Meinsemdin dulið eignarhald Sigurður Magnason skrifar 13. nóvember 2017 07:00 Meðal verkefna nýs Alþingis og næstu ríkisstjórnar verður að byggja upp traust í samfélaginu. Ein forsenda trausts er að menn segi deili á sér. Þetta á við í viðskiptalífinu ekki síður en í daglegum samskiptum manna. Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegu ríkjasamstarfi Financial action task force um aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl., en í því felst m.a. að upplýsa beri um endanlegt eignarhald lögaðila. En Ísland fær þá umsögn að þessi skuldbinding sé aðeins uppfyllt að hluta til (e. „partially compliant“).1,2 Átakanleg mynd af ástandi þessara mála hefur verið að birtast almenningi í fjölmiðlum, vegna gagnaleka um huldufélög í skattaskjólum. Þær upplýsingar gefa bæði tilefni og tækifæri til að færa þessi mál til betri vegar. Fjölmiðlar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, með því að leita svara og upplýsa um eðli þessara mála og að styðja við frjálsa og gagnrýna umræðu um þau. Bankar munu hafa stofnað til fjölda eignarhaldsfélaga fyrir hönd viðskiptavina sinna á aflandssvæðum, þar sem enginn virðist hafa átt að geta vitað hver stæði á bak við þau. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal þeirra sem hafa borið að hafa fengið slíka þjónustu.3 Þar sem fjármálastofnanir eru háðar starfsleyfi stjórnvalda, þurfa að fara að íslenskum lögum og sæta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, ætti stjórnvöldum að vera í lófa lagið að koma þessum málum í lag. Leita ætti eftir samstarfi um það við greinina, enda mjög í hennar eigin þágu að byggja upp traust almennings til fjármálafyrirtækja. Þá virðist dulið eignarhald vera mikil lenska í viðskiptalífinu. Ákvæði ýmissa laga sem gilda um viðskiptalífið virðast haldlítil á meðan hægt er að dylja eignarhald; s.s. ákvæði skattalaga, samkeppnislaga og laga gegn hringamyndun eða innherjaviðskiptum. Svo virðist sem berja þurfi í einhverja bresti í lagaumhverfinu, s.s. í lögum um eignarhaldsfélög. Með því að fullt gagnsæi ríkti um eignarhald yrðu aðilar markaðarins jafnir fyrir slíkum lögum í reynd. Opinberir aðilar munu jafnvel hafa stofnað og átt í viðskiptum við huldufélög á aflandssvæðum. Það ættu að vera hæg heimatökin fyrir stjórnvöld að setja sjálfum sér og þeim stofnunum sem undir þau heyra þá reglu að eiga ekki í slíkum viðskiptum. Loks hefur sumu venjulegu fólki sem á peninga verið talin trú um að réttmæt eign þess sé best geymd og varin í skattaskjóli. Jafnvel þó svo að þeir peningar verði þá lagalega séð ekki í eigu viðkomandi, heldur umrædds félags.4 (–„Peningarnir eiga sig sjálfir“). Nokkuð virðist vera um slíka tilhögun hér á landi.Farvegur fyrir spillingu Í fræðilegri úttekt Cooley og Sharman er því lýst hvernig dulið eignarhald er ásamt fleiru farvegur fyrir spillingu og peningaþvætti víða um heim. Einnig hvernig aðilar í bankastarfsemi, endurskoðun, fasteignasölu o.fl. löglegum og virtum greinum hjálpa viðskiptavinum sínum að dyljast og skaffa lagalega staðgengla í þeirra stað, í því skyni að veita þeim skjól frá eftirlits- og löggæslustofnunum. Viðmælendur höfundanna við eftirlits- og löggæslustofnanir voru flestir á því að sýndarfyrirtæki (e. shell companies) með duldu eignarhaldi væru stærsta hindrunin í viðureign þeirra við alþjóðleg efnahagsbrot.2 Samtökin Global witness hafa um margt verið brautryðjendur í að opna umræðuna um dulið eignarhald og andæfa því,5 en fleiri hafa lagt þeirri baráttu lið. Skilningur hefur vaxið og vitund aukist um hvað við er að eiga. Og mikilvæg skref hafa verið stigin til að stemma stigu við duldu eignarhaldi, bæði í löggjöf einstakra ríkja og í alþjóðasamstarfi. Það væri verðugt verkefni fyrir Alþingi og næstu ríkisstjórn að hafa forystu um að koma þessum málum í lag. Hvernig væri að grunnur yrði lagður að því í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar, að losa samfélag okkar undan þeirri meinsemd sem dulið eignarhald er?Höfundur er læknir.Heimildir 1) Heimasíða The Financial Action Task Force (FATF) 2) Alexander Cooley, Jason C. Sharman: Transnational Corruption and the Globalized Individual Perspectives on Politics (gefið út af APSA, Americal Political Science Assocition) Volume 15, Issue 3 September 2017 , pp. 732-753 Published online: 18 August 2017 3) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Málalok. Vísir 2.10.2017 4) The Perfect Offshore Asset Protecion Plan Structure - Belize Trust, LLC w/ Offshore Bank Account 5) Charmian Gooch: My wish: to launch a new era of openness in business Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Meðal verkefna nýs Alþingis og næstu ríkisstjórnar verður að byggja upp traust í samfélaginu. Ein forsenda trausts er að menn segi deili á sér. Þetta á við í viðskiptalífinu ekki síður en í daglegum samskiptum manna. Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegu ríkjasamstarfi Financial action task force um aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl., en í því felst m.a. að upplýsa beri um endanlegt eignarhald lögaðila. En Ísland fær þá umsögn að þessi skuldbinding sé aðeins uppfyllt að hluta til (e. „partially compliant“).1,2 Átakanleg mynd af ástandi þessara mála hefur verið að birtast almenningi í fjölmiðlum, vegna gagnaleka um huldufélög í skattaskjólum. Þær upplýsingar gefa bæði tilefni og tækifæri til að færa þessi mál til betri vegar. Fjölmiðlar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, með því að leita svara og upplýsa um eðli þessara mála og að styðja við frjálsa og gagnrýna umræðu um þau. Bankar munu hafa stofnað til fjölda eignarhaldsfélaga fyrir hönd viðskiptavina sinna á aflandssvæðum, þar sem enginn virðist hafa átt að geta vitað hver stæði á bak við þau. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal þeirra sem hafa borið að hafa fengið slíka þjónustu.3 Þar sem fjármálastofnanir eru háðar starfsleyfi stjórnvalda, þurfa að fara að íslenskum lögum og sæta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, ætti stjórnvöldum að vera í lófa lagið að koma þessum málum í lag. Leita ætti eftir samstarfi um það við greinina, enda mjög í hennar eigin þágu að byggja upp traust almennings til fjármálafyrirtækja. Þá virðist dulið eignarhald vera mikil lenska í viðskiptalífinu. Ákvæði ýmissa laga sem gilda um viðskiptalífið virðast haldlítil á meðan hægt er að dylja eignarhald; s.s. ákvæði skattalaga, samkeppnislaga og laga gegn hringamyndun eða innherjaviðskiptum. Svo virðist sem berja þurfi í einhverja bresti í lagaumhverfinu, s.s. í lögum um eignarhaldsfélög. Með því að fullt gagnsæi ríkti um eignarhald yrðu aðilar markaðarins jafnir fyrir slíkum lögum í reynd. Opinberir aðilar munu jafnvel hafa stofnað og átt í viðskiptum við huldufélög á aflandssvæðum. Það ættu að vera hæg heimatökin fyrir stjórnvöld að setja sjálfum sér og þeim stofnunum sem undir þau heyra þá reglu að eiga ekki í slíkum viðskiptum. Loks hefur sumu venjulegu fólki sem á peninga verið talin trú um að réttmæt eign þess sé best geymd og varin í skattaskjóli. Jafnvel þó svo að þeir peningar verði þá lagalega séð ekki í eigu viðkomandi, heldur umrædds félags.4 (–„Peningarnir eiga sig sjálfir“). Nokkuð virðist vera um slíka tilhögun hér á landi.Farvegur fyrir spillingu Í fræðilegri úttekt Cooley og Sharman er því lýst hvernig dulið eignarhald er ásamt fleiru farvegur fyrir spillingu og peningaþvætti víða um heim. Einnig hvernig aðilar í bankastarfsemi, endurskoðun, fasteignasölu o.fl. löglegum og virtum greinum hjálpa viðskiptavinum sínum að dyljast og skaffa lagalega staðgengla í þeirra stað, í því skyni að veita þeim skjól frá eftirlits- og löggæslustofnunum. Viðmælendur höfundanna við eftirlits- og löggæslustofnanir voru flestir á því að sýndarfyrirtæki (e. shell companies) með duldu eignarhaldi væru stærsta hindrunin í viðureign þeirra við alþjóðleg efnahagsbrot.2 Samtökin Global witness hafa um margt verið brautryðjendur í að opna umræðuna um dulið eignarhald og andæfa því,5 en fleiri hafa lagt þeirri baráttu lið. Skilningur hefur vaxið og vitund aukist um hvað við er að eiga. Og mikilvæg skref hafa verið stigin til að stemma stigu við duldu eignarhaldi, bæði í löggjöf einstakra ríkja og í alþjóðasamstarfi. Það væri verðugt verkefni fyrir Alþingi og næstu ríkisstjórn að hafa forystu um að koma þessum málum í lag. Hvernig væri að grunnur yrði lagður að því í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar, að losa samfélag okkar undan þeirri meinsemd sem dulið eignarhald er?Höfundur er læknir.Heimildir 1) Heimasíða The Financial Action Task Force (FATF) 2) Alexander Cooley, Jason C. Sharman: Transnational Corruption and the Globalized Individual Perspectives on Politics (gefið út af APSA, Americal Political Science Assocition) Volume 15, Issue 3 September 2017 , pp. 732-753 Published online: 18 August 2017 3) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Málalok. Vísir 2.10.2017 4) The Perfect Offshore Asset Protecion Plan Structure - Belize Trust, LLC w/ Offshore Bank Account 5) Charmian Gooch: My wish: to launch a new era of openness in business
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun