Fyrrverandi eiginkona Kelley lýsir hatrinu sem bjó innra með honum Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2017 08:01 Hin 25 ára Tessa Brennaman segir í samtali við CBS News að Kelley hafi haft illa anda eða hatur sem bjó innra með honum. Fyrrverandi eiginkona Devin Kelley, mannsins sem banaði 26 og særði um tuttugu í skotárás í kirkju í Texas á sunnudag, segir Kelley hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótað að drepa hana og alla fjölskyldu hennar. Hin 25 ára Tessa Brennaman, sem var fyrsta eiginkona Kelley, segir í samtali við CBS News að Kelley hafi haft „illa anda eða hatur sem bjó innra með honum“. Kelley játaði árið 2013 fyrir í herrétt að hafa slegið, sparkað og tekið þáverandi eiginkonu sína hálstaki, auk þess að hafa verið valdur að áverkum á höfði stjúpsonar síns, sonar Brennaman. Var Kelley hann dæmdur í árs fangelsi, en hann starfaði innan flughersins á herstöð í Nýju-Mexíkó. Brennaman lýsir í viðtalinu hvernig Kelley á einum tímapunkti hafi hótað að drepa hana eftir að hún fékk hraðasekt. „Hann var með byssu í hulstrinu og hann tók hana út og beindi henni að enninu mínu og sagði mér „Viltu deyja? Viltu deyja?“ lýsir Brennaman.Kelley hóf árásina fyrir utan kirkjuna og drap þar tvo áður en hann hélt inn í kirkjuna þar sem sunnudagsmessa stóð yfir. Árásin þar stóð í um sjö mínútur áður en hann fór aftur út. Hann flúði af vettvangi í bíl sínum en skaut síðar sjálfan sig eftir eftirför tveggja bæjarbúa. Vegna dómsins sem hann var með á bakinu hefði hann í raun ekki átt að getað keypt skotvopn, en vegna mistaka hjá starfsmönnum hersins gleymdist að tilkynna málið til alríkislögreglunnar. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kirkjan í Sutherland Springs verður rifin Devin Kelley á að hafa talað vel um fjöldamorðingja og sagst vona að hann "hefði hugrekki“ til að gera það sama og þeir. 10. nóvember 2017 10:01 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Hafði áður ráðist á konu sína og barn Alls fórust 26 í skotárás í Texas. Morðinginn hafði þjónað í flughernum en verið rekinn fyrir líkamsárásir. Tveir menn eltu hann uppi og eru hylltir sem hetjur. 7. nóvember 2017 06:00 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Fyrrverandi eiginkona Devin Kelley, mannsins sem banaði 26 og særði um tuttugu í skotárás í kirkju í Texas á sunnudag, segir Kelley hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótað að drepa hana og alla fjölskyldu hennar. Hin 25 ára Tessa Brennaman, sem var fyrsta eiginkona Kelley, segir í samtali við CBS News að Kelley hafi haft „illa anda eða hatur sem bjó innra með honum“. Kelley játaði árið 2013 fyrir í herrétt að hafa slegið, sparkað og tekið þáverandi eiginkonu sína hálstaki, auk þess að hafa verið valdur að áverkum á höfði stjúpsonar síns, sonar Brennaman. Var Kelley hann dæmdur í árs fangelsi, en hann starfaði innan flughersins á herstöð í Nýju-Mexíkó. Brennaman lýsir í viðtalinu hvernig Kelley á einum tímapunkti hafi hótað að drepa hana eftir að hún fékk hraðasekt. „Hann var með byssu í hulstrinu og hann tók hana út og beindi henni að enninu mínu og sagði mér „Viltu deyja? Viltu deyja?“ lýsir Brennaman.Kelley hóf árásina fyrir utan kirkjuna og drap þar tvo áður en hann hélt inn í kirkjuna þar sem sunnudagsmessa stóð yfir. Árásin þar stóð í um sjö mínútur áður en hann fór aftur út. Hann flúði af vettvangi í bíl sínum en skaut síðar sjálfan sig eftir eftirför tveggja bæjarbúa. Vegna dómsins sem hann var með á bakinu hefði hann í raun ekki átt að getað keypt skotvopn, en vegna mistaka hjá starfsmönnum hersins gleymdist að tilkynna málið til alríkislögreglunnar.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kirkjan í Sutherland Springs verður rifin Devin Kelley á að hafa talað vel um fjöldamorðingja og sagst vona að hann "hefði hugrekki“ til að gera það sama og þeir. 10. nóvember 2017 10:01 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Hafði áður ráðist á konu sína og barn Alls fórust 26 í skotárás í Texas. Morðinginn hafði þjónað í flughernum en verið rekinn fyrir líkamsárásir. Tveir menn eltu hann uppi og eru hylltir sem hetjur. 7. nóvember 2017 06:00 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Kirkjan í Sutherland Springs verður rifin Devin Kelley á að hafa talað vel um fjöldamorðingja og sagst vona að hann "hefði hugrekki“ til að gera það sama og þeir. 10. nóvember 2017 10:01
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Hafði áður ráðist á konu sína og barn Alls fórust 26 í skotárás í Texas. Morðinginn hafði þjónað í flughernum en verið rekinn fyrir líkamsárásir. Tveir menn eltu hann uppi og eru hylltir sem hetjur. 7. nóvember 2017 06:00
Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30