Eyjar breytast í Alcatraz fyrir strákana: Er í lagi að stelpurnar spili í annars flokks sal? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 10:00 FH og ÍBV mætast í stórleik níundu umferðar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.20. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Eyjum en liðin sættust á að víxla heimaleik sem þýðir að ÍBV-liðið verður ekki enn búið að spila á heimavelli eftir níu umferðir. Verið er að leggja parket í aðalsalinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fékk ÍBV því að víxla heimaleikjunum sem það átti að spila í fyrstu fimm umferðunum. Eyjamenn áttu svo að spila heima á móti Val í sjöttu umferð en fengu að víxla þeim leik líka og spila ekki heima fyrr en í elleftu umferð á móti Fram í næstu viku.Sigurbergur Sveinsson og félagar verða meira og minna heima í Eyjum það sem eftir er.vísir/ernirÞetta þýðir að í þeim fjórtán leikjum sem liðið á eftir spilar það ellefu á heimavelli sem er augljóslega mikill plús. Það er með tólf stig í fjórða sæti deidlarinnar og á eftir að fá alla deildina í heimsókn. Þessi heimaleikjahrina fór ekki vel í Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðinga Seinni bylgjunnar, sem tóku málið fyrir í þættinum á mánudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD. Allt er þetta hið furðulegasta mál þar sem annar keppnissalur er í Vestmannaeyjum en þar spilar kvennaliðið sína heimaleiki og spurðu menn sig hvers vegna karlaliðið getur ekki spilað á sama stað. „Ég skil ekki hvernig HSÍ getur leyft þetta. Það er jú sambandið sem á að hafa lög og reglu. Gott og vel ef það væri ekki löglegur keppnissalur í Vestmannaeyjum en stelpurnar eru að spila heimaleiki þarna. Hver er munurinn? Ég spyr að því,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Vilja strákarnir ekki spila þarna? Þeir hafa bara ekkert val um það. Þeir eru með löglegan keppnisvöll í Vestmannaeyjum sem stelpurnar geta spilað á. Hvað er verið að segja? Er annars flokks salur fyrir stelpurnar? Mér finnst þetta óverjanlegt.“ Jóhann Gunnar tók í sama streng: „Það er ekki eins og ÍBV hefur ekki spilað í þessum sal. Það spilaði þarna 2014 man ég. Þetta hlýtur að vera útpælt hjá þeim. Núna þegar að kemur hræðilegt veður og allir þurfa að sigla með Herjólfi í þrjá tíma þá þurfa allir að koma til þeirra. Hvaða gáfumenn stendur á baki við þetta?“ sagði hann og bætti við: „Frá 10. desember til 25. mars þá eru þeir á Eyjunni. Þetta er bara Alcatraz fyrir leikmennina. Þeir eru fastir á Eyjunni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Brot úr þættinum, sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
FH og ÍBV mætast í stórleik níundu umferðar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.20. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Eyjum en liðin sættust á að víxla heimaleik sem þýðir að ÍBV-liðið verður ekki enn búið að spila á heimavelli eftir níu umferðir. Verið er að leggja parket í aðalsalinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fékk ÍBV því að víxla heimaleikjunum sem það átti að spila í fyrstu fimm umferðunum. Eyjamenn áttu svo að spila heima á móti Val í sjöttu umferð en fengu að víxla þeim leik líka og spila ekki heima fyrr en í elleftu umferð á móti Fram í næstu viku.Sigurbergur Sveinsson og félagar verða meira og minna heima í Eyjum það sem eftir er.vísir/ernirÞetta þýðir að í þeim fjórtán leikjum sem liðið á eftir spilar það ellefu á heimavelli sem er augljóslega mikill plús. Það er með tólf stig í fjórða sæti deidlarinnar og á eftir að fá alla deildina í heimsókn. Þessi heimaleikjahrina fór ekki vel í Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðinga Seinni bylgjunnar, sem tóku málið fyrir í þættinum á mánudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD. Allt er þetta hið furðulegasta mál þar sem annar keppnissalur er í Vestmannaeyjum en þar spilar kvennaliðið sína heimaleiki og spurðu menn sig hvers vegna karlaliðið getur ekki spilað á sama stað. „Ég skil ekki hvernig HSÍ getur leyft þetta. Það er jú sambandið sem á að hafa lög og reglu. Gott og vel ef það væri ekki löglegur keppnissalur í Vestmannaeyjum en stelpurnar eru að spila heimaleiki þarna. Hver er munurinn? Ég spyr að því,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Vilja strákarnir ekki spila þarna? Þeir hafa bara ekkert val um það. Þeir eru með löglegan keppnisvöll í Vestmannaeyjum sem stelpurnar geta spilað á. Hvað er verið að segja? Er annars flokks salur fyrir stelpurnar? Mér finnst þetta óverjanlegt.“ Jóhann Gunnar tók í sama streng: „Það er ekki eins og ÍBV hefur ekki spilað í þessum sal. Það spilaði þarna 2014 man ég. Þetta hlýtur að vera útpælt hjá þeim. Núna þegar að kemur hræðilegt veður og allir þurfa að sigla með Herjólfi í þrjá tíma þá þurfa allir að koma til þeirra. Hvaða gáfumenn stendur á baki við þetta?“ sagði hann og bætti við: „Frá 10. desember til 25. mars þá eru þeir á Eyjunni. Þetta er bara Alcatraz fyrir leikmennina. Þeir eru fastir á Eyjunni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Brot úr þættinum, sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira