Hafa karlmenn að féþúfu á öldurhúsum Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál Rúmenanna Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar. Þrír einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og eru öll grunuð um að hafa unnið saman að því að komast yfir fjármuni brotaþola. Þáttur hvers og eins hafi þó verið mismunandi og misalvarlegur í meintum brotum. Að minnsta kosti þrettán tilfelli hafa verið kærð til lögreglu, þar af fjögur frá Akureyri. Samanlögð fjárhæð sem kært er fyrir er tæplega 1,4 milljónir króna. Þann fjórtánda ágúst síðastliðinn varaði lögreglan við fingralöngum þjófum sem stela greiðslukortum af grandalausu fólki á veitingahúsum eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar og slá inn PIN-númer, en með það og greiðslukort undir höndum væri eftirleikurinn auðveldur. Samkvæmt heimildum blaðsins fór kona fyrir hópnum, dró karlmenn á tálar á öldurhúsum og freistaði þess að láta bjóða sér upp í glas. Meint fórnarlömb hafi þá dregið upp kortið, greitt fyrir drykkinn og slegið inn PIN-númer sitt, eins og venjan er. Þá lagði sú sem fór á fjörur við meint fórnarlamb pinnið á minnið, stal kortinu af viðkomandi og lét vitorðsmann sinn hafa svo lítið bar á. Vitorðsmaðurinn fann næsta hraðbanka og tók út eins mikið og hægt er, sneri aftur og skilaði kortinu á sinn stað í veski mannanna, án þess að þeir yrðu varir við nokkuð. Líkt og fyrr segir lét hópurinn til sín taka í næturlífinu í höfuðborginni og á Akureyri með skipulögðum hætti. Rannsókn málsins er á lokastigum, samkvæmt heimildum blaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar. Þrír einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og eru öll grunuð um að hafa unnið saman að því að komast yfir fjármuni brotaþola. Þáttur hvers og eins hafi þó verið mismunandi og misalvarlegur í meintum brotum. Að minnsta kosti þrettán tilfelli hafa verið kærð til lögreglu, þar af fjögur frá Akureyri. Samanlögð fjárhæð sem kært er fyrir er tæplega 1,4 milljónir króna. Þann fjórtánda ágúst síðastliðinn varaði lögreglan við fingralöngum þjófum sem stela greiðslukortum af grandalausu fólki á veitingahúsum eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar og slá inn PIN-númer, en með það og greiðslukort undir höndum væri eftirleikurinn auðveldur. Samkvæmt heimildum blaðsins fór kona fyrir hópnum, dró karlmenn á tálar á öldurhúsum og freistaði þess að láta bjóða sér upp í glas. Meint fórnarlömb hafi þá dregið upp kortið, greitt fyrir drykkinn og slegið inn PIN-númer sitt, eins og venjan er. Þá lagði sú sem fór á fjörur við meint fórnarlamb pinnið á minnið, stal kortinu af viðkomandi og lét vitorðsmann sinn hafa svo lítið bar á. Vitorðsmaðurinn fann næsta hraðbanka og tók út eins mikið og hægt er, sneri aftur og skilaði kortinu á sinn stað í veski mannanna, án þess að þeir yrðu varir við nokkuð. Líkt og fyrr segir lét hópurinn til sín taka í næturlífinu í höfuðborginni og á Akureyri með skipulögðum hætti. Rannsókn málsins er á lokastigum, samkvæmt heimildum blaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent