Mótmælendur bauluðu á bandarísku sendinefndina á loftslagsfundi SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 11:08 Hópur fólks stóð fyrir setumótmælum fyrir utan kynningu bandarísku sendinefndarinnar í gær. Ein krafa mótmælenda er að jarðefnaeldsneyti verði skilið eftir neðanjarðar. Vísir/EPA Boðskap sendinefndar Bandaríkjastjórnar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Þýskalandi um að jarðefnaeldsneyti og kjarnorka séu lausn á loftslagsvandanum var tekið fálega í gær. Mótmælendur bauluðu á sendinefndina og gengu á endanum út af kynningu hennar. Eini opinberi viðburður bandarísku sendinefndarinnar var kynningin sem hún hélt í Bonn í gærkvöldi. Þar talaði meðal annars aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í orkumálum um að það væri heiminum til hagsbóta að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti. Bruni á jarðefnaeldsneyti er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda nú hnattrænni hlýnun. Skilaboð bandarísku sendinefndarinnar ganga því þvert á stefnuna sem aðrar þjóðir, sveitarfélög, fyrirtæki og samtök kynna á fundinum.New York Times segir að mótmælendur hafi stöðvað kynningu bandarísku nefndarinnar í að minnsta kosti tíu mínútur með söng og slagorðum. Mótmælendurnir gengu síðan út og skildu eftir hálftóman sal. Afgangurinn af kynningunni einkenndist einnig af frammíköllum og andmælum frá áhorfendum.Stefna ein út úr ParísarsamkomulaginuLoftslagfundurinn í Bonn er sá fyrsti eftir að Trump lýsti því yfir í júní að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt skilmálum þess getur hann þó ekki gert það formlega fyrr en árið 2020. Tilkynnt var í síðust viku að Sýrlendingar hefðu skrifað undir samkomulagið. Bandaríkin eru því eina ríki heims sem stefnir á að standa utan þess. Markmið samkomulagsins er að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C.Hópur bandarískra ríkis- og borgarstjóra sem eru öndverðum meiði við stefnu Trump-stjórnarinnar er viðstaddur fundinn í Bonn. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, gagnrýndi málflutning bandarísku sendinefndarinnar. „Að tala upp kol á loftslagsfundi er eins og að tala upp sígarettur á krabbameinsfundi,“ sagði Bloomberg. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Sjá meira
Boðskap sendinefndar Bandaríkjastjórnar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Þýskalandi um að jarðefnaeldsneyti og kjarnorka séu lausn á loftslagsvandanum var tekið fálega í gær. Mótmælendur bauluðu á sendinefndina og gengu á endanum út af kynningu hennar. Eini opinberi viðburður bandarísku sendinefndarinnar var kynningin sem hún hélt í Bonn í gærkvöldi. Þar talaði meðal annars aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í orkumálum um að það væri heiminum til hagsbóta að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti. Bruni á jarðefnaeldsneyti er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda nú hnattrænni hlýnun. Skilaboð bandarísku sendinefndarinnar ganga því þvert á stefnuna sem aðrar þjóðir, sveitarfélög, fyrirtæki og samtök kynna á fundinum.New York Times segir að mótmælendur hafi stöðvað kynningu bandarísku nefndarinnar í að minnsta kosti tíu mínútur með söng og slagorðum. Mótmælendurnir gengu síðan út og skildu eftir hálftóman sal. Afgangurinn af kynningunni einkenndist einnig af frammíköllum og andmælum frá áhorfendum.Stefna ein út úr ParísarsamkomulaginuLoftslagfundurinn í Bonn er sá fyrsti eftir að Trump lýsti því yfir í júní að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt skilmálum þess getur hann þó ekki gert það formlega fyrr en árið 2020. Tilkynnt var í síðust viku að Sýrlendingar hefðu skrifað undir samkomulagið. Bandaríkin eru því eina ríki heims sem stefnir á að standa utan þess. Markmið samkomulagsins er að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C.Hópur bandarískra ríkis- og borgarstjóra sem eru öndverðum meiði við stefnu Trump-stjórnarinnar er viðstaddur fundinn í Bonn. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, gagnrýndi málflutning bandarísku sendinefndarinnar. „Að tala upp kol á loftslagsfundi er eins og að tala upp sígarettur á krabbameinsfundi,“ sagði Bloomberg.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Sjá meira
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39