Björn Lúkas keppir til úrslita um heimsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 13:25 Björn Lúkas Haraldsson. Mynd/Mjölnir Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum en hann var áðan að vinna undanúrslitabardaga á móti Ástrala. Björn Lúkas kláraði Ástralann Joseph Luciano strax í fyrstu lotu með armlás. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð með því taki. „Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel,“ segir í frétt um bardaganna á MMA fréttum. Þar heldur lýsingin áfram: „Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu siður með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann,“ segir á mmafrettir.is. Björn Lúkas er búinn að klára alla fjóra bardaga sína í mótinu strax í fyrstu lotu sem sýnir styrk hans. Nú fær okkar maður eins dags frí til að safna kröftum fyrir úrslitabardagann um heimsmeistaratitilinn sem verður á laugardaginn. Björn er nú búinn að slá út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferðinni í gær vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi. Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Björn Lúkas Haraldsson.Mynd/Mjölnir MMA Tengdar fréttir Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54 Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum en hann var áðan að vinna undanúrslitabardaga á móti Ástrala. Björn Lúkas kláraði Ástralann Joseph Luciano strax í fyrstu lotu með armlás. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð með því taki. „Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel,“ segir í frétt um bardaganna á MMA fréttum. Þar heldur lýsingin áfram: „Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu siður með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann,“ segir á mmafrettir.is. Björn Lúkas er búinn að klára alla fjóra bardaga sína í mótinu strax í fyrstu lotu sem sýnir styrk hans. Nú fær okkar maður eins dags frí til að safna kröftum fyrir úrslitabardagann um heimsmeistaratitilinn sem verður á laugardaginn. Björn er nú búinn að slá út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferðinni í gær vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi. Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Björn Lúkas Haraldsson.Mynd/Mjölnir
MMA Tengdar fréttir Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54 Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54
Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15