Þá mátti heyra Conor nota orðið „faggot“ þrisvar sinnum er hann var að peppa vin sinn, Artem Lobov, eftir bardaga sem hann tapaði. Hann taldi sig vera í skjóli frá myndavélum á þeim tíma.
„Ég var að horfa á vin minn, æfingafélaga, bróður sem er að leggja líf sitt á línuna til þess að skemmta almenningi. Þetta var sárt tap sem getur bundið enda á feril hans og ég var því miður mín. Ekki síst yfir því hvernig andstæðingur hans barðist. Þetta var persónulegt samtal og ég ætlaði aldrei að móðga neinn,“ sagði Conor sem hefur stutt réttindabaráttu samkynhneigðra í gegnum tíðina.
„Ég barðist með samkynhneigðum er kosið var um rétt þeirra til þess að giftast. Það er gert of mikið mál úr þessu og fólk vill endilega henda mér fyrir ljónin. Svona er þetta. Ég biðst afsökunar á því sem ég sagði og svo bara áfram gakk.“
Sjá má viðtalið við Conor hér að neðan.