Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 19:00 Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga ungrar konu, Ásu Magnúsdótur, sem ættleidd var hingað til lands frá Srí Lanka árið 1985. Þegar farið var ofan í saumana á hennar máli kom í ljós að ekki væri allt með felldu og líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð.Fóru til Srí Lanka í góðri trúKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir fréttirnar af málinu hafa verið áfall. Bæði fyrir þá einstaklinga sem ættleiddir voru hingað til lands sem og foreldrana sem sóttu börnin til Srí Lanka í góðri trú. „Við grunum engan um græsku. Við teljum að þeir sem fóru út hafi gert það í góðri trú og það er eðlilegt að það séu gjöld tengd þessum málaflokki. Mæðurnar sem gáfu frá sér börnin, við trúum þær hafi gert það einnig í góðri trú en að það sé milliliðurinn sem hefur haft fé upp úr þessu,“ segir hann.Hafa leitað til dómsmálaráðuneytisins um aðstoðKristinn hefur óskað eftir aðstoð dómsmálaráðuneytisins um samskipti við yfirvöld á Srí Lanka. „Við höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu, sem sagt ráðgjöf til þessara einstaklinga sem voru ættleiddir og til fjölskyldu þeirra. Annars vegar hvað er hægt að gera við svona upplýsingar en svo erum við einnig að velta fyrir okkur rannsókninni á gögnum viðkomandi. Við höfum sett okkur í samband við dómsmálaráðuneytið og þau hafa sent út erindi til yfirvalda á Srí Lanka til að kanna hvernig verði staðið að rannsókn mála þar úti“.Takmarkaðar upplýsingar Vert er að taka fram að Íslensk ættleiðing hafði ekki formlega milligöngu um ættleiðingarnar á sínum tíma þar sem þá var um að ræða félagasamtök en ekki löggilt ættleiðingarfélag eins og raunin er í dag. Því eru takmarkaðar upplýsingar til um ættleiðingar frá þessum tíma og í sumum tilfellum erfitt að nálgast þá sem eiga hlut að máli.Hafa einhverjir haft samband við ykkur og verið brugðið við þessar fréttir? „Já. Við höfum fengið viðbrögð og erum byrjuð að taka fólk hér í ráðgjöf,“ segir Kristinn. Srí Lanka Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga ungrar konu, Ásu Magnúsdótur, sem ættleidd var hingað til lands frá Srí Lanka árið 1985. Þegar farið var ofan í saumana á hennar máli kom í ljós að ekki væri allt með felldu og líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð.Fóru til Srí Lanka í góðri trúKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir fréttirnar af málinu hafa verið áfall. Bæði fyrir þá einstaklinga sem ættleiddir voru hingað til lands sem og foreldrana sem sóttu börnin til Srí Lanka í góðri trú. „Við grunum engan um græsku. Við teljum að þeir sem fóru út hafi gert það í góðri trú og það er eðlilegt að það séu gjöld tengd þessum málaflokki. Mæðurnar sem gáfu frá sér börnin, við trúum þær hafi gert það einnig í góðri trú en að það sé milliliðurinn sem hefur haft fé upp úr þessu,“ segir hann.Hafa leitað til dómsmálaráðuneytisins um aðstoðKristinn hefur óskað eftir aðstoð dómsmálaráðuneytisins um samskipti við yfirvöld á Srí Lanka. „Við höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu, sem sagt ráðgjöf til þessara einstaklinga sem voru ættleiddir og til fjölskyldu þeirra. Annars vegar hvað er hægt að gera við svona upplýsingar en svo erum við einnig að velta fyrir okkur rannsókninni á gögnum viðkomandi. Við höfum sett okkur í samband við dómsmálaráðuneytið og þau hafa sent út erindi til yfirvalda á Srí Lanka til að kanna hvernig verði staðið að rannsókn mála þar úti“.Takmarkaðar upplýsingar Vert er að taka fram að Íslensk ættleiðing hafði ekki formlega milligöngu um ættleiðingarnar á sínum tíma þar sem þá var um að ræða félagasamtök en ekki löggilt ættleiðingarfélag eins og raunin er í dag. Því eru takmarkaðar upplýsingar til um ættleiðingar frá þessum tíma og í sumum tilfellum erfitt að nálgast þá sem eiga hlut að máli.Hafa einhverjir haft samband við ykkur og verið brugðið við þessar fréttir? „Já. Við höfum fengið viðbrögð og erum byrjuð að taka fólk hér í ráðgjöf,“ segir Kristinn.
Srí Lanka Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira