Ensku haustlitirnir fallegir í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2017 14:00 Manchester United og Tottenham eru að gera góða hluti í Meistaradeildinni. vísir/getty Enska haustið er fallegt í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið en ensku liðin fimm sem komust í riðlakeppnina hafa farið frábærlega af stað. Ensk lið hafa átt erfitt uppdráttar í þessari sterkustu deild Evrópu undanfarin ár en nú virðist þau mörg hver líkleg til stórra afreka. Eftir fjórar umferðir eru liðin fimm búin að spila samtals 20 leiki og aðeins einn hefur tapast. Það var í fyrrakvöld þegar að Chelsea fékk skell í Rómarborg, 3-0. Bæði Manchester-liðin eru með fullkominn árangur í sínum riðlum þar sem þau eru búin að vinna fjóra leiki af fjórum og eru bæði með markatöluna +9. Manchester City var að klára að vinna Napoli í tvígang en ítalska liðið er eitt það allra besta í Evrópu um þessar mundir. Tottenham vann sögulegan sigur á Real Madrid í gærkvöldi, 3-1, en Lundúnarliðið er búið að vinna þrjá leiki og gera eitt jafntefli í dauðariðlinum með Real Madrid og Dortmund. Hreint magnaður árangur hjá Spurs. Liverpool byrjaði ekki vel með tveimur jafnteflum en er nú búið að vinna smáliðið Maribor tvívegis 7-0 úti og 3-0 heima. Það er í efsta sæti síns riðils rétt eins og öll liðin nema Chelsea. Manchester-liðin bæði og Tottenham eru komin áfram í 16 liða úrslitin og Chelsea þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram. Liverpool er líka líklegt til að komast áfram og verða því líklega fimm ensk lið í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni til þessa:Manchester United Basel (h) 3-0 CSKA Moskva (ú) 1-4 Benfica (ú) 0-1 Benfica (h) 2-04 leikir, 4 sigrar12 stig af 12 mögulegum, markatala +91. sæti í riðliManchester City Feyenoord (ú) 0-4 Shakhtar (h) 2-0 Napoli (h) 2-1 Napoli (ú) 2-44 leikir, 4 sigrar12 stig af 12 mögulegum, markatala +91. sæti í riðli (komið áfram)Chelsea Qarabag (h) 6-0 Atlético (ú) 1-2 Roma (h) 3-3 Roma (ú) 3-04 leikir, 1 jafntefli, 1 tap7 stig af 12 mögulegum, markatala +42. sæti í riðli (ekki komið áfram)Tottenham Dortmund (h) 3-1 APOEL (ú) 0-3 Real Madrid (ú) 1-1 Real Madrid (h) 3-14 leikir, 3 sigrar, 1 jafntefli10 stig af 12 mögulegum, markatala +71. sæti í riðli (komið áfram)Liverpool Sevilla (h) 2-2 Spartak Mosvka (ú) 1-1 Maribor (ú) 0-7 Maribor (h) 3-04 leikir, 2 sigrar, 2 jafntefli8 stig af 12 mögulegum, markatala +101. sæti í riðli (ekki komið áfram)Samtals20 leikir, 15 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap49 stig af 60 mögulegum, markatala +39 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira
Enska haustið er fallegt í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið en ensku liðin fimm sem komust í riðlakeppnina hafa farið frábærlega af stað. Ensk lið hafa átt erfitt uppdráttar í þessari sterkustu deild Evrópu undanfarin ár en nú virðist þau mörg hver líkleg til stórra afreka. Eftir fjórar umferðir eru liðin fimm búin að spila samtals 20 leiki og aðeins einn hefur tapast. Það var í fyrrakvöld þegar að Chelsea fékk skell í Rómarborg, 3-0. Bæði Manchester-liðin eru með fullkominn árangur í sínum riðlum þar sem þau eru búin að vinna fjóra leiki af fjórum og eru bæði með markatöluna +9. Manchester City var að klára að vinna Napoli í tvígang en ítalska liðið er eitt það allra besta í Evrópu um þessar mundir. Tottenham vann sögulegan sigur á Real Madrid í gærkvöldi, 3-1, en Lundúnarliðið er búið að vinna þrjá leiki og gera eitt jafntefli í dauðariðlinum með Real Madrid og Dortmund. Hreint magnaður árangur hjá Spurs. Liverpool byrjaði ekki vel með tveimur jafnteflum en er nú búið að vinna smáliðið Maribor tvívegis 7-0 úti og 3-0 heima. Það er í efsta sæti síns riðils rétt eins og öll liðin nema Chelsea. Manchester-liðin bæði og Tottenham eru komin áfram í 16 liða úrslitin og Chelsea þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram. Liverpool er líka líklegt til að komast áfram og verða því líklega fimm ensk lið í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni til þessa:Manchester United Basel (h) 3-0 CSKA Moskva (ú) 1-4 Benfica (ú) 0-1 Benfica (h) 2-04 leikir, 4 sigrar12 stig af 12 mögulegum, markatala +91. sæti í riðliManchester City Feyenoord (ú) 0-4 Shakhtar (h) 2-0 Napoli (h) 2-1 Napoli (ú) 2-44 leikir, 4 sigrar12 stig af 12 mögulegum, markatala +91. sæti í riðli (komið áfram)Chelsea Qarabag (h) 6-0 Atlético (ú) 1-2 Roma (h) 3-3 Roma (ú) 3-04 leikir, 1 jafntefli, 1 tap7 stig af 12 mögulegum, markatala +42. sæti í riðli (ekki komið áfram)Tottenham Dortmund (h) 3-1 APOEL (ú) 0-3 Real Madrid (ú) 1-1 Real Madrid (h) 3-14 leikir, 3 sigrar, 1 jafntefli10 stig af 12 mögulegum, markatala +71. sæti í riðli (komið áfram)Liverpool Sevilla (h) 2-2 Spartak Mosvka (ú) 1-1 Maribor (ú) 0-7 Maribor (h) 3-04 leikir, 2 sigrar, 2 jafntefli8 stig af 12 mögulegum, markatala +101. sæti í riðli (ekki komið áfram)Samtals20 leikir, 15 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap49 stig af 60 mögulegum, markatala +39
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira