Segja Putin spila með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2017 23:30 James Clapper og John Brennan. Vísir/GETTY Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna segja Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera að spila með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, gagnrýna forsetann harðlega fyrir að gera lítið úr þeirri ógn sem þeir segja að stafi af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir segja enn fremur að Trump sé að leyfa Putin að komast upp með afskipti sín og gagnrýna forsetann harðlega. Trump og Putin ræddust við í gær og eftir samtal þeirra sagði Trump blaðamönnum að Putin hefði sagt að ásakanir um afskipti af kosningum ættu ekki rétt á sér. „Þetta er annað hvort barnsleg hegðun eða fáfræði sem Trump er að sýna gagnavart Putin,“ sagði Brennan í viðtali á CNN í dag. Hann og Clapper voru báðir í viðtalinu.Trump gaf í skyn í dag að hann stæði með leyniþjónustum Bandaríkjanna og þá sérstaklega núverandi yfirmönnum stofnananna, sem hann skipaði í embætti. Niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó ekki breyst frá því að skipt var um yfirmenn þar. Forsetinn dró einnig úr gildi niðurstaðna stofnananna um afskipti Rússa af kosningunum. Washington Post bendir á að Trump virðist hafa reynt að breyta orðum sínum í dag. Mike Pompeo, núverandi yfirmaður CIA, sagði í gær að hann stæði við niðurstöður stofnunarinnar.Sjá einnig: Yfirmaður CIA ósammála TrumpBrennan sagði einnig að lærdómurinn sem Putin muni draga frá samskiptum þeirra sé að hægt sé að spila með Trump með því að nýta hégóma og óöryggi forsetans. Það væri áhyggjuefni og sérstaklega með tilliti til öryggis þjóðarinnar. Clapper sagðist sammála þeirri greiningu.Þeir Brennan og Clapper sögðust hvorugur skilja af hverju Trump vildi ekki segja Putin að Bandaríkin viti hvað Rússar hafi gert. „Ég skil ekki tvísýnina um þetta mál,“ sagði Brennan. „Putin er staðráðin í því að grafa undan kerfi okkar, lýðræði og stöðu í heiminum. Að reyna að mála það einhvern veginn öðruvísi er stórundarlegt. Í rauninni ógnar það Bandaríkjunum.“ Clapper sagði sömuleiðis að það væri ljóst að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum og það væri „furðulegt að Trump vildi ekki sætta sig við það og þrýsta á Putin“. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna segja Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera að spila með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, gagnrýna forsetann harðlega fyrir að gera lítið úr þeirri ógn sem þeir segja að stafi af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir segja enn fremur að Trump sé að leyfa Putin að komast upp með afskipti sín og gagnrýna forsetann harðlega. Trump og Putin ræddust við í gær og eftir samtal þeirra sagði Trump blaðamönnum að Putin hefði sagt að ásakanir um afskipti af kosningum ættu ekki rétt á sér. „Þetta er annað hvort barnsleg hegðun eða fáfræði sem Trump er að sýna gagnavart Putin,“ sagði Brennan í viðtali á CNN í dag. Hann og Clapper voru báðir í viðtalinu.Trump gaf í skyn í dag að hann stæði með leyniþjónustum Bandaríkjanna og þá sérstaklega núverandi yfirmönnum stofnananna, sem hann skipaði í embætti. Niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó ekki breyst frá því að skipt var um yfirmenn þar. Forsetinn dró einnig úr gildi niðurstaðna stofnananna um afskipti Rússa af kosningunum. Washington Post bendir á að Trump virðist hafa reynt að breyta orðum sínum í dag. Mike Pompeo, núverandi yfirmaður CIA, sagði í gær að hann stæði við niðurstöður stofnunarinnar.Sjá einnig: Yfirmaður CIA ósammála TrumpBrennan sagði einnig að lærdómurinn sem Putin muni draga frá samskiptum þeirra sé að hægt sé að spila með Trump með því að nýta hégóma og óöryggi forsetans. Það væri áhyggjuefni og sérstaklega með tilliti til öryggis þjóðarinnar. Clapper sagðist sammála þeirri greiningu.Þeir Brennan og Clapper sögðust hvorugur skilja af hverju Trump vildi ekki segja Putin að Bandaríkin viti hvað Rússar hafi gert. „Ég skil ekki tvísýnina um þetta mál,“ sagði Brennan. „Putin er staðráðin í því að grafa undan kerfi okkar, lýðræði og stöðu í heiminum. Að reyna að mála það einhvern veginn öðruvísi er stórundarlegt. Í rauninni ógnar það Bandaríkjunum.“ Clapper sagði sömuleiðis að það væri ljóst að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum og það væri „furðulegt að Trump vildi ekki sætta sig við það og þrýsta á Putin“.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17