4+1 reglan afnumin næsta vor Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2017 14:01 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. Vísir Stjórn KKÍ hefur ákveðið að 4+1 reglan svokallaða verði afnumin frá og með næsta keppnistímabili en þetta kom fram í tilkynningu frá henni í dag. Fyrr í dag sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska ríkinu ályktun þess efnis að reglan bryti á EES-samningnum. Það sé álit stofnunarinnar að evrópskir körfuboltamenn eigi að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir körfuboltamenn. Samkvæmt 4+1 reglunni er íslenskum liðum aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann í leik hverju sinni. Það eru hins vegar engar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í leikmannahópnum sjálfum. Sjá einnig: Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórn KKÍ telur það þjóna hagsmunum íþróttarinnar og íslenska ríkisins best að breyta reglunum frá og með 1. maí næstkomandi. „Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu,“ segir í yfirlýsingunni sem var send á formenn aðildarfélaga KKÍ og nefndir sambandsins. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Yfirlýsing stjórnar KKÍ „Eftir marga fundi, símtöl og ráðleggingar ýmissa aðila hefur stjórn KKÍ farið vel yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni eftir að kvörtun barst íslenska ríkinu frá ESA um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ. ESA telur að reglur KKÍ brjóti í bága við reglur um frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðisins. Það er ljóst að skoðanir um málið eru skiptar og reglurnar túlkaðar á ýmsa vegu. Til að fá endanlega niðurstöðu í málið væri best að það færi alla leið fyrir dómstóla sem myndu skera úr um þetta álitaefni. Stjórn KKÍ hefur rætt málið ítarlega og tekið þá ákvörðun að fyrir körfuknattleikshreyfinguna og íslenska ríkið sé best að frá og með keppnistímabilinu 2018/2019 verði spilað samkvæmt þeim reglum sem ESA telur að þurfi að gera með frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðins. Er þetta gert með það í huga að hvorki KKÍ, ÍSÍ né fulltrúar íslenska ríkisins þurfi að setja í málið töluverðan tíma, vinnu og fjármagn. Ný reglugerð um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ mun taka gildi frá og með 1.maí 2018. Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu eins og fram kemur hér að ofan. Ákvörðunin er tekin með heildarhagsmuni körfuknattleikshreyfingarinnar og íslenska ríksins að leiðarljósi. Stjórn KKÍ þakkar þeim aðilum sem voru ráðgefandi um málið og þá sérstaklega laganefnd ÍSÍ en stuðningur og ráðleggingar þeirra vógu þungt í ákvörðum stjórnar KKÍ. Stjórn KKÍ vonast til þess að með þessari ákvörðun takist sátt á milli aðila og að ESA muni nú láta málið niður falla og gefa KKÍ svigrúm í að breyta sínu regluverki sem taka mun gildi 1.maí 2018.“ Körfubolti Tengdar fréttir Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12 Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Stjórn KKÍ hefur ákveðið að 4+1 reglan svokallaða verði afnumin frá og með næsta keppnistímabili en þetta kom fram í tilkynningu frá henni í dag. Fyrr í dag sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska ríkinu ályktun þess efnis að reglan bryti á EES-samningnum. Það sé álit stofnunarinnar að evrópskir körfuboltamenn eigi að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir körfuboltamenn. Samkvæmt 4+1 reglunni er íslenskum liðum aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann í leik hverju sinni. Það eru hins vegar engar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í leikmannahópnum sjálfum. Sjá einnig: Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórn KKÍ telur það þjóna hagsmunum íþróttarinnar og íslenska ríkisins best að breyta reglunum frá og með 1. maí næstkomandi. „Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu,“ segir í yfirlýsingunni sem var send á formenn aðildarfélaga KKÍ og nefndir sambandsins. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Yfirlýsing stjórnar KKÍ „Eftir marga fundi, símtöl og ráðleggingar ýmissa aðila hefur stjórn KKÍ farið vel yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni eftir að kvörtun barst íslenska ríkinu frá ESA um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ. ESA telur að reglur KKÍ brjóti í bága við reglur um frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðisins. Það er ljóst að skoðanir um málið eru skiptar og reglurnar túlkaðar á ýmsa vegu. Til að fá endanlega niðurstöðu í málið væri best að það færi alla leið fyrir dómstóla sem myndu skera úr um þetta álitaefni. Stjórn KKÍ hefur rætt málið ítarlega og tekið þá ákvörðun að fyrir körfuknattleikshreyfinguna og íslenska ríkið sé best að frá og með keppnistímabilinu 2018/2019 verði spilað samkvæmt þeim reglum sem ESA telur að þurfi að gera með frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðins. Er þetta gert með það í huga að hvorki KKÍ, ÍSÍ né fulltrúar íslenska ríkisins þurfi að setja í málið töluverðan tíma, vinnu og fjármagn. Ný reglugerð um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ mun taka gildi frá og með 1.maí 2018. Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu eins og fram kemur hér að ofan. Ákvörðunin er tekin með heildarhagsmuni körfuknattleikshreyfingarinnar og íslenska ríksins að leiðarljósi. Stjórn KKÍ þakkar þeim aðilum sem voru ráðgefandi um málið og þá sérstaklega laganefnd ÍSÍ en stuðningur og ráðleggingar þeirra vógu þungt í ákvörðum stjórnar KKÍ. Stjórn KKÍ vonast til þess að með þessari ákvörðun takist sátt á milli aðila og að ESA muni nú láta málið niður falla og gefa KKÍ svigrúm í að breyta sínu regluverki sem taka mun gildi 1.maí 2018.“
Körfubolti Tengdar fréttir Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12 Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12