Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 22:07 Vísir/AFP Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. Þar af eru rúmlega 400 reikningar sem Twitter hefur sagt vera á beinum vegum yfirvalda í Rússlandi. Þetta eru niðurstöður tveggja mismunandi rannsókna og eru þær til marks um sterkar vísbendingar um að yfirvöld í Rússlandi hafi notað samfélagsmiðla til að hafa áhrif á stjórnmál í Bretlandi, eins og þeir hafa einnig gert í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Einungis tveir dagar eru frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa um að beita tölvuárásum og áróðri á netinu til að grafa undan frjálsum samfélögum og ýta undir deilur í vestrænum ríkjum. Margar af færslunum gerðu út á andúð á múslimum og innflytjendum.Samkvæmt frétt New York Times segja Bretar að á undanförnu ári hafi útsendarar Rússlands gert tölvuárásir á dreifikerfi Bretlands, símafyrirtækið og samgöngur.Aðrar rannsóknir á afskiptum Rússa eru þó ekki jafn afgerandi og fundu rannsakendur mismarga reikninga sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Einn hópur fann einungis fimmtíu, samkvæmt frétt Guardian.Rannsakendurnir gagnrýna þó allir fyrirtækið Twitter fyrir að vilja ekki veita rannsakendum aðgang að gögnum sem þeir segjast þurfa. Umræddir rannsakendur notuðu margir hverjir lista sem Twitter afhenti þingmönnum í Bandaríkjunum yfir reikninga sem fyrirtækið tengdi við rússnesku stofnunina Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og mun fjöldi manna vinna þar við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Rannsakendurnir sem fundu 156.252 aðganga sem dreifðu áróðri segja að rússneska sé skráð tungumál þeirra sem eigi reikningana en hins vegar hafi allar færslur þeirra sem voru gegn Evrópusambandinu verið á ensku. Enn fremur segja þeir að reikningarnir hafi farið á fullt einungis tveimur dögum fyrir kosningarnar 24. júní í fyrra. Þar áður hafi þeir ekki birt margar færslur um Brexit. Yfirvöld Í Bretlandi hafa ekki farið sömu leið og yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi það að fá svör frá þeim fyrirtækjum sem reka helstu samfélagsmiðla heimsins eins og Facebook, Twitter og Google um áróður á miðlum þeirra. Sérstök þingnefnd hefur beðið sent spurningar til fyrirtækjanna. Gagnrýnendur segja þó að ríkisstjórn Bretlands, sem er nú í samningaviðræðum við ESB um úrgöngu ríkisins, vilji ekki grafa undan eigin umboði. Brexit Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. Þar af eru rúmlega 400 reikningar sem Twitter hefur sagt vera á beinum vegum yfirvalda í Rússlandi. Þetta eru niðurstöður tveggja mismunandi rannsókna og eru þær til marks um sterkar vísbendingar um að yfirvöld í Rússlandi hafi notað samfélagsmiðla til að hafa áhrif á stjórnmál í Bretlandi, eins og þeir hafa einnig gert í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Einungis tveir dagar eru frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa um að beita tölvuárásum og áróðri á netinu til að grafa undan frjálsum samfélögum og ýta undir deilur í vestrænum ríkjum. Margar af færslunum gerðu út á andúð á múslimum og innflytjendum.Samkvæmt frétt New York Times segja Bretar að á undanförnu ári hafi útsendarar Rússlands gert tölvuárásir á dreifikerfi Bretlands, símafyrirtækið og samgöngur.Aðrar rannsóknir á afskiptum Rússa eru þó ekki jafn afgerandi og fundu rannsakendur mismarga reikninga sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Einn hópur fann einungis fimmtíu, samkvæmt frétt Guardian.Rannsakendurnir gagnrýna þó allir fyrirtækið Twitter fyrir að vilja ekki veita rannsakendum aðgang að gögnum sem þeir segjast þurfa. Umræddir rannsakendur notuðu margir hverjir lista sem Twitter afhenti þingmönnum í Bandaríkjunum yfir reikninga sem fyrirtækið tengdi við rússnesku stofnunina Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og mun fjöldi manna vinna þar við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Rannsakendurnir sem fundu 156.252 aðganga sem dreifðu áróðri segja að rússneska sé skráð tungumál þeirra sem eigi reikningana en hins vegar hafi allar færslur þeirra sem voru gegn Evrópusambandinu verið á ensku. Enn fremur segja þeir að reikningarnir hafi farið á fullt einungis tveimur dögum fyrir kosningarnar 24. júní í fyrra. Þar áður hafi þeir ekki birt margar færslur um Brexit. Yfirvöld Í Bretlandi hafa ekki farið sömu leið og yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi það að fá svör frá þeim fyrirtækjum sem reka helstu samfélagsmiðla heimsins eins og Facebook, Twitter og Google um áróður á miðlum þeirra. Sérstök þingnefnd hefur beðið sent spurningar til fyrirtækjanna. Gagnrýnendur segja þó að ríkisstjórn Bretlands, sem er nú í samningaviðræðum við ESB um úrgöngu ríkisins, vilji ekki grafa undan eigin umboði.
Brexit Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03
Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28