Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2017 07:35 Donald Trump hefur verið í Víetnam síðustu daga en nú liggur leiðin til Filippseyja. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kína hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. Trump hefur verið á ferðalagi í Asíu síðustu daga og liggur leiðin nú til Filippseyja þar sem fundur ASEAN, Sambands Suðaustur-Asíuríkja, er hafinn. Trump tísti í morgun að hann hafi reynt að koma á vináttu á milli hans og Kim Jong-un, þó að líklega megi þar finna vott af kaldhæðni í texta forsetans. „Ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan,“ segir Trump. Bandaríkjaforseti upplýsti, einnig í tísti, að kínverski forsetinn Xi Jingping hafi samþykkt enn strangari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Segir hann að framfarir hafi náðst í deilunni.President Xi of China has stated that he is upping the sanctions against #NoKo. Said he wants them to denuclearize. Progress is being made.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2017 Á síðustu misserum hafa stjórnvöld í Washington og Pyongyang átt í orðastríði og hafa deilur Norður-Kóreustjórnar við nágranna sína og umheiminn sjaldan verið eldfimari. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði um helgina að Trump væri stríðsæsingamaður sem óskaði þess að vopnuð átök myndu brjótast út á Kóreuskaganum. „Í heimsókn sinni [til Asíu] hefur Trump sýnt sitt rétta eðli sem eyðingarafl þegar kemur að heimsfriði og stöðugleika, og hann hefur beðið um kjarnorkustríð á Kóreuskaga.“ Nú hefur Trump tíst á ný: „Af hverju ætti Kim Jong-un að móðga mig með því að kalla mig „gamlan“ þegar ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan“. Æ já, ég reyni að vera vinur hans – kannski verður það þannig einhvern daginn!“Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Leiðtogafundur Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í gær. Forsetar Bandaríkjanna og Kína tóku báðir til máls. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kína hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. Trump hefur verið á ferðalagi í Asíu síðustu daga og liggur leiðin nú til Filippseyja þar sem fundur ASEAN, Sambands Suðaustur-Asíuríkja, er hafinn. Trump tísti í morgun að hann hafi reynt að koma á vináttu á milli hans og Kim Jong-un, þó að líklega megi þar finna vott af kaldhæðni í texta forsetans. „Ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan,“ segir Trump. Bandaríkjaforseti upplýsti, einnig í tísti, að kínverski forsetinn Xi Jingping hafi samþykkt enn strangari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Segir hann að framfarir hafi náðst í deilunni.President Xi of China has stated that he is upping the sanctions against #NoKo. Said he wants them to denuclearize. Progress is being made.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2017 Á síðustu misserum hafa stjórnvöld í Washington og Pyongyang átt í orðastríði og hafa deilur Norður-Kóreustjórnar við nágranna sína og umheiminn sjaldan verið eldfimari. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði um helgina að Trump væri stríðsæsingamaður sem óskaði þess að vopnuð átök myndu brjótast út á Kóreuskaganum. „Í heimsókn sinni [til Asíu] hefur Trump sýnt sitt rétta eðli sem eyðingarafl þegar kemur að heimsfriði og stöðugleika, og hann hefur beðið um kjarnorkustríð á Kóreuskaga.“ Nú hefur Trump tíst á ný: „Af hverju ætti Kim Jong-un að móðga mig með því að kalla mig „gamlan“ þegar ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan“. Æ já, ég reyni að vera vinur hans – kannski verður það þannig einhvern daginn!“Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Leiðtogafundur Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í gær. Forsetar Bandaríkjanna og Kína tóku báðir til máls. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31
Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Leiðtogafundur Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í gær. Forsetar Bandaríkjanna og Kína tóku báðir til máls. 11. nóvember 2017 07:00