Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 17:15 Björn Lúkas hefur náð góðum árangri á HM. Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram í Barein þessa dagana en það er alþjóðlega MMA sambandið (IMMAF) sem stendur að mótinu. MMA samband Barein og Ólympíuráð landsins býður Birni út á mótið og greiðir allan kostnað fyrir Björn og þjálfara. Mjölnismaðurinn Björn Lúkas er eini Íslendingurinn á mótinu en hann hefur nú unnið fyrstu tvo bardagana sína á mótinu. Í gær, mánudag, sigraði hann Spánverja með armlás í 1. lotu. Í dag mætti hann svo Fionn Healy-Magwa frá Írlandi en Írinn æfir hjá SBG í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh. Bardaginn var því hálfgerður frændaslagur enda lengi ríkt vinskapur og samstarf á milli SBG og Mjölnis. Það hafði greinilega engin áhrif á Björn Lúkas sem fór einfaldlega létt með Írann. Björn Lúkas raðaði höggunum inn og kláraði hann svo með hásparki þegar 1. lota var hálfnuð. Björn er nú búinn að klára báða bardaga sína á HM í 1. lotu. Samtals er hann búinn með fjóra bardaga á MMA ferlinum og alla hefur hann klárað í 1. lotu. Hinn 22 ára Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og hefur stefnt að MMA lengi. Björn Lúkas mætir svo Ný-Sjálendingnum Stacy Waikato á morgun í 8-manna úrslitum. Bardögunum er streymt í gegnum smáforrit BahrainTV og verður hægt að sjá Björn Lúkas berjast þar. MMA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sjá meira
Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram í Barein þessa dagana en það er alþjóðlega MMA sambandið (IMMAF) sem stendur að mótinu. MMA samband Barein og Ólympíuráð landsins býður Birni út á mótið og greiðir allan kostnað fyrir Björn og þjálfara. Mjölnismaðurinn Björn Lúkas er eini Íslendingurinn á mótinu en hann hefur nú unnið fyrstu tvo bardagana sína á mótinu. Í gær, mánudag, sigraði hann Spánverja með armlás í 1. lotu. Í dag mætti hann svo Fionn Healy-Magwa frá Írlandi en Írinn æfir hjá SBG í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh. Bardaginn var því hálfgerður frændaslagur enda lengi ríkt vinskapur og samstarf á milli SBG og Mjölnis. Það hafði greinilega engin áhrif á Björn Lúkas sem fór einfaldlega létt með Írann. Björn Lúkas raðaði höggunum inn og kláraði hann svo með hásparki þegar 1. lota var hálfnuð. Björn er nú búinn að klára báða bardaga sína á HM í 1. lotu. Samtals er hann búinn með fjóra bardaga á MMA ferlinum og alla hefur hann klárað í 1. lotu. Hinn 22 ára Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og hefur stefnt að MMA lengi. Björn Lúkas mætir svo Ný-Sjálendingnum Stacy Waikato á morgun í 8-manna úrslitum. Bardögunum er streymt í gegnum smáforrit BahrainTV og verður hægt að sjá Björn Lúkas berjast þar.
MMA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sjá meira