Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2017 08:48 Donald trump Bandaríkjaforseti og Jerome Powell. Vísir/AFP Líkt og búist hafði verið við þá tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseti Jerome Powell í stól seðlabankastjóra Bandaríkjanna í gær. Búist er við að hinn hinn 64 ára Powell taki við stjórnartaumunum í bankanum þegar Janet Yellen hættir í febrúar næstkomandi. Powell er menntaður lögfræðingur og hefur átt sæti í stjórn bandaríska seðlabankans frá árinu 2012. Hann hefur greitt atkvæði með meirihluta stjórnar í málum sem snúa að vaxtaákvörðunum og er búist við að hann muni viðhalda núverandi stefnu seðlabankans og lítillega hækka vexti í skrefum, að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég er viss um að Jay [Jerome] búi yfir viskunni og leiðtogahæfninni til að leiða efnahag okkar í gegnum alls kyns áskoranir,“ sagði Trump þegar hann kynnti val sitt í gær.Powell sagði á sama fréttamannafundi að efnahagur Bandaríkjanna hafi batnað frá fjármálakrísunni, auk þess að hann hét því að taka hlutlægar ákvarðanir sem byggðu á þeim gögnum sem fyrir lægju. Hin 71 árs gamla Yellen hefur setið í stóli seðlabankastjóra í fjögur ár og er fyrsta konan til að gegna embættinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur vanalega setið fleiri en eitt skipunartímabil, en Trump hefur sagt að hann vilji setja spor sín á bankann. Trump þakkaði Yellen fyrir störf sín í gær og sagði hana hafa staðið sig frábærlega. Fastlega er búist við að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki skipun Powell. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á miðvikudag að halda vöxtum óbreyttum, en reikna sérfræðingar með að vextir verði hækkaðir fyrir árslok. Powell er vellauðugur og starfaði á árum áður í Carlyle Group, einu af stærstu fjárfestingafélögum heims. Barack Obama skipaði hann í stjórn seðlabankans árið 2012. Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Líkt og búist hafði verið við þá tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseti Jerome Powell í stól seðlabankastjóra Bandaríkjanna í gær. Búist er við að hinn hinn 64 ára Powell taki við stjórnartaumunum í bankanum þegar Janet Yellen hættir í febrúar næstkomandi. Powell er menntaður lögfræðingur og hefur átt sæti í stjórn bandaríska seðlabankans frá árinu 2012. Hann hefur greitt atkvæði með meirihluta stjórnar í málum sem snúa að vaxtaákvörðunum og er búist við að hann muni viðhalda núverandi stefnu seðlabankans og lítillega hækka vexti í skrefum, að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég er viss um að Jay [Jerome] búi yfir viskunni og leiðtogahæfninni til að leiða efnahag okkar í gegnum alls kyns áskoranir,“ sagði Trump þegar hann kynnti val sitt í gær.Powell sagði á sama fréttamannafundi að efnahagur Bandaríkjanna hafi batnað frá fjármálakrísunni, auk þess að hann hét því að taka hlutlægar ákvarðanir sem byggðu á þeim gögnum sem fyrir lægju. Hin 71 árs gamla Yellen hefur setið í stóli seðlabankastjóra í fjögur ár og er fyrsta konan til að gegna embættinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur vanalega setið fleiri en eitt skipunartímabil, en Trump hefur sagt að hann vilji setja spor sín á bankann. Trump þakkaði Yellen fyrir störf sín í gær og sagði hana hafa staðið sig frábærlega. Fastlega er búist við að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki skipun Powell. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á miðvikudag að halda vöxtum óbreyttum, en reikna sérfræðingar með að vextir verði hækkaðir fyrir árslok. Powell er vellauðugur og starfaði á árum áður í Carlyle Group, einu af stærstu fjárfestingafélögum heims. Barack Obama skipaði hann í stjórn seðlabankans árið 2012.
Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent