Svar: Nú á tímum beinist umræðan að mestu að hollu mataræði og hreyfingu sem lykill að góðri heilsu. Einn mikilvægur þáttur sem einnig stuðlar að góðri heilsu en minna hefur verið talað um eru góð félagsleg tengsl. Það er í raun fátt dýrmætara í lífinu en náin sambönd og rannsóknir sýna að þegar við upplifum að vera elskuð, að hugað sé vel að okkur og á okkur hlustað þá eflist og styrkist andleg og líkamleg heilsa. Góð sambönd hafa áhrif á heilsu okkar á margvíslegan hátt. Að eiga traustan og skilningsríkan aðila til að eiga samskipti við og ræða um líðan okkar eykur sjálfsöryggi og dregur úr streitu. Þegar streita minnkar þá minnkar framleiðsla kortisóls sem í miklu magni eykur áhættu á háum blóðþrýstingi og hjarta- og æðasjúkdómum. Þá getur snerting haft jákvæð áhrif á heilsuna, innilegt faðmlag styrkir tengsl með því að auka flæði hormónsins oxýtósíns sem er spennulosandi og hefur jákvæð áhrif á hjartað og æðakerfið. Rannsókn sem var gerð á vegum Harvard-háskóla, þar sem karlmönnum var fylgt eftir frá unglingsaldri til efri ára, leiddi í ljós að það sem spáir helst fyrir um góða heilsu á efri árum eru góð og náin sambönd. Þeir sem voru í sterkum félagslegum tengslum voru hamingjusamari, líkamlega hraustari og lifðu lengur. Gæði sambanda vega þar þyngra en fjöldi þeirra. Í hraða og amstri hversdagsins eru heilsuátök og skyndilausnir meira áberandi í umræðunni um bætta heilsu. Góð sambönd myndast ekki fyrirhafnarlaust. Að rækta þau er langtímaverkefni sem krefst tíma, þolinmæði og skilnings. En uppskeran og minningarnar sem þú skapar verða líklega það dýrmætasta og eftirminnilegasta í lífinu.Niðurstaða: Samspil margra þátta ýtir undir góða heilsu en einna mikilvægast er góð sambönd við aðra. Sambönd þar sem við upplifum að við séum elskuð, að hugað sé vel að okkur og hlustað sé á okkur hafa bæði jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar. Heilsa Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning:Hvað er það mikilvægasta fyrir vellíðan okkar? Svar: Nú á tímum beinist umræðan að mestu að hollu mataræði og hreyfingu sem lykill að góðri heilsu. Einn mikilvægur þáttur sem einnig stuðlar að góðri heilsu en minna hefur verið talað um eru góð félagsleg tengsl. Það er í raun fátt dýrmætara í lífinu en náin sambönd og rannsóknir sýna að þegar við upplifum að vera elskuð, að hugað sé vel að okkur og á okkur hlustað þá eflist og styrkist andleg og líkamleg heilsa. Góð sambönd hafa áhrif á heilsu okkar á margvíslegan hátt. Að eiga traustan og skilningsríkan aðila til að eiga samskipti við og ræða um líðan okkar eykur sjálfsöryggi og dregur úr streitu. Þegar streita minnkar þá minnkar framleiðsla kortisóls sem í miklu magni eykur áhættu á háum blóðþrýstingi og hjarta- og æðasjúkdómum. Þá getur snerting haft jákvæð áhrif á heilsuna, innilegt faðmlag styrkir tengsl með því að auka flæði hormónsins oxýtósíns sem er spennulosandi og hefur jákvæð áhrif á hjartað og æðakerfið. Rannsókn sem var gerð á vegum Harvard-háskóla, þar sem karlmönnum var fylgt eftir frá unglingsaldri til efri ára, leiddi í ljós að það sem spáir helst fyrir um góða heilsu á efri árum eru góð og náin sambönd. Þeir sem voru í sterkum félagslegum tengslum voru hamingjusamari, líkamlega hraustari og lifðu lengur. Gæði sambanda vega þar þyngra en fjöldi þeirra. Í hraða og amstri hversdagsins eru heilsuátök og skyndilausnir meira áberandi í umræðunni um bætta heilsu. Góð sambönd myndast ekki fyrirhafnarlaust. Að rækta þau er langtímaverkefni sem krefst tíma, þolinmæði og skilnings. En uppskeran og minningarnar sem þú skapar verða líklega það dýrmætasta og eftirminnilegasta í lífinu.Niðurstaða: Samspil margra þátta ýtir undir góða heilsu en einna mikilvægast er góð sambönd við aðra. Sambönd þar sem við upplifum að við séum elskuð, að hugað sé vel að okkur og hlustað sé á okkur hafa bæði jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar.
Heilsa Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið