Tveggja nátta vítaferð FH-inga Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Ágúst Elí Björgvinsson verður í stóru hlutverki í vítakeppninni. Vísir/Eyþór Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kílómetrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðlakeppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfarateymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA-ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gistinguna og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þannig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir.Gísli Kristjánsson.Vísir/StefánGaman að komast aftur áframFH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekkelsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækluðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveldlega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar.Ágúst Birgisson.Vísir/StefánFínasta ferðalagFerðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskipaði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Pétursborgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í vítakastkeppnina í hádeginu að írússneskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudagskvöldið.Munu FH-ingar fagna.Vísir/EyþórFerðalag FH-ingaFöstudagur - Flug til London um kaffileytið - Gist í LondonLaugardagur - Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar - Æft í St. Pétursborg um kvöldið - Gist í St. PétursborgSunnudagur - Vaknað eldsnemma í morgunmat - Farið út í keppnishöll en vítakeppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma - Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms - Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi - Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kílómetrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðlakeppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfarateymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA-ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gistinguna og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þannig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir.Gísli Kristjánsson.Vísir/StefánGaman að komast aftur áframFH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekkelsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækluðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveldlega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar.Ágúst Birgisson.Vísir/StefánFínasta ferðalagFerðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskipaði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Pétursborgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í vítakastkeppnina í hádeginu að írússneskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudagskvöldið.Munu FH-ingar fagna.Vísir/EyþórFerðalag FH-ingaFöstudagur - Flug til London um kaffileytið - Gist í LondonLaugardagur - Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar - Æft í St. Pétursborg um kvöldið - Gist í St. PétursborgSunnudagur - Vaknað eldsnemma í morgunmat - Farið út í keppnishöll en vítakeppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma - Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms - Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi - Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira