Margrét hætti með snuð og fékk hjálp frá forsetanum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 19:30 Eliza, Margrét og Guðni á þessum merkisdegi. Mynd / Úr einkasafni „Þau fóru í lestina eins og þau gera alltaf og lögðu svo leið sína að duddutrénu, sem eru reyndar hreindýrahorn. Þau voru bara tvö þannig að afinn sneri sér að næsta manni til að spyrja hvort hann væri til í að taka mynd og þá var það enginn annar en forsetinn. Mjög viðeigandi að hann væri þarna staddur við þessa miklu athöfn,“ segir dansarinn Kara Hergils. Dóttir hennar, Margrét Hergils Owensdóttir, fór með afa sínum, Valdimar Jóhannessyni, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn síðustu helgi til að færa garðinum snuðið sitt. Er þetta táknræn athöfn sem margir foreldrar kannast við og gera mörg börn þetta á ári hverju til að marka þau tímamót að hætta að nota snuð. Að segja skilið við dagana sem lítið barn og ganga í raðir stærri krakka. Það sem gerði þessa stund enn tilkomumeiri var að forsetahjónin, herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, voru í garðinum á sama tíma með börnum sínum. „Fyrir henni var þetta bara ósköp indæll karl,” segir Kara, aðspurð um hvernig Margréti hafi litist á forseta vor. „Henni fannst þó mjög sniðugt að Guðni og Eliza töluðu bæði íslensku og ensku, enda er hún Margrét tvítyngd þar sem pabbi hennar er frá Bandaríkjunum,“ bætir Kara við.Margrét með afanum við duddutréð. Myndina tók sjálfur forseti Íslands.Mynd / Úr einkasafniAð sættast á duddulausa tilveru En gerði Margrét sér grein fyrir því að forseti Íslands tæki þátt í þessari mikilvægu stund? „Nei, hún fattaði það ekki, enda tiltölulega nýorðin þriggja ára. En við erum búin að ræða þetta mikið síðan, þannig að henni þykir þetta allt saman mjög merkilegt núna,“ segir Kara glöð í bragði. Aðskilnaðurinn við snuðið var búinn að vera í bígerð í dágóðan tíma að sögn Köru, enda átaknleg tímamót í lífi hvers barns. „Afi hennar, pabbi minn, hefur farið með mörg barnabörn sín á þennan stað og gert þetta að athöfn fyrir þau þegar þau eru tilbúin að hætta með duddu. Hún og afi hennar voru búin að ræða þetta í nokkra mánuði og hann sagði alltaf að hann skildi fara með henni þegar að hún væri tilbúin. Hún bað mig svo um að hringja í hann á laugardaginn síðasta og þá tilkynnti hún honum að nú væri hún tilbúin. Afinn lagði strax af stað til að sækja hana. Ég hafði ekki hugmynd um að hún vildi hringja út af þessu,“ segir Kara hlæjandi. Margréti gekk afar vel að gefa Fjölskyldu- og húsdýragarðinum snuðið sitt og auðvitað sakaði ekki að forseti Íslands veitti henni stuðning í verki. „Henni þótti þetta ekkert mál, frekar mikið sport að skilja þarna dudduna eftir,“ segir móðir Margrétar. En hvað með framhaldið, er mikill snuðsöknuður að hrjá þessa þriggja ára hnátu? „Það var smá sjokk um kvöldið þegar hún átti að fara að sofa að vita til þess að duddan hafði orðið eftir, en hún er hægt og rólega að sættast á duddulausa tilveru,“ segir Kara kímin. Forseti Íslands Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Þau fóru í lestina eins og þau gera alltaf og lögðu svo leið sína að duddutrénu, sem eru reyndar hreindýrahorn. Þau voru bara tvö þannig að afinn sneri sér að næsta manni til að spyrja hvort hann væri til í að taka mynd og þá var það enginn annar en forsetinn. Mjög viðeigandi að hann væri þarna staddur við þessa miklu athöfn,“ segir dansarinn Kara Hergils. Dóttir hennar, Margrét Hergils Owensdóttir, fór með afa sínum, Valdimar Jóhannessyni, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn síðustu helgi til að færa garðinum snuðið sitt. Er þetta táknræn athöfn sem margir foreldrar kannast við og gera mörg börn þetta á ári hverju til að marka þau tímamót að hætta að nota snuð. Að segja skilið við dagana sem lítið barn og ganga í raðir stærri krakka. Það sem gerði þessa stund enn tilkomumeiri var að forsetahjónin, herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, voru í garðinum á sama tíma með börnum sínum. „Fyrir henni var þetta bara ósköp indæll karl,” segir Kara, aðspurð um hvernig Margréti hafi litist á forseta vor. „Henni fannst þó mjög sniðugt að Guðni og Eliza töluðu bæði íslensku og ensku, enda er hún Margrét tvítyngd þar sem pabbi hennar er frá Bandaríkjunum,“ bætir Kara við.Margrét með afanum við duddutréð. Myndina tók sjálfur forseti Íslands.Mynd / Úr einkasafniAð sættast á duddulausa tilveru En gerði Margrét sér grein fyrir því að forseti Íslands tæki þátt í þessari mikilvægu stund? „Nei, hún fattaði það ekki, enda tiltölulega nýorðin þriggja ára. En við erum búin að ræða þetta mikið síðan, þannig að henni þykir þetta allt saman mjög merkilegt núna,“ segir Kara glöð í bragði. Aðskilnaðurinn við snuðið var búinn að vera í bígerð í dágóðan tíma að sögn Köru, enda átaknleg tímamót í lífi hvers barns. „Afi hennar, pabbi minn, hefur farið með mörg barnabörn sín á þennan stað og gert þetta að athöfn fyrir þau þegar þau eru tilbúin að hætta með duddu. Hún og afi hennar voru búin að ræða þetta í nokkra mánuði og hann sagði alltaf að hann skildi fara með henni þegar að hún væri tilbúin. Hún bað mig svo um að hringja í hann á laugardaginn síðasta og þá tilkynnti hún honum að nú væri hún tilbúin. Afinn lagði strax af stað til að sækja hana. Ég hafði ekki hugmynd um að hún vildi hringja út af þessu,“ segir Kara hlæjandi. Margréti gekk afar vel að gefa Fjölskyldu- og húsdýragarðinum snuðið sitt og auðvitað sakaði ekki að forseti Íslands veitti henni stuðning í verki. „Henni þótti þetta ekkert mál, frekar mikið sport að skilja þarna dudduna eftir,“ segir móðir Margrétar. En hvað með framhaldið, er mikill snuðsöknuður að hrjá þessa þriggja ára hnátu? „Það var smá sjokk um kvöldið þegar hún átti að fara að sofa að vita til þess að duddan hafði orðið eftir, en hún er hægt og rólega að sættast á duddulausa tilveru,“ segir Kara kímin.
Forseti Íslands Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“