Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. nóvember 2017 06:19 Vísir/Getty UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. UFC 217 fór fram í Madison Square Garden í nótt. Þrír titilbardagar voru á dagskrá og fengum við þrjá nýja meistara.Georges St. Pierre snéri aftur eftir fjögurra ára hlé frá íþróttinni. Endurkoma hans var talsvert betri en flestir bjuggust við og kláraði hann meistarann Michael Bisping í 3. lotu. St. Pierre kýldi Bisping niður í 3. lotu og svæfði hann svo með hengingu. Ævintýraleg endurkoma hjá hinum 36 ára gamla St. Pierre.T.J. Dillashaw endurheimti beltið sitt í bantamvigt með sigri á Cody Garbrandt. Dillashaw rotaði Garbrandt í 2. lotu og fagnaði vel og innilega að sigri loknum. Bardaginn gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig hjá Dillashaw sem var kýldur niður í lok 1. lotu. Hann kom þó öflugur til leiks í 2. lotu. Dillashaw byrjaði á því að sparka Garbrandt niður og skömmu seinna kýldi hann Garbrandt niður með hægri krók. Mögnuð frammistaða hjá Dillashaw sem lofaði því að fara niður í fluguvigt til að taka beltið af Demetrious Johnson. Einhver óvæntustu úrslit ársins litu dagsins ljós þegar Rose Namajunas rotaði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu. Namajunas kom afar öflug til leiks og var ekki lengi að kýla niður meistarann. Namajunas rotaði svo Jedrzejczyk eftir rúmar þrjár mínútur af fyrstu lotunni með vinstri krók og nokkrum höggum í gólfinu. Þetta var fyrsti sigur Namajunas eftir rothögg á ferlinum og jafnframt fyrsta tap Jedrzejczyk á ferlinum. Bardagakvöldið var frábær skemmtun frá fyrsta bardaga en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Bisping að stöðva Hollywood-endurkomu Georges St. Pierre? UFC 217 fer fram í nótt í Madison Square Garden, New York. Einn besti bardagamaður allra tíma snýr þá aftur eftir fjögurra ára hlé og reynir fyrir sér í nýjum þyngdarflokki. 4. nóvember 2017 10:00 Rose fékk sér meistaraklippingu Allir bardagakapparnir á UFC 217 eru komnir til New York þar sem bardagakvöldið risastóra fer fram á laugardag. 1. nóvember 2017 11:30 Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 217 Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi og upphitun fyrir risakvöldið er hafið. Þá verða þrír titilbardagar á dagskránni plús fullt af öðrum áhugaverðum bardögum. 31. október 2017 13:00 Bisping lenti í harkalegu rifrildi við Masvidal | Myndband Michael Bisping og Jorge Masvidal eru báðir að berjast á UFC 217 annað kvöld. Þeir eru samt ekki að berjast við hvorn annan og eru ekki í sama þyngdarflokki. Samt lentu þeir í svakalegu rifrildi. 3. nóvember 2017 22:30 Dana: Það verður ekkert mál að semja við Conor Þó svo Conor McGregor vilji fá mikið fyrir að berjast aftur hjá UFC þá hefur forseti sambandsins, Dana White, engar áhyggjur af því að ná ekki samningum við Conor. 3. nóvember 2017 13:00 Synd að þurfa að lemja glæsimenni eins og GSP Millivigtarmeistarinn Michael Bisping heldur áfram að skemmta andstæðingi sínum um helgina, Georges St-Pierre, með kostulegum ummælum. 3. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. UFC 217 fór fram í Madison Square Garden í nótt. Þrír titilbardagar voru á dagskrá og fengum við þrjá nýja meistara.Georges St. Pierre snéri aftur eftir fjögurra ára hlé frá íþróttinni. Endurkoma hans var talsvert betri en flestir bjuggust við og kláraði hann meistarann Michael Bisping í 3. lotu. St. Pierre kýldi Bisping niður í 3. lotu og svæfði hann svo með hengingu. Ævintýraleg endurkoma hjá hinum 36 ára gamla St. Pierre.T.J. Dillashaw endurheimti beltið sitt í bantamvigt með sigri á Cody Garbrandt. Dillashaw rotaði Garbrandt í 2. lotu og fagnaði vel og innilega að sigri loknum. Bardaginn gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig hjá Dillashaw sem var kýldur niður í lok 1. lotu. Hann kom þó öflugur til leiks í 2. lotu. Dillashaw byrjaði á því að sparka Garbrandt niður og skömmu seinna kýldi hann Garbrandt niður með hægri krók. Mögnuð frammistaða hjá Dillashaw sem lofaði því að fara niður í fluguvigt til að taka beltið af Demetrious Johnson. Einhver óvæntustu úrslit ársins litu dagsins ljós þegar Rose Namajunas rotaði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu. Namajunas kom afar öflug til leiks og var ekki lengi að kýla niður meistarann. Namajunas rotaði svo Jedrzejczyk eftir rúmar þrjár mínútur af fyrstu lotunni með vinstri krók og nokkrum höggum í gólfinu. Þetta var fyrsti sigur Namajunas eftir rothögg á ferlinum og jafnframt fyrsta tap Jedrzejczyk á ferlinum. Bardagakvöldið var frábær skemmtun frá fyrsta bardaga en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Bisping að stöðva Hollywood-endurkomu Georges St. Pierre? UFC 217 fer fram í nótt í Madison Square Garden, New York. Einn besti bardagamaður allra tíma snýr þá aftur eftir fjögurra ára hlé og reynir fyrir sér í nýjum þyngdarflokki. 4. nóvember 2017 10:00 Rose fékk sér meistaraklippingu Allir bardagakapparnir á UFC 217 eru komnir til New York þar sem bardagakvöldið risastóra fer fram á laugardag. 1. nóvember 2017 11:30 Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 217 Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi og upphitun fyrir risakvöldið er hafið. Þá verða þrír titilbardagar á dagskránni plús fullt af öðrum áhugaverðum bardögum. 31. október 2017 13:00 Bisping lenti í harkalegu rifrildi við Masvidal | Myndband Michael Bisping og Jorge Masvidal eru báðir að berjast á UFC 217 annað kvöld. Þeir eru samt ekki að berjast við hvorn annan og eru ekki í sama þyngdarflokki. Samt lentu þeir í svakalegu rifrildi. 3. nóvember 2017 22:30 Dana: Það verður ekkert mál að semja við Conor Þó svo Conor McGregor vilji fá mikið fyrir að berjast aftur hjá UFC þá hefur forseti sambandsins, Dana White, engar áhyggjur af því að ná ekki samningum við Conor. 3. nóvember 2017 13:00 Synd að þurfa að lemja glæsimenni eins og GSP Millivigtarmeistarinn Michael Bisping heldur áfram að skemmta andstæðingi sínum um helgina, Georges St-Pierre, með kostulegum ummælum. 3. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Nær Bisping að stöðva Hollywood-endurkomu Georges St. Pierre? UFC 217 fer fram í nótt í Madison Square Garden, New York. Einn besti bardagamaður allra tíma snýr þá aftur eftir fjögurra ára hlé og reynir fyrir sér í nýjum þyngdarflokki. 4. nóvember 2017 10:00
Rose fékk sér meistaraklippingu Allir bardagakapparnir á UFC 217 eru komnir til New York þar sem bardagakvöldið risastóra fer fram á laugardag. 1. nóvember 2017 11:30
Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 217 Stærsta kvöld ársins hjá UFC er um næstu helgi og upphitun fyrir risakvöldið er hafið. Þá verða þrír titilbardagar á dagskránni plús fullt af öðrum áhugaverðum bardögum. 31. október 2017 13:00
Bisping lenti í harkalegu rifrildi við Masvidal | Myndband Michael Bisping og Jorge Masvidal eru báðir að berjast á UFC 217 annað kvöld. Þeir eru samt ekki að berjast við hvorn annan og eru ekki í sama þyngdarflokki. Samt lentu þeir í svakalegu rifrildi. 3. nóvember 2017 22:30
Dana: Það verður ekkert mál að semja við Conor Þó svo Conor McGregor vilji fá mikið fyrir að berjast aftur hjá UFC þá hefur forseti sambandsins, Dana White, engar áhyggjur af því að ná ekki samningum við Conor. 3. nóvember 2017 13:00
Synd að þurfa að lemja glæsimenni eins og GSP Millivigtarmeistarinn Michael Bisping heldur áfram að skemmta andstæðingi sínum um helgina, Georges St-Pierre, með kostulegum ummælum. 3. nóvember 2017 11:30