Nýtt Cool Runnings ævintýri í uppsiglingu á vetrarólympíuleikunum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 11:30 Nígería mætir í snjóinn. mynd/nígería Handritshöfundur kvikmyndarinnar Cool Runnings, sem fjallar um sanna sögu jamaíska bobsleðaliðsins á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988, er væntanlega byrjaður að ydda blýantinn því annað eins ævintýri gæti verið í uppsiglingu. Kvennalið Nígeríu hefur nefnilega tryggt sér keppnisrétt á þriggja manna bobsleða á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang sem fara fram í byrjun næsta árs en aldrei áður hefur svo mikið sem einn keppandi frá Nígeríu keppt á vetrarólympíuleikunum. Eins og með jamaíska liðið fyrir 29 árum síðan er það byggt upp af fyrrverandi spretthlaupurum en sú sem stýrir vagninum heitir Sean Adigun. Hún er fyrrverandi Afríkumeistari í 100 metra grindahlaupi og keppti fyrir Nígeríu í þeirri grein á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hún byrjaði að keppa á Bobsleða fyrir þremur árum.Jamaíska bobsleðaliðið velti sleðanum en labbaði með hann í mark sem er ein af sögufrægustu stundum Ólympíuleikanna.vísir/gettyNgozi Onwumere, önnur tveggja sem sér um bremsurnar, var í sigurliði Nígeríu á Afríkuleikunum í 4x100 metra hlaupi en með henni í liði var undrabarnið Blessing Okagbare. Hin bremsukonan heitir Akuoma Omeoga en hún er að keppa fyir Nígeríu í fyrsta sinn. Þremenningarnir tryggðu sér keppnisrétt í Suður-Kóreu í gær með því að klára fimmtu ferðina en lið þurfa að komast klakklaust í gegnum fimm ferðir til að fá að keppa á Ólympíuleikunum. Þær kláruðu eina keppni í Utah, eina í Whistler og þær síðustu í Calgary á þriðjudaginn og aftur í gær. „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttir í Nígeríu,“ sagði Adigun við KweséESPN. „Það er ekkert sem gerir mig stoltari en að vita að ég get skapað tækifæri fyrir aðra að taka þátt í vetraríþróttum í Nígeríu.“ Hér að neðan má sjá stutt myndband frá deginum þar sem þær nígerísku kláruðu fimmtu og síðustu ferðina. There's more to bobsled than just sliding on ice! The work these ladies ( @seun_msamazing, @ngozi.onwumere, @akuomaomeoga ) put in before a race is unimaginable. Here's an inside look from start to finish of Race #5 at the North Americas Cup in Calgary, Alberta. : @aminatodunbaku : @baddosneh #teamnigeria #wewill #nigeriabobsled #underarmour #lazer #bsfnigeria #nigerianathletes #calgary #ibsf #love #womenofpower #teamUA A post shared by BOBSLED & SKELETON (@bsfnigeria) on Nov 16, 2017 at 9:17pm PST Aðrar íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Sjá meira
Handritshöfundur kvikmyndarinnar Cool Runnings, sem fjallar um sanna sögu jamaíska bobsleðaliðsins á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988, er væntanlega byrjaður að ydda blýantinn því annað eins ævintýri gæti verið í uppsiglingu. Kvennalið Nígeríu hefur nefnilega tryggt sér keppnisrétt á þriggja manna bobsleða á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang sem fara fram í byrjun næsta árs en aldrei áður hefur svo mikið sem einn keppandi frá Nígeríu keppt á vetrarólympíuleikunum. Eins og með jamaíska liðið fyrir 29 árum síðan er það byggt upp af fyrrverandi spretthlaupurum en sú sem stýrir vagninum heitir Sean Adigun. Hún er fyrrverandi Afríkumeistari í 100 metra grindahlaupi og keppti fyrir Nígeríu í þeirri grein á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hún byrjaði að keppa á Bobsleða fyrir þremur árum.Jamaíska bobsleðaliðið velti sleðanum en labbaði með hann í mark sem er ein af sögufrægustu stundum Ólympíuleikanna.vísir/gettyNgozi Onwumere, önnur tveggja sem sér um bremsurnar, var í sigurliði Nígeríu á Afríkuleikunum í 4x100 metra hlaupi en með henni í liði var undrabarnið Blessing Okagbare. Hin bremsukonan heitir Akuoma Omeoga en hún er að keppa fyir Nígeríu í fyrsta sinn. Þremenningarnir tryggðu sér keppnisrétt í Suður-Kóreu í gær með því að klára fimmtu ferðina en lið þurfa að komast klakklaust í gegnum fimm ferðir til að fá að keppa á Ólympíuleikunum. Þær kláruðu eina keppni í Utah, eina í Whistler og þær síðustu í Calgary á þriðjudaginn og aftur í gær. „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttir í Nígeríu,“ sagði Adigun við KweséESPN. „Það er ekkert sem gerir mig stoltari en að vita að ég get skapað tækifæri fyrir aðra að taka þátt í vetraríþróttum í Nígeríu.“ Hér að neðan má sjá stutt myndband frá deginum þar sem þær nígerísku kláruðu fimmtu og síðustu ferðina. There's more to bobsled than just sliding on ice! The work these ladies ( @seun_msamazing, @ngozi.onwumere, @akuomaomeoga ) put in before a race is unimaginable. Here's an inside look from start to finish of Race #5 at the North Americas Cup in Calgary, Alberta. : @aminatodunbaku : @baddosneh #teamnigeria #wewill #nigeriabobsled #underarmour #lazer #bsfnigeria #nigerianathletes #calgary #ibsf #love #womenofpower #teamUA A post shared by BOBSLED & SKELETON (@bsfnigeria) on Nov 16, 2017 at 9:17pm PST
Aðrar íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Sjá meira