Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 12:45 Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir er í viðtali í nóvembertölublaði Glamour. Silja Magg „Maður er náttúrulega að hugsa hlutina upp á nýtt vegna umræðunnar, eins og núna um kynferðislega áreitni. Þessir fullorðnu karlar sem voru oft niðri í leikhúsi þegar ég var ung kona og voru að klípa mann í rassinn og svona, maður bara tók því sem hrósi þá. Ég verð að viðurkenna það. Af því að ég veit að þetta var ekki illa meint,“ sagði Guðrún S. Gísladóttir leikkona í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. „Stundum verð ég alveg... yfir öllu vælinu. Eða ég upplifi umræðuna þannig stundum. Kannski af því að í minni ætt eru mjög sterkar konur sem gjarnan hafa orðið ekkjur ungar, og séð um allt. Ég vorkenni körlum, ég verð að segja það, mér finnst þeir stundum svo hjálparvana, finna aldrei neitt og svona.“ Aðeins konur komu að útgáfu nóvembertölublaðs GlamourForsíðumynd/Silja Magg Haft er eftir Birnu Hafstein formanni Félags íslenskra leikara í umfjöllun Vísis í dag um valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistarinnar á Íslandi að rannsaka þurfi þessi mál. Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir segir þar einnig frá körlum sem klipið hafi í rassinn á leikkonum. „Ég er fædd 1968 og er af þeirri kynslóð kvenna að ég sparka í rassinn á þeim sem klípa í rassinn á mér. Dætur okkar þær eru bara með mörkin á öðrum stað og segja, hey, ekki klípa í rassinn á mér, það er ekki í boði. Ég sagði það aldrei, þannig að ég ég lærði að slá. Þær eru að krefjast þess að þurfa ekki að vera á varðbergi.“ segir hún að þessi þróun sé stórkostleg og að þetta sé merki um að samfélagið sé að þroskast. Sjá einnig: Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Guðrún segir í viðtali sínu að í hennar ætt deyi karlmenn ungir og konurnar sjái um allt saman. Að hennar mati eru konur sterkara kynið. „Ég held að það loði við mína móðurfjölskyldu að fara varlega með karlpeninginn, veikara kynið, kannski vegna þess að hann hefur fallið frá í minni ætt. Mamma er í dagvist fyrir gamalt fólk og þar er kannski einn karl á hverjar 20 konur. Þeir falla frá fyrr. Svo eru þær líka duglegri að skemmta sér. Það eru þær sem sitja í leikhúsinu, þær sem lesa bækurnar. Hvað helduru að sé gaman hjá þessum karlræflum. Hvað eru þeir að gera?“ Um meint fyllerí í leikhúsunum sagði Guðrún: „Ég held að ég hljóti að hafa verið fyrir mína tíð. Eða svo segja sögurnar og allir að sofa saman uppi á herbergi og eitthvað. Ég missti alveg af því og gömlu körlunum fannst það hálf skítt, að nú væri þetta orðið hálfgert klaustur. Nú passa leikhússtjórarnir sig á því að hafa alltaf sýningu daginn eftir frumsýningu, svo enginn fari á fyllerí.“ Viðtalið má lesa í heild sinni í nóvembertölublaði Glamour. MeToo Tengdar fréttir Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
„Maður er náttúrulega að hugsa hlutina upp á nýtt vegna umræðunnar, eins og núna um kynferðislega áreitni. Þessir fullorðnu karlar sem voru oft niðri í leikhúsi þegar ég var ung kona og voru að klípa mann í rassinn og svona, maður bara tók því sem hrósi þá. Ég verð að viðurkenna það. Af því að ég veit að þetta var ekki illa meint,“ sagði Guðrún S. Gísladóttir leikkona í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. „Stundum verð ég alveg... yfir öllu vælinu. Eða ég upplifi umræðuna þannig stundum. Kannski af því að í minni ætt eru mjög sterkar konur sem gjarnan hafa orðið ekkjur ungar, og séð um allt. Ég vorkenni körlum, ég verð að segja það, mér finnst þeir stundum svo hjálparvana, finna aldrei neitt og svona.“ Aðeins konur komu að útgáfu nóvembertölublaðs GlamourForsíðumynd/Silja Magg Haft er eftir Birnu Hafstein formanni Félags íslenskra leikara í umfjöllun Vísis í dag um valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistarinnar á Íslandi að rannsaka þurfi þessi mál. Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir segir þar einnig frá körlum sem klipið hafi í rassinn á leikkonum. „Ég er fædd 1968 og er af þeirri kynslóð kvenna að ég sparka í rassinn á þeim sem klípa í rassinn á mér. Dætur okkar þær eru bara með mörkin á öðrum stað og segja, hey, ekki klípa í rassinn á mér, það er ekki í boði. Ég sagði það aldrei, þannig að ég ég lærði að slá. Þær eru að krefjast þess að þurfa ekki að vera á varðbergi.“ segir hún að þessi þróun sé stórkostleg og að þetta sé merki um að samfélagið sé að þroskast. Sjá einnig: Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Guðrún segir í viðtali sínu að í hennar ætt deyi karlmenn ungir og konurnar sjái um allt saman. Að hennar mati eru konur sterkara kynið. „Ég held að það loði við mína móðurfjölskyldu að fara varlega með karlpeninginn, veikara kynið, kannski vegna þess að hann hefur fallið frá í minni ætt. Mamma er í dagvist fyrir gamalt fólk og þar er kannski einn karl á hverjar 20 konur. Þeir falla frá fyrr. Svo eru þær líka duglegri að skemmta sér. Það eru þær sem sitja í leikhúsinu, þær sem lesa bækurnar. Hvað helduru að sé gaman hjá þessum karlræflum. Hvað eru þeir að gera?“ Um meint fyllerí í leikhúsunum sagði Guðrún: „Ég held að ég hljóti að hafa verið fyrir mína tíð. Eða svo segja sögurnar og allir að sofa saman uppi á herbergi og eitthvað. Ég missti alveg af því og gömlu körlunum fannst það hálf skítt, að nú væri þetta orðið hálfgert klaustur. Nú passa leikhússtjórarnir sig á því að hafa alltaf sýningu daginn eftir frumsýningu, svo enginn fari á fyllerí.“ Viðtalið má lesa í heild sinni í nóvembertölublaði Glamour.
MeToo Tengdar fréttir Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00