Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 11:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. Þess í stað sé um geðheilbrigðisvandamál að ræða. Tuttugu eru særðir en fórnarlömbin eru á aldrinum fimm til 72 ára. „Ég held að geðheilbrigði sé vandamálið hér,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður hvað gera ætti til að koma í veg fyrir árásir sem þessar, sem eru algengar í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að Bandaríkin, eins og önnur lönd, ættu við stórt slíkt vandamál að etja. „Þetta er ekki byssumál. Við gætum farið nánar út í það, en það er svolítið snemmt. Sem betur fer var einhver annar einnig með byssu og skaut á móti árásarmanninum. Annars hefði þetta verið eins slæmt og það var. Það hefði verið mun verra. En, þetta er geðheilbrigðisvandamál á háu stigi. Þetta er mjög mjög sorglegur atburður. Þetta er frábært fólk og mjög mjög sorglegur atburður, en þetta er mín skoðun.“ Búið er að bera kennsl á árásarmanninn, Devin Kelley. Hann var 26 ára gamall og fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna. Hann var rekinn þaðan með skömm árið 2014 en árið 2012 hafði hann verið ákærður fyrir að ráðast á konu sína og barn.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásirSamkvæmt Washington Post liggja þó engar upplýsingar fyrir um hugarástand hans og geðheilsu.Kelley flúði af vettvangi eftir að heimamaður skaut á hann og eltu vopnaðir heimamenn hann ásamt lögreglu. Kelley fannst látinn í bíl sínum en ekki er vitað hvort hann skaut sig sjálfur eða hvort hann var skotinn af almennum borgara. Fjöldamorðið er er það versta í nútímasögu Texas og ein af verstu skotárásum Bandaríkjanna á undanförnum árum.Samkvæmt frétt Guardian sagði þingmaðurinn Ken Paxton, nokkrum tímum eftir árásina, að kirkjur Bandaríkjanna ættu að vopnvæða söfnuði sína eða ráða öryggisverði. Því ljóst væri að þetta myndi gerast aftur. Þannig gætu vopnaðir kirkjugestir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. Þess í stað sé um geðheilbrigðisvandamál að ræða. Tuttugu eru særðir en fórnarlömbin eru á aldrinum fimm til 72 ára. „Ég held að geðheilbrigði sé vandamálið hér,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður hvað gera ætti til að koma í veg fyrir árásir sem þessar, sem eru algengar í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að Bandaríkin, eins og önnur lönd, ættu við stórt slíkt vandamál að etja. „Þetta er ekki byssumál. Við gætum farið nánar út í það, en það er svolítið snemmt. Sem betur fer var einhver annar einnig með byssu og skaut á móti árásarmanninum. Annars hefði þetta verið eins slæmt og það var. Það hefði verið mun verra. En, þetta er geðheilbrigðisvandamál á háu stigi. Þetta er mjög mjög sorglegur atburður. Þetta er frábært fólk og mjög mjög sorglegur atburður, en þetta er mín skoðun.“ Búið er að bera kennsl á árásarmanninn, Devin Kelley. Hann var 26 ára gamall og fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna. Hann var rekinn þaðan með skömm árið 2014 en árið 2012 hafði hann verið ákærður fyrir að ráðast á konu sína og barn.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásirSamkvæmt Washington Post liggja þó engar upplýsingar fyrir um hugarástand hans og geðheilsu.Kelley flúði af vettvangi eftir að heimamaður skaut á hann og eltu vopnaðir heimamenn hann ásamt lögreglu. Kelley fannst látinn í bíl sínum en ekki er vitað hvort hann skaut sig sjálfur eða hvort hann var skotinn af almennum borgara. Fjöldamorðið er er það versta í nútímasögu Texas og ein af verstu skotárásum Bandaríkjanna á undanförnum árum.Samkvæmt frétt Guardian sagði þingmaðurinn Ken Paxton, nokkrum tímum eftir árásina, að kirkjur Bandaríkjanna ættu að vopnvæða söfnuði sína eða ráða öryggisverði. Því ljóst væri að þetta myndi gerast aftur. Þannig gætu vopnaðir kirkjugestir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15