Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. nóvember 2017 15:06 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gangi til þegar hann svarar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins á þá leið að spyrja hvort að blaðamaðurinn væri að kanna hvða lögfræðingarnir Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innnanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Helga Vala segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. „Hann er spurður ákveðinnar spurningar um aksturskostnað sem hann rukkar Alþingi um og svarar með því að spyrja hvað lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf. Ég hefði spurt hann aftur því hann í fyrsta lagi svarar ekki spurningunni og svo fer hann bara að tala tóma vitleysu. Lögfræðingar hjá Rauða krossinum fá ekkert hærri laun þó að hingað komi fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki frekar en hjúkrunarfræðingar fá hærri laun ef það veikjast fleiri. Þeir eru bara í vinnunni. Ég skil ekki alveg hvaða leið þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er að fara,“ segir Helga Vala.„Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta“ Hún segir ekki hægt að bera saman laun lögfræðinga Rauða krossins við aukagreiðslur þingmanna. „Lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru á mánaðarlaunum og það fullkomlega óháð því hvað þeir þurfa að vinna mikið. Ásmundur Friðriksson er þingmaður sem fær peninga ef hann leggur fram einhvern aksturskostnað og það er bara verið að spyrja hann einfaldrar og sjálfsagðrar spurningar: hvað hefur þú rukkað okkur íslenska þjóð um mikinn pening vegna þíns aksturs. Hann ákveður að svara því ekki og snúa svona út úr. [...] Hann er að bera saman flóttamenn sem flýja stríð og ofsóknir og þingmenn í akstri um landið. Ég átta ekki mig alveg á hvaða vegferð hann er. Hvort hann er að líkja sér við fólk í neyð.“ Aðspurð hvort það sé ekki réttlætanlegt að þingmenn gefi upp svona greiðslur segir Helga Vala: „Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta. Það á bara að vera uppi á borðum hvað þingmenn eru að fá í aukagreiðslur.“ Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gangi til þegar hann svarar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins á þá leið að spyrja hvort að blaðamaðurinn væri að kanna hvða lögfræðingarnir Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innnanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Helga Vala segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. „Hann er spurður ákveðinnar spurningar um aksturskostnað sem hann rukkar Alþingi um og svarar með því að spyrja hvað lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf. Ég hefði spurt hann aftur því hann í fyrsta lagi svarar ekki spurningunni og svo fer hann bara að tala tóma vitleysu. Lögfræðingar hjá Rauða krossinum fá ekkert hærri laun þó að hingað komi fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki frekar en hjúkrunarfræðingar fá hærri laun ef það veikjast fleiri. Þeir eru bara í vinnunni. Ég skil ekki alveg hvaða leið þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er að fara,“ segir Helga Vala.„Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta“ Hún segir ekki hægt að bera saman laun lögfræðinga Rauða krossins við aukagreiðslur þingmanna. „Lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru á mánaðarlaunum og það fullkomlega óháð því hvað þeir þurfa að vinna mikið. Ásmundur Friðriksson er þingmaður sem fær peninga ef hann leggur fram einhvern aksturskostnað og það er bara verið að spyrja hann einfaldrar og sjálfsagðrar spurningar: hvað hefur þú rukkað okkur íslenska þjóð um mikinn pening vegna þíns aksturs. Hann ákveður að svara því ekki og snúa svona út úr. [...] Hann er að bera saman flóttamenn sem flýja stríð og ofsóknir og þingmenn í akstri um landið. Ég átta ekki mig alveg á hvaða vegferð hann er. Hvort hann er að líkja sér við fólk í neyð.“ Aðspurð hvort það sé ekki réttlætanlegt að þingmenn gefi upp svona greiðslur segir Helga Vala: „Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta. Það á bara að vera uppi á borðum hvað þingmenn eru að fá í aukagreiðslur.“
Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00