Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 17:15 Björn Lúkas hefur náð góðum árangri á HM. Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram í Barein þessa dagana en það er alþjóðlega MMA sambandið (IMMAF) sem stendur að mótinu. MMA samband Barein og Ólympíuráð landsins býður Birni út á mótið og greiðir allan kostnað fyrir Björn og þjálfara. Mjölnismaðurinn Björn Lúkas er eini Íslendingurinn á mótinu en hann hefur nú unnið fyrstu tvo bardagana sína á mótinu. Í gær, mánudag, sigraði hann Spánverja með armlás í 1. lotu. Í dag mætti hann svo Fionn Healy-Magwa frá Írlandi en Írinn æfir hjá SBG í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh. Bardaginn var því hálfgerður frændaslagur enda lengi ríkt vinskapur og samstarf á milli SBG og Mjölnis. Það hafði greinilega engin áhrif á Björn Lúkas sem fór einfaldlega létt með Írann. Björn Lúkas raðaði höggunum inn og kláraði hann svo með hásparki þegar 1. lota var hálfnuð. Björn er nú búinn að klára báða bardaga sína á HM í 1. lotu. Samtals er hann búinn með fjóra bardaga á MMA ferlinum og alla hefur hann klárað í 1. lotu. Hinn 22 ára Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og hefur stefnt að MMA lengi. Björn Lúkas mætir svo Ný-Sjálendingnum Stacy Waikato á morgun í 8-manna úrslitum. Bardögunum er streymt í gegnum smáforrit BahrainTV og verður hægt að sjá Björn Lúkas berjast þar. MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram í Barein þessa dagana en það er alþjóðlega MMA sambandið (IMMAF) sem stendur að mótinu. MMA samband Barein og Ólympíuráð landsins býður Birni út á mótið og greiðir allan kostnað fyrir Björn og þjálfara. Mjölnismaðurinn Björn Lúkas er eini Íslendingurinn á mótinu en hann hefur nú unnið fyrstu tvo bardagana sína á mótinu. Í gær, mánudag, sigraði hann Spánverja með armlás í 1. lotu. Í dag mætti hann svo Fionn Healy-Magwa frá Írlandi en Írinn æfir hjá SBG í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh. Bardaginn var því hálfgerður frændaslagur enda lengi ríkt vinskapur og samstarf á milli SBG og Mjölnis. Það hafði greinilega engin áhrif á Björn Lúkas sem fór einfaldlega létt með Írann. Björn Lúkas raðaði höggunum inn og kláraði hann svo með hásparki þegar 1. lota var hálfnuð. Björn er nú búinn að klára báða bardaga sína á HM í 1. lotu. Samtals er hann búinn með fjóra bardaga á MMA ferlinum og alla hefur hann klárað í 1. lotu. Hinn 22 ára Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og hefur stefnt að MMA lengi. Björn Lúkas mætir svo Ný-Sjálendingnum Stacy Waikato á morgun í 8-manna úrslitum. Bardögunum er streymt í gegnum smáforrit BahrainTV og verður hægt að sjá Björn Lúkas berjast þar.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira