Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2017 10:03 Trump ávarpaði bandaríska og japanska hermenn í herstöð í Japan. Vísir/AFP Bandaríkin munu ekki leyfa „einræðisherrum“ að grafa undan staðfestu sinni. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti við bandaríska og japanska hermenn í Japan við upphaf tæplega tveggja vikna ferðalags um Asíu. Hét hann því að verja frelsið. Orð Trump vísuðu til Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, en undir stjórn hans hafa Norður-Kóreumenn gert ítrekaðar tilraunir með kjarnorkuvopn og eldflaugar. Trump hefur hótað því að gereyða landinu ógni það Bandaríkjunum eða bandalagsríkjum þeirra. Bandaríkjaforseti hóf tólf daga ferðalag sitt í Japan í dag. Hann byrjaði á að hitta hundruð hermanna í Yokota-herstöðinni vestur af Tókýó og sagði þeim að ekki hefði farið vel fyrir ríkjum sem hefðu ögrað Bandaríkjunum. „Enginn einræðisherra, engin stjórnvöld, engin þjóð ætti nokkru sinni að vanmeta staðfestu Bandaríkjanna. Stöku sinnum, í fortíðinni, hafa þau vanmetið okkur. Það var ekki mjög ánægjulegt fyrir þau, var það?“ sagði Trump við hermennina.Trump lék golf með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og atvinnukylfingnum Hideki Matsuyama.Vísir/AFPBýst við því að funda með PútínReuters-fréttastofan segir að Trump ætli að leggja áherslu á við bandalagsríkin í Asíu að tíminn til að eiga við Norður-Kóreu sé að renna út. „Við munum aldrei gefa eftir, aldrei láta undan og aldrei bregðast í að verja frelsi okkar,“ sagði Bandaríkjaforseti við hermennina. Til stendur að Trump hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í ferðinni. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. „Ég held að það það sé búist við því að við hittum Pútín, já. Við viljum hjálp Pútín með Norður-Kóreu og við munum hitta marga leiðtoga,“ sagði Trump við blaðamenn í forsetaflugvélinni á leiðinni til Japans, að sögn Politico. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Bandaríkin munu ekki leyfa „einræðisherrum“ að grafa undan staðfestu sinni. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti við bandaríska og japanska hermenn í Japan við upphaf tæplega tveggja vikna ferðalags um Asíu. Hét hann því að verja frelsið. Orð Trump vísuðu til Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, en undir stjórn hans hafa Norður-Kóreumenn gert ítrekaðar tilraunir með kjarnorkuvopn og eldflaugar. Trump hefur hótað því að gereyða landinu ógni það Bandaríkjunum eða bandalagsríkjum þeirra. Bandaríkjaforseti hóf tólf daga ferðalag sitt í Japan í dag. Hann byrjaði á að hitta hundruð hermanna í Yokota-herstöðinni vestur af Tókýó og sagði þeim að ekki hefði farið vel fyrir ríkjum sem hefðu ögrað Bandaríkjunum. „Enginn einræðisherra, engin stjórnvöld, engin þjóð ætti nokkru sinni að vanmeta staðfestu Bandaríkjanna. Stöku sinnum, í fortíðinni, hafa þau vanmetið okkur. Það var ekki mjög ánægjulegt fyrir þau, var það?“ sagði Trump við hermennina.Trump lék golf með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og atvinnukylfingnum Hideki Matsuyama.Vísir/AFPBýst við því að funda með PútínReuters-fréttastofan segir að Trump ætli að leggja áherslu á við bandalagsríkin í Asíu að tíminn til að eiga við Norður-Kóreu sé að renna út. „Við munum aldrei gefa eftir, aldrei láta undan og aldrei bregðast í að verja frelsi okkar,“ sagði Bandaríkjaforseti við hermennina. Til stendur að Trump hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í ferðinni. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. „Ég held að það það sé búist við því að við hittum Pútín, já. Við viljum hjálp Pútín með Norður-Kóreu og við munum hitta marga leiðtoga,“ sagði Trump við blaðamenn í forsetaflugvélinni á leiðinni til Japans, að sögn Politico.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25