Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2017 20:12 Er spennandi baradagi í burðarliðnum hjá Gunnari Nelson? Vísir/Getty Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. Gunnar dreymdi um að fá að mæta Stephen „Wonderboy“ Thompson en nú hefur íslenski víkingurinn boðið Darren Till upp í dans. Gunnar svaraði Instagram-færslu Darren Till þar sem hann sagðist vera til í bardaga við hann hvenær sem er. „Ég er klár stóri strákur“ skrifaði Gunnar þegar Till var að pirrast yfir því að enginn þorði í hann. Darren Till pakkaði Donald „Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum og hélt að hann væri að fá risabardaga á móti sjálfum sjálfan Stephen „Wonderboy“ Thompson á heimavelli. Þjálfari Thompson sagði hinsvegar að skjólstæðingur sinn hefði engan áhuga á því að berjast við Till á þessum tímapunkti. Darren Till tjáði sig um þetta inn á Instagram-síðu sinni þar sem hann talaði um að enginn þori í sig. Hann lét það reyndar fylgja að hann væri svo öflugur að hann sjálfur myndi líklega hlaupa af hólmi. Gunnar svaraði honum hinsvegar og kallaði eftir bardaga í fyrsta sinn á ferlinum. Faðir hans, Haraldur Dean Nelson, blandaði sér einnig í málið og lagði til að bardaginn færi annaðhvort fram í London eða Liverpool. Það má lesa samskipti þeirra félaga inn á Instagram í kvöld hér fyrir neðan. They’re all running scared, fuck... I would run from me!! A post shared by Till (@darrentill2) on Nov 10, 2017 at 5:16am PST MMA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. Gunnar dreymdi um að fá að mæta Stephen „Wonderboy“ Thompson en nú hefur íslenski víkingurinn boðið Darren Till upp í dans. Gunnar svaraði Instagram-færslu Darren Till þar sem hann sagðist vera til í bardaga við hann hvenær sem er. „Ég er klár stóri strákur“ skrifaði Gunnar þegar Till var að pirrast yfir því að enginn þorði í hann. Darren Till pakkaði Donald „Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum og hélt að hann væri að fá risabardaga á móti sjálfum sjálfan Stephen „Wonderboy“ Thompson á heimavelli. Þjálfari Thompson sagði hinsvegar að skjólstæðingur sinn hefði engan áhuga á því að berjast við Till á þessum tímapunkti. Darren Till tjáði sig um þetta inn á Instagram-síðu sinni þar sem hann talaði um að enginn þori í sig. Hann lét það reyndar fylgja að hann væri svo öflugur að hann sjálfur myndi líklega hlaupa af hólmi. Gunnar svaraði honum hinsvegar og kallaði eftir bardaga í fyrsta sinn á ferlinum. Faðir hans, Haraldur Dean Nelson, blandaði sér einnig í málið og lagði til að bardaginn færi annaðhvort fram í London eða Liverpool. Það má lesa samskipti þeirra félaga inn á Instagram í kvöld hér fyrir neðan. They’re all running scared, fuck... I would run from me!! A post shared by Till (@darrentill2) on Nov 10, 2017 at 5:16am PST
MMA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira