Spádómur frá árinu 2014 við það að rætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 15:00 Jose Altuve og Yuli Gurriel, leikmenn Houston Astros, fagna. Vísir/Getty Þriggja ára gömul forsíða bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated hefur orðið að fréttamáli í miðri úrslitakeppni bandaríska hafnarboltans. Ástæðan er að fyrir þremur árum skrifaði blaðið forsíðufrétt um Houston Astros liðið þar sem því var slegið upp að eitt slakasta lið deildarinnar myndi verða meistari þremur árum síðar. Nú eru þrjú ár liðin og Houston Astros er einum sigri frá því að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni. Los Angeles Dodgers jöfnuðu reyndar metin í 3-3 í nótt og því verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Möguleikinn er því enn til staðar að þessi ótrúlegi en jafnframt nákvæmi spádómur rætist á réttum tíma. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaðurinn Ben Reiter fékk að kynna sér stjórnunarhættina hjá liði Houston Astros fyrir 2014-tímabilið en þá hafði liðið tapað samtals 324 leikjum á þremur tímabilum á undan. Hann fékk að umgangast þjálfara, njósnara og síðasta en ekki síst tölfræði grúskarana sem fengu mjög stórt hlutverk. Forráðamenn Houston Astros ætluðu að nota tölfræðina til að hjálpa sér að byggja upp meistaralið. Reiter talaði um að Houston Astros væri að taka „Moneyball“ upp á næsta stig. Þeir sem Reiter talaði við líktu nýja kerfinu við spilið „Blackjack“ eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku. Spilarinn í 21 er alltaf að spila á móti spilavítinu og sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Það voru ekki allir sem fögnuðu þessari forsíðu og Houston Chronicle skrifaði um að hér væri blaðamaðurinn aðeins „að kaupa sér ódýra athygli“ með yfirlýsingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast. Margir hafnarboltaáhugamenn voru líka duglegir að gera lítið úr þessum spádómi og þótti ekki mikið til hans koma. Nú verður grein Ben Reiter hinsvegar merkilegri og merkilegri eftir því sem Houston Astros kemst nærri því að vinna titilinn. Oddaleikurinn fer fram í nótt en hann verður spilaður á Dodger leikvanginum í Los Angeles og er Houston Astros liðið því á útivelli í leiknum. Aðrar íþróttir Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Benfica | Börsungar í bílstjórasætinu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Liverpool í þremur líklegustu úrslitaleikjunum Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Sjá meira
Þriggja ára gömul forsíða bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated hefur orðið að fréttamáli í miðri úrslitakeppni bandaríska hafnarboltans. Ástæðan er að fyrir þremur árum skrifaði blaðið forsíðufrétt um Houston Astros liðið þar sem því var slegið upp að eitt slakasta lið deildarinnar myndi verða meistari þremur árum síðar. Nú eru þrjú ár liðin og Houston Astros er einum sigri frá því að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni. Los Angeles Dodgers jöfnuðu reyndar metin í 3-3 í nótt og því verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Möguleikinn er því enn til staðar að þessi ótrúlegi en jafnframt nákvæmi spádómur rætist á réttum tíma. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaðurinn Ben Reiter fékk að kynna sér stjórnunarhættina hjá liði Houston Astros fyrir 2014-tímabilið en þá hafði liðið tapað samtals 324 leikjum á þremur tímabilum á undan. Hann fékk að umgangast þjálfara, njósnara og síðasta en ekki síst tölfræði grúskarana sem fengu mjög stórt hlutverk. Forráðamenn Houston Astros ætluðu að nota tölfræðina til að hjálpa sér að byggja upp meistaralið. Reiter talaði um að Houston Astros væri að taka „Moneyball“ upp á næsta stig. Þeir sem Reiter talaði við líktu nýja kerfinu við spilið „Blackjack“ eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku. Spilarinn í 21 er alltaf að spila á móti spilavítinu og sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Það voru ekki allir sem fögnuðu þessari forsíðu og Houston Chronicle skrifaði um að hér væri blaðamaðurinn aðeins „að kaupa sér ódýra athygli“ með yfirlýsingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast. Margir hafnarboltaáhugamenn voru líka duglegir að gera lítið úr þessum spádómi og þótti ekki mikið til hans koma. Nú verður grein Ben Reiter hinsvegar merkilegri og merkilegri eftir því sem Houston Astros kemst nærri því að vinna titilinn. Oddaleikurinn fer fram í nótt en hann verður spilaður á Dodger leikvanginum í Los Angeles og er Houston Astros liðið því á útivelli í leiknum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Benfica | Börsungar í bílstjórasætinu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Liverpool í þremur líklegustu úrslitaleikjunum Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Sjá meira