Safnað upp í tuttugu milljóna króna gat eftir Eistnaflug 2017 Benedikt Bóas skrifar 10. nóvember 2017 08:00 Stefán Jakobsson úr Dimmu þenur leðurbarkann á Eistnaflugi þar sem gleðin hefur alltaf verið við völd. Nú er þó þungt yfir og blikur á lofti enda vantar þrjár milljónir til að koma út á núlli. Mynd/Freyja Gylfadóttir „Hátíðin fór á hliðina í sumar og við höfum verið að vinna í því að koma henni á réttan kjöl,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu og andrúmsloft en í sumar kom færra fólk en vanalega og ákveðin atriði reyndust dýrari en gert var ráð fyrir. Alls nam tapið 20 milljónum og hafa eigendur róið lífróður til að bjarga hátíðinni. Hafa safnað 17 milljónum, meðal annars með hlutabréfasölu en hægt er að kaupa eitt prósent í hátíðinni á 200 þúsund krónur. „Við höfum verið að selja hlutabréfin til að fjármagna tapið. Það eru sjö prósent eftir. En salan dugar ekki alveg því að enn er þriggja milljóna króna bil sem við þurfum að brúa,“ segir Karl Óttar.Karl Óttar PéturssonAð að sögn Karls Óttars vantar hátíðina einn stóran styrktaraðila en töluvert hefur verið fjallað um áhugaleysi bæjaryfirvalda fyrir austan gagnvart hátíðinni. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Er miðasala á Eistnaflug 2018 hafin. „Okkur vantar þrjár milljónir og við þurfum að finna einhvern til að styrkja okkur. Okkur vantar stóran styrktaraðila til að vinna með okkur. Einhvern sem sér sér hag í því að tengjast því sem við stöndum fyrir. Við erum að bóka bönd fyrir komandi hátíð og við trúum að við náum að fylla upp í þetta gat. Við ætlum að standa við okkar skuldbindingar. Við skiljum engan eftir enda bannað að vera fáviti,“ segir Karl Óttar en það eru einmitt einkunnarorð hátíðarinnar. Í þau tólf skipti sem hátíðin hefur verið haldin hafa þessi orð fengið sífellt meiri hljómgrunn enda sönn og góð. „Við keyrum á þeirri sérstöðu að allir séu vinir og þarna komi fólk til að upplifa stemningu. Þetta er ekki fyllerí til að lemja og vera vondur við náungann. Þarna er menningin að vera góður og allir hjálpast að. Allir tala við alla og við viljum efla þá menningu. Við höfum reynt að axla samfélagslega ábyrgð og leggjum áherslu á að við stöndum fyrir ábyrgð,“ segir Karl Óttar. Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Hátíðin fór á hliðina í sumar og við höfum verið að vinna í því að koma henni á réttan kjöl,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu og andrúmsloft en í sumar kom færra fólk en vanalega og ákveðin atriði reyndust dýrari en gert var ráð fyrir. Alls nam tapið 20 milljónum og hafa eigendur róið lífróður til að bjarga hátíðinni. Hafa safnað 17 milljónum, meðal annars með hlutabréfasölu en hægt er að kaupa eitt prósent í hátíðinni á 200 þúsund krónur. „Við höfum verið að selja hlutabréfin til að fjármagna tapið. Það eru sjö prósent eftir. En salan dugar ekki alveg því að enn er þriggja milljóna króna bil sem við þurfum að brúa,“ segir Karl Óttar.Karl Óttar PéturssonAð að sögn Karls Óttars vantar hátíðina einn stóran styrktaraðila en töluvert hefur verið fjallað um áhugaleysi bæjaryfirvalda fyrir austan gagnvart hátíðinni. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega, aðra helgina í júlí, í Neskaupstað síðan sumarið 2005. Þar spila bæði innlendar og erlendar hljómsveitir yfir alls fjóra daga og hefur íbúafjöldi bæjarins tvöfaldast meðan hátíðin stendur yfir. Er miðasala á Eistnaflug 2018 hafin. „Okkur vantar þrjár milljónir og við þurfum að finna einhvern til að styrkja okkur. Okkur vantar stóran styrktaraðila til að vinna með okkur. Einhvern sem sér sér hag í því að tengjast því sem við stöndum fyrir. Við erum að bóka bönd fyrir komandi hátíð og við trúum að við náum að fylla upp í þetta gat. Við ætlum að standa við okkar skuldbindingar. Við skiljum engan eftir enda bannað að vera fáviti,“ segir Karl Óttar en það eru einmitt einkunnarorð hátíðarinnar. Í þau tólf skipti sem hátíðin hefur verið haldin hafa þessi orð fengið sífellt meiri hljómgrunn enda sönn og góð. „Við keyrum á þeirri sérstöðu að allir séu vinir og þarna komi fólk til að upplifa stemningu. Þetta er ekki fyllerí til að lemja og vera vondur við náungann. Þarna er menningin að vera góður og allir hjálpast að. Allir tala við alla og við viljum efla þá menningu. Við höfum reynt að axla samfélagslega ábyrgð og leggjum áherslu á að við stöndum fyrir ábyrgð,“ segir Karl Óttar.
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira