Trump deilir múslimahatri bresks öfgahóps Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 13:31 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump lýsir andúð á múslimum. Í kosningabaráttunni kallaði hann eftir að koma múslima til Bandaríkjanna yrði bönnuð. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun tíst áfram nokkrum myndböndum frá breskum hægriöfgaflokki sem eiga að draga upp dökka mynd af múslimum. Leiðtogi flokksins sem Trump áframtístir hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir að áreita konu á götu úti vegna trúar hennar. Þrjú myndbönd sem Trump tísti áfram í morgun til milljóna fylgjenda sinna koma öll frá bresku haturssamtökunum Bretland fyrst [e. Britain First]. Eitt þeirra er sagt sýna „múg múslima“ hrinda dreng fram af þaki húss og berja hann til dauða. Annað á að sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, persónu úr Biblíu kristinna manna. Jayda Fransen, einn leiðtoga Bretlands fyrst, var sakfelld í fyrra fyrir að áreita konu af trúarlegum ástæðum. Jós Fransen skammaryrðum yfir múslimakonu sem var klæddi í hijab fyrir framan fjögur börn hennar, að því er kom fram í frétt The Guardian frá því í fyrra. Fransen var klædd í einkennisbúning og tók þátt í því sem hópurinn kallaði „kristna vakt“ í Luton þegar atvikið átti sér stað.Eitt myndabandanna sem Trump áframtísti í morgun. Það á að sýna múg múslima hrinda unglingsdreng fram af húsi og berja til dauða. Sannleikisgildi þess er óstaðfest.SkjáskotWashington Post segir að samtökin hafi áður birt misvísandi myndbönd. Talsmenn Hvíta hússins hafi ekki viljað tjá sig um tíst forsetans þegar eftir því var leitað. Fransen tók stuðningi Trump hins vegar fagnandi enda ná samtök hennar til mun færra fólks á Twitter en Bandaríkjaforseti. „Donald Trump sjálfur hefur áframtíst þessum myndböndum og hefur um það bil 44 milljónir fylgjenda! Guð blessi þig, Trump! Guð blessi Bandaríkin!“ tísti Fransen í morgun.Britain First hefur áður deilt misvísandi myndböndum gegn múslimum.SkjáskotAðrir eru ekki eins hrifnir, þar á meðal Brendan Cox, eiginmaður bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Vitni sögðu að morðingi hennar hefði hrópað „Bretland fyrst!“ þegar hann réðist á hana með eggvopni úti á götu. „Trump hefur veitt öfgahægrinu lögmæti í sínu eigin landi, nú er hann að reyna að gera það í okkar. Það hefur afleiðingar að deila hatri og forsetinn ætti að skammast sín,“ tísti Cox.Trump has legitimised the far right in his own country, now he's trying to do it in ours. Spreading hatred has consequences & the President should be ashamed of himself.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) November 29, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun tíst áfram nokkrum myndböndum frá breskum hægriöfgaflokki sem eiga að draga upp dökka mynd af múslimum. Leiðtogi flokksins sem Trump áframtístir hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir að áreita konu á götu úti vegna trúar hennar. Þrjú myndbönd sem Trump tísti áfram í morgun til milljóna fylgjenda sinna koma öll frá bresku haturssamtökunum Bretland fyrst [e. Britain First]. Eitt þeirra er sagt sýna „múg múslima“ hrinda dreng fram af þaki húss og berja hann til dauða. Annað á að sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, persónu úr Biblíu kristinna manna. Jayda Fransen, einn leiðtoga Bretlands fyrst, var sakfelld í fyrra fyrir að áreita konu af trúarlegum ástæðum. Jós Fransen skammaryrðum yfir múslimakonu sem var klæddi í hijab fyrir framan fjögur börn hennar, að því er kom fram í frétt The Guardian frá því í fyrra. Fransen var klædd í einkennisbúning og tók þátt í því sem hópurinn kallaði „kristna vakt“ í Luton þegar atvikið átti sér stað.Eitt myndabandanna sem Trump áframtísti í morgun. Það á að sýna múg múslima hrinda unglingsdreng fram af húsi og berja til dauða. Sannleikisgildi þess er óstaðfest.SkjáskotWashington Post segir að samtökin hafi áður birt misvísandi myndbönd. Talsmenn Hvíta hússins hafi ekki viljað tjá sig um tíst forsetans þegar eftir því var leitað. Fransen tók stuðningi Trump hins vegar fagnandi enda ná samtök hennar til mun færra fólks á Twitter en Bandaríkjaforseti. „Donald Trump sjálfur hefur áframtíst þessum myndböndum og hefur um það bil 44 milljónir fylgjenda! Guð blessi þig, Trump! Guð blessi Bandaríkin!“ tísti Fransen í morgun.Britain First hefur áður deilt misvísandi myndböndum gegn múslimum.SkjáskotAðrir eru ekki eins hrifnir, þar á meðal Brendan Cox, eiginmaður bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Vitni sögðu að morðingi hennar hefði hrópað „Bretland fyrst!“ þegar hann réðist á hana með eggvopni úti á götu. „Trump hefur veitt öfgahægrinu lögmæti í sínu eigin landi, nú er hann að reyna að gera það í okkar. Það hefur afleiðingar að deila hatri og forsetinn ætti að skammast sín,“ tísti Cox.Trump has legitimised the far right in his own country, now he's trying to do it in ours. Spreading hatred has consequences & the President should be ashamed of himself.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) November 29, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00